29. ágúst 2025

Fjölskyldudagskrá Hörpu hefst aftur af fullum krafti

á sunnudaginn með söngstund og skoðunarferðum með Maxímús Músíkús.

a group of people are sitting in a circle in a building .

Í vetur býður Harpa upp á litríka og lifandi fjölskyldudagskrá þar sem tónlist og sköpun eru í forgrunni. Á dagskránni eru yfir tuttugu fjölbreyttir viðburðir fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra. Unnið er með alls kyns tónlistarstíla – allt frá klassík og djassi yfir í samtímatónlist, hipphopp, kvikmyndatónlist og tónlist frá ólíkum heimshlutum. Börn fá að hlusta, læra, dansa, syngja, skapa og njóta.

Viðburðirnir eru sniðnir að mismunandi aldurshópum, en margir þeirra eru sérstaklega hannaðir til að njóta saman sem fjölskylda. Heimstónlist í Hörpu fær sérstakan sess í vetur með mánaðarlegum viðburðum sem leiða að heimstónlistarhátíð í júní 2026.

Skoða viðburði


Harpa leggur ríka áherslu á barna- og fjölskyldumenningu og býður upp á fjölskyldudagskrá sem er aðgengileg öllum börnum, gestum að kostnaðarlausu.

Fréttir