6. október 2025
Harpa vill vera leiðandi í sjálfbæru viðburðahaldi á Íslandi
Svansdagar 6. - 12. október

Dagana 6.–12. október stendur Umhverfisstofnun að Svansdögum þar sem vakin er athygli á því hvar neytendur geta keypt og nýtt sér Svansmerktar vörur og þjónustu. Markmið daganna er að auka vitund almennings um mikilvægi sjálfbærni, umhverfisverndar og ábyrgra neysluvenja.
Harpa Svansvottað ráðstefnuhús
Harpa hlaut Svansvottun árið 2022 fyrir ráðstefnuaðstöðu hússins. Með vottuninni er staðfest að starfsemin uppfyllir strangar kröfur um umhverfisábyrgð, gæði og faglegt skipulag. Harpa er þar með í hópi leiðandi fyrirtækja sem vinna markvisst að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærni í starfsemi sinni.
Strangar kröfur að baki vottuninni
Til að viðhalda Svansvottuninni þarf Harpa að standast ítarlegar kröfur sem snúa að daglegum rekstri ráðstefnuaðstöðunnar. Þar má nefna:
-Virka umhverfisstjórnun og skýra aðgerðaráætlun
-Sjálfbær matvæli og minnkun matarsóunar
-Orkusparnað og hagræða í orkunotkun
-Ábyrga og aðgengilega úrgangsflokkun
-Notkun á umhverfisvottuðum hreinsiefnum og minnkun efnanotkunar
-Takmörkun á einnota vörum og minnkun umbúða
Harpa leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi þegar kemur að sjálfbæru viðburðahaldi á Íslandi. Með Svansvottuninni tekur húsið virkan þátt í að efla vitund gesta, samstarfsaðila og þjónustuaðila um mikilvægi sjálfbærra lausna.
Smelltu hér til að kynna þér nánar umhverfisstarf Hörpu