24. desember 2021

Hátíð­arkveðja frá Hörpu

Hjartans óskir um gleðileg jól og bestu þakkir fyrir samferðina á árinu 2021.

Hjartans óskir um gleðileg jól og bestu þakkir fyrir samferðina á árinu 2021. Við vonum að nýja árið færi okkur öllum gæfu og gengi og hlökkum til að hittast aftur í Hörpu.

Harpa fagnaði 10 ára afmæli á árinu og af því tilefni sömdu 10 ára börn afmælislag, sem einnig var flutt af 10 ára fríðum flokki barna. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður voru haldnir mörg hundruð glæsilegir tónleikar, ráðstefnur og aðrir viðburðir í Hörpu. Nokkrir af hápunktunum í afmælisdagskránni voru 12 ný ljósverk á glerhjúpinn eftir Ólaf Elíasson, heimsókn Concertgebouworkest - einnar bestu sinfóníuhljómsveitar heims í nóvember, vígsla Víkings Heiðars Ólafssonar á nýjum flygli og tónleikaröð Bjarkar.

Spennandi breytingar voru gerðar á þjónustu og fyrirkomulagi á jarðhæð hússins sem gerir Hörpu að enn skemmtilegri áfangastað.

Harpa er húsið okkar allra og einnig hús fjölskyldunnar. Í byrjun nýs árs verður nýtt gagnvirkt barnarými opnað sem helgað er tónlist, upplifun og uppgötvun.

Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Í tilefni af afmælinu gerðum við samantekt um fjölbreytta starfsemi í Hörpu síðustu 10 árin. Smelltu hér til að horfa.

Fréttir

12. janúar 2022

Harpa þakkar Örnu Schram samfylgdina

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

5. janúar 2022

Breyttur opnunartími í ljósi aðstæðna

Harpa er nú opin alla daga frá kl. 10:00-18:00.

5. janúar 2022

Harpa gefur 1000 tré til Kolviðar

Gjöfin er hluti af grænni vegferð Hörpu