16. maí 2023
Mín Harpa
ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks í sumar.

Harpa og Canon standa fyrir ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks í sumar sem ber heitið Mín Harpa. Samkeppninni lýkur með verðlaunaafhendingu og ljósmyndasýningu í Hörpu á Menningarnótt.
Hugmyndin með keppninni er sjá Hörpu með augum unga fólksins og gefa þeim vettvang og tækifæri til að taka myndir í húsinu, af mannlífinu, umhverfinu og viðburðum.
Samkeppnin hefst formlega með ljósmyndasmiðjum í Hörpu laugardaginn 20. maí fyrir tvo eldri aldursflokkana. Leiðbeinandi er ljósmyndarinn Sigga Ella sem hefur myndað margt af okkar fremsta tónlistarfólki, leiðbeint í ljósmyndasmiðjum og þekkir vel til Hörpu. Smiðjurnar eru ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig.
- 10-14 ára Ljósmyndasmiðja klukkan 13:00.
- 15-18 ára Ljósmyndasmiðja klukkan 15:00.
Í smiðjunni fá þátttakendur stutta fræðslu um ljósmyndun, mynduppbyggingu og búnað. Farið er í skoðunarferð um Hörpu þar sem fræðst er um hönnun hússins og hægt að mynda Hörpu frá ýmsum sjónarhornum - og jafnvel fá aðgang að svæðum með afar sjaldséðum sjónarhornum! Í lokin fá þátttakendur aðstoð við að velja bestu myndirnar til að senda inn í samkeppnina.
// SKRÁNINGARFRESTUR ER TIL 12:00 FÖSTUDAGINN 19. MAÍ //
Þátttakendur þurfa ekki að eiga myndavél til að taka þátt þar sem Canon á Íslandi lánar þátttakendum Canon vélar. Öllum er þó frjálst að nýta þann búnað sem þau eiga, myndavélar eða síma.
Hægt er að senda fyrirspurnir á minharpa@harpa.is.
Fréttir
1. júní 2023
38 milljónir söfnuðust á neyðartónleikum Vaknaðu!
Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Þau Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína.
23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.
23. maí 2023
Harpa auglýsir eftir grasrótartónlistarfólki
fyrir Upprásina, nýja tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar.