4. ágúst 2022, 00:00
Harpa flaggar til marks um samstöðu
í baráttunni fyrir mannréttindum og virðingu fyrir öllum manneskjum️.

Hátíðin
stendur nú yfir og sem fyrr dregur Harpa fána að húni til marks um samstöðu í baráttunni fyrir mannréttindum og virðingu fyrir öllum manneskjum️.Á Íslandi héldu lesbíur og hommar í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní 1993 og síðan árið eftir. Hlé varð á þeim samkomum þar til í júní 1999 þegar haldin var útihátíð að viðstöddum 1.500 gestum á Ingólfstorgi, þar sem þess var minnst að 30 ár voru liðin frá Stonewall uppreisninni. Það var svo ári síðar, árið 2000, sem fyrsta gleðigagnan var gengin í Reykjavík og upp frá því hafa Hinsegin dagar vaxið og dafnað með ótrúlegum hraða. Í dag eru Hinsegin dagar í Reykjavík sex daga hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika.
Dagskráin er glæsileg að vanda og úrval af fjölbreyttum og áhugaverðum viðburðum