Hátíðir, Óperudagar 2025, Sígild og samtímatónlist, Tónlist
Verð
4.900 kr
Næsti viðburður
laugardagur 25. október - 17:00
Salur
Norðurljós
Ef þú kaupir þrjá eða fleiri viðburði á Óperudögum 2025 færðu 20% afslátt af miðaverði
Einnig er hægt að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði Óperudaga í Hörpu
Sjöunda ópera Helga R. Ingvarssonar verður frumflutt 25. október 2025 í Norðurljósum Hörpu á Óperudögum í Reykjavík í samstarfi við Kammeróperuna. Við kynnumst ásunum og sjáum hvernig hroki þeirra, lygar og hégómi leiðir til dauða þeirra í loka bardaganum, ragnarökum. Verkið er á íslensku, forn norrænu og ensku.
Textinn kemur að mestu u´r ljo´ðaba´lknum „Ragnaro¨kkur“ eftir Benedikt Gro¨ndal (gefið u´t 1868), en einnig koma fyrir brot u´r Vo¨luspa´, Sigurdri´fuma´lum, Hamðisma´lum og fleiri heimildum. Verkið inniheldur ein 16 to´nlistar nu´mer og er ru´mlega 1 klukkustund i´ flutningi.
O´ðinn (bassi – Unnsteinn Árnason) ferðast niður til Heljar og vekur Vo¨lvuna (mezzo - Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir) upp fra´ dauðum með to¨frasaung og spyr: „Heyrðu mig Vo¨lva,/ þig vil eg enn fregna / unz alkunna, / vil eg enn vita: / Hver mun A´sum að bana verða / og aldri ræna?“ Vo¨lvan ri´s upp og deilir vitneskju sinni um framti´ðina, um enda heimsins. So¨gusviðið ferðast þa´ í tíma og stað fra´ Hel og til A´sgarðs, re´tt fyrir Ragnaro¨k, þar sem Heimdallur blæs i´ Gjallarhornið og O´ðinn tilkynnir A´sum að stri´ð se´ a´ næsta leiti: „Heyrið nu´ Æsir, hornaþyt / hygg e´g að Gjallarhorn kveði.“ Frigg (so´pran – Jóna G. Kolbrúnardóttir) se´r sy´nir og dreymir þau hroðalegu o¨rlo¨g sem bi´ða heimsins: „Mig vekja ta´r um mæra morgunstund / er manar fa´ks i´ bjo¨rtum glo´a straumi / og þegar loksins þreyða fæ e´g blund / þreytist e´g meir en fyrr af illum draumi.“ A´ sama ti´ma leiðir Loki (teno´r – Eggert Reginn Kjartansson) her Mu´spells (ko´r) fram u´r so¨lum Heljar: „Nu´ ri´ða Mu´spells megir fram.“ Frigg og O´ðinn hvetja her Einherja (ko´r) til da´ða: „Hetja jarðar, heyrðu mig / herjans krapti særi eg þig.“ Einherjar svara: „Fu´sir vinnum allir eið / opin stendur Heljar leið.“ Fylkingarnar tvær standa mo´t hvorri annarri, tilbu´nar að berjast upp a´ li´f og dauða.
Tónlist og handrit er eftir Helga R. Ingvarsson, en hann verður einnig tónlistarstjóri sýningarinnar. Verkið er skrifað fyrir fjóra einsöngvara, tvö píanó og kór.
Viðburðahaldari
Óperudagar
Miðaverð er sem hér segir
A
4.900 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum