16. maí 2023

Mín Harpa

ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks í sumar.

Harpa og Canon standa fyrir ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks í sumar sem ber heitið Mín Harpa. Samkeppninni lýkur með verðlaunaafhendingu og ljósmyndasýningu í Hörpu á Menningarnótt.

Hugmyndin með keppninni er sjá Hörpu með augum unga fólksins og gefa þeim vettvang og tækifæri til að taka myndir í húsinu, af mannlífinu, umhverfinu og viðburðum.

Samkeppnin hefst formlega með ljósmyndasmiðjum í Hörpu laugardaginn 20. maí fyrir tvo eldri aldursflokkana. Leiðbeinandi er ljósmyndarinn Sigga Ella sem hefur myndað margt af okkar fremsta tónlistarfólki, leiðbeint í ljósmyndasmiðjum og þekkir vel til Hörpu. Smiðjurnar eru ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig.

  • 10-14 ára Ljósmyndasmiðja klukkan 13:00.
  • 15-18 ára Ljósmyndasmiðja klukkan 15:00.  

Í smiðjunni fá þátttakendur stutta fræðslu um ljósmyndun, mynduppbyggingu og búnað. Farið er í skoðunarferð um Hörpu þar sem fræðst er um hönnun hússins og hægt að mynda Hörpu frá ýmsum sjónarhornum - og jafnvel fá aðgang að svæðum með afar sjaldséðum sjónarhornum! Í lokin fá þátttakendur aðstoð við að velja bestu myndirnar til að senda inn í samkeppnina.

Skráning

// SKRÁNINGARFRESTUR ER TIL 12:00 FÖSTUDAGINN 19. MAÍ //

Þátttakendur þurfa ekki að eiga myndavél til að taka þátt þar sem Canon á Íslandi lánar þátttakendum Canon vélar. Öllum er þó frjálst að nýta þann búnað sem þau eiga, myndavélar eða síma.

Hægt er að senda fyrirspurnir á minharpa@harpa.is.

Fréttir