1. september 2025

Tónleikaröðin Upprásin hefst á ný í Hörpu

Alls koma 27 atriði fram í vetur , þrjú á hverju kvöldi.

a poster for upprasin shows two women looking at each other

Grasrótartónleikaröðin Upprásin snýr aftur í haust og heldur áfram að gefa ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri til að stíga á svið Hörpu. Fyrsta tónleikakvöld vetrarins fer fram í Kaldalóni þriðjudaginn 2. september kl. 20:00 og þar koma fram Néfur, Laglegt og Straff.

Upprásin hefur undanfarin þrjú ár fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir grasrót íslenskrar tónlistar þvert á tónlistarstefnur. Í vetur verða alls 27 atriði, þrjú atriði eitt þriðjudagskvöld í mánuði frá september 2025 til maí 2026.

Aðgangseyri er haldið í lágmarki til að gefa sem flestum kost á að mæta og kostar miðinn einungis 2.000 krónur. Smelltu hér til að skoða næstu tónleika.

Harpa í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann standa að tónleikaröðinni.

Tilnefningar

Upprásin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum tónlistarviðburður ársins 2023 og til árlegu tónlistarverðlauna The Grapvevine í flokknum "Shout out", en verðlaunin eru veitt þeim sem eru talin hafa bætt tónlistarheiminn á árinu.

Ummæli

Upprásin er frábært framtak sem býður ungu og upprennandi tónlistarfólki að flytja tónlist við faglegar aðstæður með alvöru hljóð- og sviðsteymi. Að spila á Upprásinni er frábær æfing fyrir „high production“ gigg en líka fjölbreytt og vönduð dagskrá fyrir áheyrendur.
Spacestation

Það gerir svo mikið fyrir mann í tónlist að fá tækifæri til að stíga á svið í Hörpu og finna fyrir þessu öfluga utanumhaldi og hvað það kemur gott fólk að þessu. Upprásin er frábært platform!
KUSK, KUSK & Óviti

Fréttir