6. desember 2021

Harpa klárar fjórða Græna skrefið

Harpa heldur áfram að vinna í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og hefur nú lokið fjórum af fimm Grænum skrefum.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.  Harpa hefur skipulega unnið að því markmiði og lauk í síðustu viku fjórum af fimm Grænum skrefum.

Í því felst m.a. að Harpa hefur sett sér mælanleg markmið fyrir þá umhverfisþætti sem umhverfis- og loftslagsstefna hússins nær til auk annarra aðgerða sem m.a. snúa að innkaupum, fræðslu, samgöngum, endurvinnslu og orkunotkun.

Hér er hægt að kynna sér stefnu hússins í þessum málaflokki og Grænu skrefin sem Harpa er stoltur þátttakandi að.

Fréttir