1. desember 2021

Sótt­varn­ar­ráð­staf­anir

Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum þurfa allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðu hraðprófi, neikvæðu PCR prófi, eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, fyrir alla viðburði í Hörpu.

Hraðpróf mega ekki vera eldri en 48 klst. gömul og þau er hægt að taka í Hörpu.

Hér má einnig nálgast upplýsingar um allar hraðprófsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Neikvæð PCR-próf gilda í 48 klst eins og hraðpróf og vottorð um fyrri Covid-19 sýkingu gilda í allt að 180 daga.

Athugið að heimapróf og bólusetningarvottorð gilda ekki.

Gestir eru vinsamlega beðnir um að virða grímuskyldu og hafa QR kóða tilbúna í símum þegar mætt er á viðburð.

Harpa leggur áherslu á ábyrgt viðburðarhald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Útfærslur á viðburðahaldi eru ávallt unnar í nánu samstarfi við almannavarnir með fagmennsku og áreiðanleika að leiðarljósi.

Fréttir