5. nóvember 2022

Mynd­list­ar­konan Þórunn Bára opnar sýninguna

Kæru landnemar! á jarðhæð Hörpu í dag.

Þórunn Bára fæst við náttúruskynjun og samspil manns og umhverfis í verkum sínum. Hún telur að list í samvinnu við náttúruvísindi geti aukið skilning á mikilvægi bættrar umgengni við náttúruna. Laugardaginn 5. nóvember kl 14-16 opnar Þórunn Bára sýninguna Kæru Landnemar! í Hörpu.

"Við berum sameiginlega ábyrgð á mörgum þeim þáttum sem nú ógna stöðugleika lífs á jörðinni. Mörg okkar vakna nú við vondan draum vegnauggvænlegrar stöðu vistkerfisins og hratt vaxandi breytingaá loftslagi jarðar. Okkur ber að skila Jörðinni, eina heimilinu okkar, heilbrigðri í hendur komandi kynslóða.“

"Skynreynsla er vannýtt leið til að öðlast skilning á tilverunni. Án skynjunar verður engin hugsun. Skynjun er nauðsynleg viðbót við vitneskju um náttúruna sem vísindin hafa lagt fram og því verður maðurinn að gefa sér tíma til að sjá og hugsa. Samtímalist gegnir mikilvægu hlutverki með því að varpa ljósi áorsakasamhengi í tilverunni auk þessað lyfta upp fegurð og tilgangi alls lífs." Með þetta að leiðarljósi hefur Þórunn Bára horft til náttúruvísinda úr lífríki Surtseyjar síðastliðna tvo áratugi og skrásett á léreft. Verkunum, sem hér eru sýnd, er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerfinu svo sem fléttum og mosum. En einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um.  "Ég mála verk af íslenskri náttúru alls staðar og hvergi eins og ég upplifi hana. Verkin eru i mínum huga nokkursskonar samnefnari fyrir þróun lífs á jörðu með áherslu á auðmýkt og fegurð í því smáa. Náttúran býr yfir visku og örlæti ef hún fær frið frá yfirgangi og hugsunarleysi mannsins til að varðveita vistkeðjuna og sinna sínu á eigin forsendum Með því að gefa gróðri jarðar gaum verður okkur ljós sú fegurð og viska sem í náttúrunni býr."

Sýningin er í samstarfi við Listval og stendur til 1. desember.

Þórunn Bára Björnsdóttir (1950) hefur verið virk í íslenskri myndlist síðastliðna tvo áratugi. Hún lauk listnámi frá listaháskólanum í Edinborg (BA) og Wesleyan háskóla í Bandaríkjunum (MALS). Þórunn Bára er félagi í SÍM og hefur hún haldið sýningar árlega, ýmist á Íslandi eða erlendis. Vinnustofa hennar er staðsett á Grenimel 21.

Nánari upplýsingar veita:

Daría Sól Andrews, s: 699-6949, daria@listval.is og Þórunn Bára Björnsdóttir, s: 662-1845, thorbara@gmail.com.

Fréttir