11. júlí 2022
Harpa lýkur 5. Græna skrefinu
og hlýtur viðurkenningu Umhverfisstofnunar

Harpa hefur lokið 5. og síðasta skrefinu í átakinu Græn skref og hlaut viðurkenningu Umhverfisstofnunar mánudaginn 4. júlí 2022.
Átakið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsfólks. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem Harpa hefur þurft að innleiða í sinn rekstur til að geta lokið hverju skrefi
Aðgerðir sem Harpa hefur innleitt til að ná skrefi 5 eru m.a.:
Harpa hefur þessu til viðbótar fengið Svansvottun fyrir ráðstefnusvið hússins og býður m.a. upp á sérstaka viðburðaskýrslu fyrir stærri viðburði með upplýsingum um umhverfis-, efnahags- og samfélagsleg áhrif viðburðarins.
Á myndinni má sjá Rakel Lárusdóttur, Huldu Kristínu Magnúsdóttur og Arngrím Fannar Haraldsson taka við viðurkenningunni fyrir hönd Hörpu af Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómasson hjá Umhverfisstofnun.