Persónu­vernd­ar­stefna

Harpa tekur á móti miklum fjölda gesta á ári hverju og er félaginu umhugað um meðferð persónuupplýsinga gesta sinna og hefur í því sambandi sett sér eftirfarandi persónuverndarstefnu.

Hlutverk  Hörpu er  að  vera  vettvangur  fyrir  tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar og erlendar.

Hlutverk  hússins  er  jafnframt  að vera  miðstöð  mannlífs fyrir alla landsmenn í  miðborg  Reykjavíkur  og  áfangastaður ferðamanna,  innlendra  og  erlendra,  sem  vilja  kynna  sér  bygginguna, þjónustu hennar, arkitektúr og listaverk  í húsinu.

Þetta hlutverk rækir Harpa einkum með því að leigja út sali og rými til tónlistarviðburða, ráðstefnuhalds, funda og tengdrar starfsemi á samkeppnishæfu verði með því að standa fyrir samstarfsverkefnum og eigin verkefnum eftir því sem rekstur félagsins leyfir.

Harpa tekur á móti miklum fjölda gesta á ári hverju og er félaginu umhugað um meðferð persónuupplýsinga gesta sinna og hefur í því sambandi sett sér eftirfarandi persónuverndarstefnu.

Harpa er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) og er opinbert hlutafélag.

Stefna þessi tekur til allra þeirra persónuupplýsinga sem Harpa safnar hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti eða öðrum hætti svo sem  á pappír.

Stefnan er ávallt aðgengileg á vef Hörpu en jafnframt er hægt að skoða stefnuna þegar farið er í gegnum miðasöluferlið. Allt kapp hefur verið lagt á  að útskýra vinnslu persónuupplýsinga á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.

Stefna þessi tekur mið af lögum nr. 90./2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og var samþykkt á stjórnarfundi 4. mars 2020. Stefnan var síðast yfirfarin og uppfærð 8. febrúar 2022.

Tekið er við ábendingum og fyrirspurnum á netfanginu personuvernd@harpa.is.

Nánar um persónuverndarstefnu