Viðburðir í Hörpu

 

Kíktu bakvið tjöldin

Skoðunarferðir alla daga.

Vertu vinur Hörpu

Instagram Vildarklúbbur

Áframhaldandi samstarf Hörpu og CenterHotels

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík og CenterHotels endurnýjuðu samstarfssamning sinn í dag fyrir viðburðaárið 2015. Sjá fréttatilkynningu hér

Harpa og Lexus gera samstarfssamning

Harpa og Lexus á Íslandi undirrituðu eins árs samstarfssamning í gær þess efnis að Lexus styðji við þrjá fyrirhugaða tónlistarviðburði á starfsárinu. Markmiðið með samningnum er að styðja við menningar- og tónlistarstarf í Hörpu og þá alþjóðlegu listviðburði sem Harpa mun færa til landsins. Sjá fréttatilkynningu hér.

Food and Fun 2015 hófst í dag!

Veitingastaðir Hörpu, Kolabrautin og Smurstöðin taka Food and Fun hátíðina mjög hátíðlega og kynna gestakokkana sína með stolti. Hér má skoða matseðil Smurstöðvarinnar og Kolabrautarinnar á hátíðinni. Eftir góða máltíð er tilvalið að skella sér á tónleika Eivarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

ANNES á tónleikum Múlans á morgun

Efnisskráin er frumsamin af meðlimum sveitarinnar og blandast þar saman leikandi laglínur, rótsterkir ryþmar og rymjandi rómantík í kosmískt flæði þar sem rafmagn og akústík fallast í faðma. Kaupa miða á Múlann.

Aukatónleikar með Eivøru 26. feb.

Eivør, hljómsveit hennar og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína í Norðurljósasal Hörpu. Fyrstu tveir tónleikarnir seldust upp. Kaupa miða á Eivøru. Við minnum einnig á Hádegistónleika Sinfóníunnar á morgun í Flóa kl. 12:10.

Hátt í 50 þúsund heimsóttu Hörpu

Síðastliðna viku heimsóttu Hörpu hátt í 50 þúsund manns. Það hefur varla farið framhjá neinum að Sónar hátíðin fór fram í Reykjavík um helgina. Sinfóníuhljómsveitin stóð einnig fyrir reglubundnum fjölskyldutónleikum, barnastund og skólatónleikum en fjölmargir mættu og dönsuðu í Silfurbergi gegn kynbundu ofbeldi. 

Milljarður rís í dag!

Landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu í dag í Hörpu klukkan 12:00. Milljarður kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi. Skráðu þig hér.

Harpa í höndum tónlistarmanna og borgarbúa

Borgarbúum býðst að nýju að spila hinn fornfræga tölvuleik PONG á Hörpu á meðan á Sónar hátíðinni stendur 12.-14. febrúar. Milli leikja stýrir tónlistin í Silfurbergi ljósunum utan á húsinu. Sjá fréttatilkynningu hér.

Óperan Peter Grimes komin í sölu

Umfangsmikil tónleikauppfærsla á óperunni Peter Grimes eftir Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi 22. maí á Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Íslensku óperuna, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kaupa miða á Peter Grimes

Vetrarhátíð 2015

Glerhjúpur Hörpu verður lýstur upp með Vetrarhátíðarverki sem Ólafur Elíasson hannaði sérstaklega fyrir Vetrarhátíð 2014. Verkið heitir Holding hands with Reykjavik en meira um Vetrarhátíð hér

Pekka á tvennum tónleikum í Hörpu

Pekka Kuusisto leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Santtu-Matias Rouvali þann 19. febrúar en þann 17. febrúar spinna perluvinirnir Pekka og Davíð Þór saman í Norðurljósum.

Kvenlegur bragur í ár yfir einni elstu hátíð landsins

Myrkir músíkdagar 2015 hefjast í Hörpu á fimmtudag, 29. janúar til 1. febrúar en hér má lesa umfjöllun um hátíðina í ár. Kaupa hátíðapassa hér

Fjöldi stórra ráðstefna á Íslandi nífaldast

Með tilkomu Hörpu hefur árlegur fjöldi ráðstefna með yfir 1000 þátttakendum nífaldast frá árinu 1977. Erlendum ráðstefnugestum hefur jafnframt fjölgað um 39% frá árinu 2011-2013. Nánar má lesa um fjölgun ráðstefnugesta hér

Febrúar dagskrá hjá Múlanum

Vikulegir tónleikar Múlans í febrúar eru komnir í sölu. Á opnunartónleikunum verður leikin tónlist eftir Lennie Tristano en síðar í mánuðinum leikur meðal annars Tríó Kjarr, Kvartett Snorra Sigurðarsonar og ANNES. 

Málþing um heilsuspillandi áhrif streitu

Læknafélag Íslands og Fræðslustofnun lækna stendur fyrir fyrirlestrum miðvikudaginn 21. janúar kl. 20:00-21:30 í Norðurljósum Hörpu. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Dagskrá málþings hér

Sibeliusar-þríleikurinn hefst á fimmtudag

Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Sibeliusar gerir Sinfónían tónskáldinu hátt undir höfði. Veittur er 20% afsláttur í miðasölu Hörpu ef keypt er á alla þrenna tónleika: 22. janúar: Machbeth og Kullervo, 5. febrúar: Sinfóníur nr. 3 með Osmo og 12. mars: Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 

Uppskeruhátíð ungra tónskálda

Fernir Ómkvarnar tónleikar fara fram í Kaldalóni á morgun og laugardag. Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk eru frumflutt. Aðgangur ókeypis. Sjá dagskrá

Ungir einleikarar

Einleikararnir Baldvin Oddsson, Erna Vala Arnardóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Steiney Sigurðardóttir koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Torodd Wigum á morgun. Kaupa miða og hlýða á atvinnumenn framtíðar hér

Tónleikar Jorge Luis Prats eru komnir í sölu

Prats kemur hingað til lands í annað sinn og heldur einleikstónleika í Hörpu þann 7. febrúar 2015 á Heimspíanistatónleikaröð hússins. Á tónleikunum í Hörpu mun hann flytja eldheita efnisskrá spænskra og kúbverskra tónskálda. Kaupa miða á Prats hér.

Fyrsti í Vínartónleikum Sinfóníunnar

Á morgun verða fyrstu Vínartónleikar Sinfóníunnar af fjórum árið 2015. Í kvöld er tímabært að taka fram dressið, setja Johann Strauss á fóninn og valsa um stofuna eða bara skoða þetta. Kaupa miða á Vínartónleika.

Valdís Gregory sópran er tónsnillingur morgundagsins

Valdís flytur lagaflokk eftir Argento en ljóð eru meðal annars eftir Shakespeare. Hér má lesa um tónleikana sem fara fram í Kaldalóni í kvöld kl. 20:00.

Áramótakveðja Hörpu

Við þökkum gestum Hörpu fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju ári. Áramótakveðja Hörpu hér

Perlur íslenskra sönglaga. Jóla- og áramótatónleikar.

Íslenskar dægurperlur verða fluttar í Kaldalóni á morgun kl. 17:00 á tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Songs en um er að ræða sérstaka hátíðartónleika. Tónleikarnir eru sniðnir að erlendum ferðamönnun en nánar má lesa um þá hér. 

Opnunartími yfir hátíðarnar

Opið er í Hörpu um hátíðarnar og munu sýningar í Expo skálanum og skoðunarferðir ganga samkvæmt áætlun nema á allra helgustu dögum. Allt um opnunartíma Hörpu hér.

Jólaró Íslensku óperunnar 2014

Við minnum á hina árlegu Jólaró Íslensku óperunnar á Þorláksmessu kl. 17:00 í anddyri Hörpu. Aðgangur er ókeypis. Nánar um dagskrá Jólaróar

Miðasala lokuð í hádeginu föstudag

Miðasala verður lokuð milli 12:00-14:00, föstudaginn 19. desember, vegna jólagleði starfsmanna. Starfsfólk Hörpu þakkar fyrir veittan skilning.

Leif Ove Andsnes áritar hljómdiska

Hljómdiskar Leif Ove Andsnes verða til sölu á tónleikum London Philharmonic Orchestra í kvöld og á morgun. Andsnes býður upp á áritun eftir tónleika. Hér má lesa um tónleika LPO

London Philharmonic Orchestra til Íslands í dag

London Philharmonic Orchestra leikur í Eldborgarsal í fyrsta sinn á morgun en einleikari er enginn annar en Leif Ove Andsnes. Hér má lesa um tónleikana.

Tjón minna en óttast var

Talið er að element hafi gefið sig í loftræstiklefa á fjórðu hæð svo leki myndaðist sem kom niður í Silfurbergi. Tjónið hefur ekki verið fyllilega metið. Nánar er sagt frá lekanum hér.  

Verslunar- og þjónusturými í Hörpu

Harpa ohf. óskar eftir útfærðum tillögum um rekstur sem fellur að starfsemi hússins og eykur fjölbreytni hennar. Nánari upplýsingar hér.

Íslenskir hönnuðir taka yfir 12 Tóna

Í samstarfi við Epal munu íslenskir hönnuðir sýna nýjustu hönnun sem kom á markað á þessu ári. Nánar um sýninguna í Hörpu hér.

Opið fyrir umsóknir í Ýli

Auglýst er eftir umsóknum í Ýli – tónlistarsjóð Hörpu fyrir ungt fólk fyrir tónleika og verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu 2015. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Nánar um Ýli hér

Lifandi tónlist og Maxasprell

Alla laugardaga fram að jólum milli kl. 11:00 og 13:00 verður lifandi tónlist á jarðhæð Hörpu eða í Hörpuhorni. Hér má sjá nánari dagskrá

Jólakaffi Hringsins í fyrsta sinn í Hörpu

Í Hörpu ríkir því mikil tilhlökkun en í boði verður girnilegt kaffihlaðborð, happdrætti og góð skemmtiatriði. Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára en frítt fyrir þau yngstu. 

Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin í jólaskap en hátíðlegasta tónlist J. S. Bachs verður á dagskrá á fimmtudagskvöld kl. 19:30. Enn eru fáanlegir miðar hér.

Viðburðir helgarinnar

Ylja heldur útgáfutónleika í Kaldalóni í kvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Commotion. Á laugardag verður verður How to become Icelandic in 60 minutes á dagskrá en á sunnudag hitar Stórsveit Reykjavíkur upp fyrir aðventuna með Jólaswingi í Silfurbergi

Tónsnillingur morgundagsins er:

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari en hún leikur í Kaldalóni í kvöld kl. 20:00 ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Kaupa miða á Tónsnillinga hér

Fullt var á fimm sýningar af Hnotubrjótnum um helgina

Glatt var yfir Hörpugestum á Hnotubrjótnum um helgina eins og sjá má á myndum í Smartlandi. Hér má sjá myndir af mjög litríkri sýningu Hátíðarballetts St. Pétursborgar á Eldborgarsviði þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands lék með af mikilli snilld. 

4. Jólatónleikar Sinfóníunnar komnir í sölu

Vegna mikillar sölu hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands bætt 4. jólatónleikum sínum á dagskrá, sunnudaginn 14. desember kl. 16. Trúðurinn Barbara kynnir og tónleikar verða túlkaðir á táknmáli. Kaupa miða á Jólatónleika Sinfóníunnar hér.

Streitustúdíó - Glasið bakvið brauðristina

Annar fyrirlestur Streituskólans fer fram á morgun í Vísu. Fyrirlesari er Sigurður Hólmar Karlsson, fíkniráðgjafi. Kaupa miða.

20 þúsund manns heimsóttu Hörpu um helgina

Margt var um manninn í Hörpu um helgina. Matarmarkaðurinn var haldinn í Flóa þar sem hægt var að kaupa kanínur og ostrusveppi. Degi íslenskrar tungu var fagnað og óperuáhugafólk fylgdist með síðustu sýningunni á Don Carlo og frumflutningi á Töfraflautunni fyrir börn. 

Norrænt samstarf um Biophilia

Í ár fer Ísland með for­mennsku í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni og í því felst m.a. að leiða ýmis nor­ræn sam­vinnu­verk­efni og er Bi­ophilia kennslu­verk­efnið eitt af þeim. Nánar má lesa um ráðstefnuna hér en hún stendur yfir í Hörpu um þessar mundir. 

Harpa fallegust

Harpa er fallegasta hús landsins að mati álitsgjafa Lífsins á Vísi. Harpa hlaut yfirburðakosningu í könnun Lífsins. Álitsgjafarnir, sem voru tæplega 40 talsins, voru spurðir: „Hver er fallegasta bygging landsins? Nánar á Visir.is

Undiraldan í dag - Ambátt á Kolabraut

Ambátt er nýtt samstarf tónlistar- mannanna Pans Thorarensen og Þorkels Atlasonar. Tónleikarnir verða kl. 17.30 á bar Kolabrautarinnar á fjórðu hæð. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Iceland Airwaves hefst kl. 19:10 í Hörpu

Ambátt er fyrsta hljómsveitin á svið í Kaldalóni í kvöld. Dagskrána í heild má sjá hér.

Russian.girls off-venue í dag

Russian.girls er hljómsveit sem erfitt er að "gúggla" en hún spilar á bar Kolabrautarinnar á 4. hæð í Hörpu kl. 17:30. Allt um hugarfóstur Guðlaugs Halldórs Einarssonar hér

Brot af mistökum í nýsköpun

Örfyrirlestramaraþon, Festival of failure, fer fram í Hörpu kl. 20:30 í kvöld þar sem skapandi einstaklingar úr ýmsum áttum segja frá og sýna brot af mistökum. Aðgangur ókeypis. Nánar um Festival of failure.

Forseti Íslands ávarpaði Arctic Circle í dag

Flutt voru myndbönd af ávarpi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD. Nánar um þingið hér.

Tilkynning: Skoðunarferðir

Ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu nú um helgina 30. október - 2. nóvember. Skoðunarferðir falla því niður þessa daga. Afsakið möguleg óþægindi sem kunna að skapast sökum þessa. 

Jólahlaðborð í Hörpu

Raggi Bjarna, Guðrún Gunnars og Þorgeir Ástvalds koma gestum í hátíðarskap í Hörpu um jólin en boðið verður upp á girnilega jólaveislu með norrænu yfirbragði. Nánar um jólahlaðborð Hörpu.

Tónleikar falla niður sunnudaginn 26. október

Af óviðráðanlegum orskökum, falla tónleikar Kammermúsíkklúbbsins niður sem vera áttu í Norðurljósum sunnudaginn 26. október.

Miðaeigendur vinsamlega hafið samband við miðasölu Hörpu í síma 528 5050.

Fyrri hádegistónleikar SÍ á föstudag

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna opna hádegistónleika í Flóa í vetur. Þeir fyrri verða nú á föstudag kl. 12:10 en þá verður leikin tónlist eftir Shostakovitsj undir stjórn Pascal Rophé. Nánar um hádegistónleikana hér. 

Stórsveit Reykjavíkur og Bob Mintzer

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu plötutónleika í kvöld kl. 21:00 en þeir fara fram í klúbbstemningu í Björtuloftum. Nánar um Stórsveitina og Bob Mintzer hér.

Nelson Goerner er næsti heimspíanisti í Hörpu

Nelson er þekktur Chopin túlkandi en Chopin verður meðal annars á dagskrá tónleikanna í Norðurljósum þann 2. nóvember kl. 20:00. Miðasala hafin á Nelson Goerner hér. 

Hnotubrjóturinn í sölu á hádegi í dag

Á aðventunni mun St. Petersburg Festival Ballet sýna Hnotubrjótinn, við tónlist Tchaikovskys sem leikin er af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sýningardagarnir verða frá 21. - 23. nóvember í Eldborg. Kaupa miða á Hnotubrjótinn.

LPO fagnar afmæli sínu

London Philharmonic Orchestra fagnaði 82 ára afmæli sínu í gær en hljómsveitin kom fyrst fram 7. október 1932. Hér má lesa um sögu LPO og hér má fylgjast með spjalli hljóðfæraleikaranna.

Jólatónleikar Siggu Beinteins komnir í sölu

Hinir árlegu jólatónleikar Siggu verða í Eldborg þann 6. desember. Sérstakir gestir Siggu í ár verða Diddú, Garðar Thor Cortes og Guðrún Gunnarsdóttir. Nánar um jólatónleikana hér. 

Annasamt hjá Sinfóníuhljómsveitinni

Í kvöld, 2. október verða aðrir tónleikar SÍ þar sem Kissin og Ashkenazy flytja Brahms og Rakhmanínov. Á laugardag munu Guðni Franzson og Egill Ólafsson ferðast með fjölskyldur inn í heim íslenskra trölla í ævintýri Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsaga úr fjöllunum. Á sunnudag 5. október mun svo Petri Sakari stjórna Ungsveit SÍ.

Múlinn á miðvikudagskvöldum

Múlinn-Jazzklúbbur stendur fyrir tónleikum í Björtuloftum á miðvikudagskvöldum í vetur. Á Heimstónlistarkvöldi, þann 1. október leikur Tríó Ife Tolentino og Óskars Guðjónssonar. Nánar um tónleikana hér.

Ungur íslenskur einleikari kemur fram í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands, fimmtudag 25. sept.

Eva Þórarinsdóttir hefur lært við Menuhin-skólann og hlaut 3. verðlaun og áheyrendaverðlaun í Carl Nielsen fiðlukeppninni árið 2012. Nánar um tónleikana.

Miðasala hefst á London Philharmonic Orchestra þriðjudaginn, 23. september kl. 12:00.

Þau stórtíðindi verða í íslensku tónlistarlífi að London Philharmonic Orchestra mun koma fram á tónleikum í Hörpu 18. og 19. desember næstkomandi. Meira um LPO.

Styrktartónleikar Krafts á morgun 17. sept. í Norðurljósum.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Nánar um málefni tónleikanna. 

Opnar æfingar í Hörpuhorni

alla virka daga um kl. 13:00 frá 12. september til 10. október mun Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld, æfa fyrir Myrka músíkdaga 2015. Nánar um opnar æfingar. 

Alþjóðleg ráðstefna um plast í hafi

haldin í Silfurbergi, Hörpu þann 24. september 2014 næstkomandi. Nánar hér.

Nú styttist í Haustráðstefnu Advania

sem verður haldin í tuttugasta sinn föstudaginn 12. september í Hörpu. Fjöldi vandaðra fyrirlestra og glæsileg dagskrá liggur nú fyrir. Ítarleg dagskrá og skráning. 

Meet in Reykjavík leitar að sendiherrum!

Hátíð í Hörpu 25. september nk. kl. 15:00-17:30. Meet in Reykjavík leitar að Íslendingum með sterkt alþjóðlegt tengslanet og getu til að kynna Reykjavík sem áfangastað fyrir ráðstefnur, hvataferðir og viðburði. Allt um hátíðina hér. 

Sviðsstjórinn yrkir

Okkar ástsæli sviðsstjóri Eyþór Árnason gerði sér lítið fyrir og samdi ljóð í tilefni af flutningi listaverks Ólafar Pálsdóttur Tónlistarmaðurinn frá torgi Háskólabíós yfir á Hörputorg. Dásemdina hans Eyþórs má lesa í heild sinni hérna.

HÚN ELSKAÐI MIG ALDREI

Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari og Jóhanna Héðinsdóttir mezzósópran, mætast á fyrstu hádegistónleikum vetrarins hjá Íslensku óperunni sem verða haldnir þriðjudaginn, 9. september kl. 12:15. Aðgangur ókeypis. Um efnisskrá hér.

Smurstöðin opnaði í dag

Í dag opnaði nýr og glæsilegur staður á jarðhæð Hörpu. Hér má sjá myndir frá opnuninni.

Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar að hefjast

SÍ hefur starfsár sitt með Upphafstónleikum með Litton. Einsöngvari er suður-afríska sópransöngkonan Golda Schultz. Örfá sæti laus. Kaupa miða hér. 

101 Klassísk tónlist

Mánudagskvöldið 1. september kl. 20 stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar, „101 Klassísk tónlist“

Pong enn spilað á glerhjúpi Hörpu

Nú fer hver að verða síðastur til að prófa að spila tölvuleikinn Pong á glerhjúpi Hörpu. Hægt verður að spila Pong á Hörpu fram á sunnudagskvöld, 31. ágúst. Nánar um Pong á Hörpu. 

Saman gegn matarsóun

Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi bjóða til fjölskylduhátíðar í Hörpu þann 6. september frá 13-18. Yfirskrift hátíðarinnar er Saman gegn matarsóun. Fyrirlestrar, tónlist og leiklestur. Kolabraut býður uppá súpu.

Hér má finna frétt um viðburðinn.

Tónleikum hljómsveitarinnar The Aristocrats sem fara áttu fram 3.sept hefur verið aflýst.

Miðaeigendur eru beðnir um að hafa samband við miðasölu í sima 5285050 eða senda póst á midasala@harpa.is til að fá endurgreitt.

Tilkynning: Skoðunarferðir

Miðvikudaginn, 27. ágúst og fimmtudaginn, 28. ágúst fer leiðsögn um húsið kl. 11:00. Aðrar ferðir falla niður þessa daga. Föstudaginn, 29. ágúst fer leiðsögn kl. 9:00 og 11:00 en aðrar falla niður. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Nýr veitingastaður í Hörpu

Rekstri Munnhörpunnar lauk um helgina. Nýr staður opnar 3. september undir nafninu Smurstöðin. Meira um Smurstöðina.

Menningarnótt í Hörpu 2014

Framundan er mikil hátíð í Hörpu. Menningarnótt verður sett af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni í Munnhörpunni kl. 13:00 á laugardag og uppfrá því er stanslaus gleði og eitthvað við allra hæfi í Hörpu. Hér má sjá ítarlega dagskrá.

Toronto Symphony Orchestra

Margrét Júlíana fjallar hér um Toronto Symphony Orchestra í Tónlistarklúbbnum á RÚV. Hljómsveitin kemur til landsins á Menningarnótt og munu einleikarar hljómsveitarinnar leika í Norðurljósum um kvöldið. Toronto Symphony Orchestra flytur rússneska rómantík í Eldborg á sunnudaginn, 24. ágúst kl. 19:30. Kaupa miða hér

Upphitun SÍ fyrir Proms í kvöld - Allir miðar búnir

Sinfóníuhljómsveitin hitar upp fyrir Proms í Eldborg í kvöld. Miðar á tónleikana eru allir búnir en áhugamenn geta glaðst yfir því að miðasala á alla tónleika hljómsveitarinnar hefst á morgun, 19. ágúst kl. 12. 

Don Carlo í fyrsta sinn á Íslandi

Á komandi haustmisseri verður ráðist í metnaðarfullt verkefni hjá Íslensku óperunni –  sviðssetningu á einni af umfangsmestu óperum Verdis, Don Carlo, sem aldrei hefur verið sviðssett á Íslandi áður. Miðasala hefst 18. ágúst. Meira um haustmisseri Íslensku óperunnar 2014.

Anders Fogh Rasmussen með Sigmundi Davíð í Hörpu

Nöppuðum þessari ágætu mynd frá Facebook síðu Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdarstjóra NATO, en hann heimsótti Hörpu með forsætisráðherranum  Sigmundi Davíð í vikunni. Ekki amalegt útsýnið úr Björtuloftum.

Nýtt starfsár að hefjast hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í tilefni af ferð hljómsveitarinnar á Proms verða haldnir opnir tónleikar í Eldborg mánudaginn 18. ágúst. Þar býðst gestum að hlýða á sömu efnisskrá og hljómsveitin flytur í Royal Albert Hall í London. Einleikari á tónleikunum er bandaríski píanóleikarinn Jonathan Biss. Þann 19. ágúst hefst miðasala á staka tónleika hljómsveitarinnar. Nánar um opna tónleika SÍ 

Jazzhátíð Reykjavíkur í 25 ár!

Reykjavíkurjazzinn rís jafnan hæst með hinni árlegu Jazzhátíð Reykjavíkur sem fyrst var haldin 1990. Setning hátíðarinnar er 14. ágúst kl. 19:00 í Hörpuhorni. Kynnið ykkur fjölbreytta dagskráKaupa hátíðarpassa hér.

Perlur íslenskra sönglaga

Tónleikaröðin Perlur íslenskra sönglaga verður á dagskrá í sumar. Gestir sem vilja fara í Skoðunarferð um húsið og á tónleika í kjölfarið fá 20% afslátt af tónleikunum í miðasölu. 

Aukatónleikar á Stuðmenn Tívolí

Fyrirhugaðir aukatónleikar á Stuðmenn Tívolí verða haldnir í Eldborg 6. september kl 22:30. Tímalausir tímamótatónleikar byggðir á hinni goðsagnakenndu hljómplötu Tívolí. Miðar á Stuðmenn Tívolí. 

Hreindýrin komin í Hörpu

Í Flóa á jarðhæð hefur nú verið sett upp hreindýrasýning sem blandar menningu, náttúru og tækninýjungum. Gagnvirk og fræðandi sýning fyrir alla. Miða má nálgast hér.

UB40 í Eldborg 19. september

Ein vinsælasta reggae-sveit sögunnar sem hefur selt yfir 70 milljónir platna. Hver kannast ekki við Red Red Wine, I Got You Babe, og Can't Help Falling in Love? Nánar hér.

Maxine Hagan kennir Hatha jóga í Hörpu í sumar

Tímarnir eru opnir fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Kennt verður á þriðjudagsmorgnum kl. 08:00. Mætið í þægilegum fatnaði og grípið með vatnsflösku og jógadýnu. Fræðast meira hér. Sjáumst! 

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences í Hörpu í haust

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október næstkomandi á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vonir standa til að hún veiti erlendum gestum innsýn í íslenskt lista- og menningarlíf.

Wynton Marsalis í Eldborg í kvöld

Hér má sjá viðtal við jazz­goðsögn­ina Wynt­on Marsal­is sem kemur fram ásamt sveit sinni í kvöld, 4. júlí á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Tónleikar Bryn Terfel færast til 2015

Vegna ófyrirsjáanlegra kringumstæðna færast einsöngstónleikar Bryn Terfel sem tilkynntir höfðu verið 10. júlí næstkomandi, til Listahátíðar 2015. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Listahátíð.

Hörpu kokkar elda samnorrænan kvöldverð á kokkaráðstefnu

Samband norskra kokka stendur fyrir ráðstefnu í Stavanger. Þar elda 1000 kokkar einn rétt frá hverju norrænu landi. Hér má lesa um WACS 2014. 

Hjálmar í Eldborg í haust

Hljómsveitin Hjálmar fagnar 10 ára afmæli með veglegum tónleikum í Eldborg, föstudaginn 26. september. Hljómsveitin mun flytja allt sitt besta efni ásamt brassteymi sem Samúel Jón Samúelsson leiðir. Miðar seldir hér.

Bryan Adams í Eldborgarsal Hörpu 9. ágúst

Bryan Adams flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur verið á tónleikaferðalagi með gítarinn síðustu ár ásamt píanóleikara. Tónleikarnir eru hluti af svokölluðum Bare Bones-túr sem býður upp á mikla nálægð við áhorfendur. Nánar um tónleikana hér

Viktoría krónprinsessa í Hörpu

Viktoría krónprinsessa og eiginmaður hennar Daníel prins heimsóttu Hörpu í dag ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og konu hans Dorrit Moussaieff. Halldór Guðmundsson og Karítas Kjartansdóttir tóku á móti þeim rétt fyrir hádegi í dag. Nánar um heimsóknina hér.

Endurnýjun áskrifta fyrir næsta starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Endurnýjun áskrifta hófst 18. júní. Áskrifendur mega eiga von á bæklingi næsta starfsárs heim á næstu dögum. Sala nýrra áskrifta og Regnbogakorta hefst svo 25. júní. Almenn lausamiðasala hefst 19. ágúst. Endurnýja áskrift hér. Skoða bækling hér.

Syngdu þjóðsönginn í Eldborg á 17. júní með Karlakórnum Heimi og Garðari Cortes

Það verður líf og fjör í Hörpu á 17. júní. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fjöldasöngur, kórar, lúðraþytur, Bjartmar Guðlaugsson, sirkusatriði, danskennsla og danssýningar, tónlistarsnillingar, siglingar, Maxímús Músíkús og fleira. Dagskrá hér

Mahler Chamber Orchestra til landsins í dag 13. júní

Hljómsveitin leikur á Reykjavík Midsummer Music í Hörpu næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00. Heyrst hefur að hljómsveitin muni ásamt stjörnufiðluleikaranum Pekka Kuusisto koma fram á stöðum á borð við Kex Hostel, Slippbarinn og Kaffibarinn seint í kvöld.

Listaverkaganga fyrir enskumælandi í Viðey

Heiðar Kári Randversson, dagskrárstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiðir á morgun göngu með leiðsögn á ensku um útilistaverkin í Viðey. Leiðsögnin hefst klukkan 12:30. Viðeyjarferjan siglir frá Hörpu klukkan 12:00. Nánar.

Grammy-verðlaunahljómsveitin - Mahler Chamber Orchestra

Komandi sunnudag, 15. júní kl. 20:00 verður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi þegar Mahler Chamber Orchestra leikur í Eldborg. Áheyrendur fá þar að njóta þess nýjasta, besta og ferskasta sem klassíski tónlistarheimurinn býður upp á í dag.

Víkingur æfir í skúrnum á Hörputorgi

„Skúrinn endurspeglar líf tónlistarmannsins, sem vinnur vikum saman við spartverskar aðstæður, æfir jafnvel á píanógarma hér og þar." Víkingur Heiðar verður að æfa í skúrnum eftir hádegi næstu daga fyrir hátíðina Reykjavík Midsummer Music. Hér má sjá myndir af skúrnum. 

Podium Festival

Kammertónlist verður flutt í niðamyrkri í neðri kjallara Hörpu á morgun 6. júní kl. 19:30. Tónleikagestum og flytjendum gefst hér tækifæri á því að rannsaka eigin skilningarvit.

The Reykjavik Skyline Dinner with Phantoms of the Opera

Kristján Jóhannsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson slá upp tónlistar- og matarveislu í Björtuloftum, veislusölum Hörpu, í sumar. Meira hér.

Bat out of hell slær í gegn í Eldborg

Aukasýning verður í Eldborg 27. júní 2014 kl. 20:00, vegna mikilla eftirspurna. Miðasala hefst 5. júní kl. 12:00 á hádegi. Nánar hér.

LITKA opnar samsýningu frístundamálara í dag 2. júní

Félag frístundamálara sem nú heitir LITKA opnar sýningu í Norðurbryggju á fyrstu hæð Hörpu kl 17:30 í dag. Nánar má lesa um sýninguna hér

Sjómannadagsballið í Hörpu sló í gegn

Efnt var til Sjómannadagsballs í Hörpu að kvöldi Sjómannadags. Dansáhugafólk fjölmennti á dansskónum og var mikil ánægja meðal viðstaddra með nýuppgötvað dansgólf í Hörpu.

Hátíð hafsins fagnað í Hörpu

Viðburðaríkt verður í Hörpu á Sjómannadaginn. Maxímús Músíkús, Skoppa og Skrítla, skrúðganga, söngur, harmonikuleikur og Sjómannadagsball í Flóa. Nánar má lesa um dagskrá helgarinnar hér

Viðamesta máltækniráðstefna heims stendur yfir í Hörpu

Viðamesta máltækniráðstefna heims, LREC - Language Resources and Evaluation Conference, verður haldin í Hörpu dagana 26. til 31. maí. Menn binda vonir við að íslensk fyrirtæki fái þar innblástur og hugmyndir hvað varðar íslensku í stafrænni upplýsingatækni. Nánar.

Bryn Terfel hættir í miðjum tónleikum vegna skyndilegra veikinda í raddböndum.

Velski bass-barítóninn Bryn Terfel missti röddina á einsöngstónleikum sínum í Eldborg á Listahátíð. Hann tók þá ákvörðun að ljúka ekki tónleikunum og tilkynnti tónleikagestum að hann myndi koma aftur við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar hér

Tom Odell hlaut Ivor Novello-verðlaunin sem lagahöfundur ársins

Tom skaust uppá stjörnuhimininn í fyrra þegar hann gaf út plötuna Long Way Down en kappinn heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 26. júní. Örfáir miðar eftir. Kaupa hér.

Oyama og Jordan Dykstra föstudaginn 23. maí kl 17.30 - Aðgangur ókeypis

Teflt verður saman ólíkum straumum á Undiröldunni. Oyama er ung reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarsins. Bandaríski tónlistarmaðurinn Jordan Dykstra hefur hinsvegar leikinn kl 17.30. Nánar hér

Opnunartónleikar Listahátíðar í Reykjavík á morgun

Fjölbreyttir tónleikar Listahátíðar í Reykjavík verða fyrirferðamiklir í Hörpu dagana 22. - 25. maí. Á opnunartónleikum hátíðarinnar hljómar verk Arnolds Schönberg, Pierrot lunaire, í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur og Hönnu Dóru Sturludóttur. Nánar um Opnunartónleika og Listahátíð í Reykjavík í Hörpu.

Mikilfenglegasta sinfónía Mahlers kynnt

Árni Heimir leiðir hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20:00. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík.

Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld, 19.5.2014

Á þessum tónleikum verður frumflutt tónlist eftir þrjá af meðlimum sveitarinnar, þá Kjartan Valdemarsson, Snorra Sigurðarson og Hauk Gröndal. Það tíðkast innan djassgeirans að hljóðfæraleikarar fáist jafnframt við tónsmíðar en það er óvenjulegra að hljóðfæraleikarar skrifi fyrir svona stóran hóp, en í stórsveitinni eru átján manns.

Íslenskt ál í nýjum Benz í Hörpu

Nýjasta gerðin af C-Class frá Mercedes-Benz verður forsýnd í Hörpu þriðjudaginn 20. maí. Álnotkun í C- Class Benz hefur fimmfaldast úr 10% í 50% og hefur þá létt bílinn um 100 kíló og brennsla hans minnkað. Íslenskt ál er notað í bílana. Forsýningin á bílnum er í tengslum við ársfund Samáls í Hörpu sama dag.

Óperudagurinn á laugardag - aðgangur ókeypis

Evrópski óperudagurinn er haldinn hátíðlegur í óperuhúsum um alla Evrópu þann 10. maí næstkomandi og opna þá óperuhús dyr sínar fyrir gestum og gangandi, í ár undir yfirskriftinni „Ferð í óperuheiminn“.  Í tilefni dagsins að þessu sinni býður Íslenska óperan gestum sínum að hlýða á söng Hallveigar Rúnarsdóttur, sópransöngkonu, og Ágústs Ólafssonar, baritónsöngvara. Flytja þau valdar óperuaríur og dúetta ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara í Hörpuhorninu svonefnda í  Hörpu kl. 16 þann dag. Einnig verða til sýnis nokkrir búningar, leikmunir og leikskrár úr sýningum Íslensku óperunnar í Hörpu, og boðið upp á kaffi og konfekt að flutningnum loknum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Doug Stephens með fyrirlestur á connectXion 2014

Næsta mánudag hefst ráðstefnan connectXion 2014 í Hörpu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands setur ráðstefnuna, en á hana hafa vel á fimmta hundrað manns boðað koma sína, þar af um þrjú hundruð erlendir gestir frá 50 löndum. Á þriðja tug íslenskra og erlendra fyrirlesara frá fjölda landa halda erindi á ráðstefnunni, en aðalfyrirlesari verður hinn þekkti ráðgjafi, rithöfundur og fjölmiðlamaður Doug Stephens frá Kanada.

Miðasala á tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar, Reykjavík Midsummer Music er hafin!

Meðal listamanna sem fram koma er Grammy-verðlaunahljómsveitin Mahler Chamber Orchestra með finnska fiðlusnillinginn Pekka Kuusisto í fararbroddi, auk þess sem erlendir og innlendir einleikarar í hæsta gæðaflokki sameina krafta sína. Meira HÉR

Ný og framandi upplifun í seiðandi tónlistardansverki.

Á vit er framandi ferðalag skilningarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma. Að verkinu standa GusGus og Reykjavík Dance Production. Verkið var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2012 og hefur verkið verið sýnt á Lollandi í Danmörku, Norilsk og Moskvu í Rússlandi við góðar undirtektir.  Nú gefst íslenskum áhorfendum einstakt tækifæri að að sjá verkið á ný. Miðar eru fáanlegir HÉR og brot úr sýningunni má sjá HÉR. 

Eve Fanfest 2014 hefst 1.maí

EVE Fanfest hátíðin  og ráðstefna CCP fer í Hörpu dagana 1.-3. maí.  Alls er búist við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina að þessu sinni og búist er við að um 3.000 manns sæki hátíðina um helgina.Rúmlega 80 erlendir blaðamenn koma á hátíðina í ár frá ýmsum heimshornum, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópu og Kína.

Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2013: Stóraukin nýting hússins og batamerki á rekstrinum þótt enn sé nokkuð í land

Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2013 var haldinn klukkan fjögur þriðjudaginn 29.apríl. Fréttatilkynningu má lesa HÉR. 

Barnamenningarhátíð í Hörpu

Barnamenningarhátíð var sett í Hörpu í dag en hún er haldin í fjórða sinn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Skoðið dagskrá Barnamenningarhátíðar í Hörpu hér.

Meatloaf - aukatónleikar

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við öðrum tónleikum á Meatloaf - Bat out of Hell 17.maí kl. 23:00 í Eldborg  Uppselt er á tónleikana kl. 20:00.

JÓHANN FRIÐGEIR Á HÁDEGISTÓNLEIKUM Í DAG KL. 12.15

Það er enginn annar en stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag, en hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem því miður forfallast vegna veikinda. Jóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu í dag, mánudag 28. apríl, kl. 12.15. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri, og er jafnan fullt út úr dyrum á þá.

Elvis í Eldborg

Næstu kvöld mun Elvis Presley standa ljóslifandi á Eldborgarsviði Hörpu.  Um er að ræða sýningu frá Graceland þar sem nútímatækni er notuð við að varpa Elvis á sérstakt tjald og stór hópur hljóðfæraleikara spilar undir rödd Elvis.  Er hljómsveitin eins skipuð og hún var í Las Vegas þar sem Elvis lék um árabil.  Nokkrir miðar eru lausir á aukasýninguna 23. apríl kl. 21

Hjaltalín með stórtónleika í Eldborg - UPPSELT

Hljómsveitin Hjaltalín blæs til veislu og heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 16. apríl, sem er dagurinn fyrir skírdag. Með þessum tónleikum verður Hjaltalín fyrsta hljómsveitin af yngri kynslóðinni til að halda sína eigin tónleika í Eldborg. 

Tectonics hátíðin hefst á fimmtudaginn

Þriggja daga hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands með nýrri tónlist undir listrænni stjórn Ilans Volkov. Sérstök áhersla á hátíðinni í ár verður lögð á íslenska tónlist í forgrunni þar sem samstarf tónlistarmanna úr ýmsum geirum kristallast. Á hátíðinni hljóma meðal annars verk eftir, Valgeir Sigurðsson, Skúla Sverrisson, Maríu Huld Markan , Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Aðalgestur hátíarinnar er bandarríska tónskáldið Alvin Lucier.

Spirit of Humanity Forum 10-12 apríl

Spirit of Humanity Forum er ráðstefna sem á sér stað í Hörpu 10-12 apríl í Hörpu en hún fjallar um að reyna að breyta ákveðnum gildum hvarvetna í heiminum og hjálpa leiðtogum heimsins að uppgötva nýjar leiðir til að færa okkur til framtíðar.

Hestadagar í Rvk settir í Hörpu

Í kvöld voru Hestadagar í Reykjavík 2014 settir með viðhöfn í Norðurljósasal Hörpu. Ungir hestamenn stóðu heiðursvörð sem gladdi gesti og gangandi. Hátíðin hófst með skemmtidagskrá sem bar yfirskriftina "Hestaat í Hörpu- er hundur í hestunum en þar leiddu saman
hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum.

Harpa er blá til styrktar einhverfum börnum

Á alþjóðadeginum verða ýmsir viðburðir, bæði á Íslandi og víðar um heim. Deginum er ætlað að vekja athygli og efla skilning á málefnum einhverfu og þeim vandamálum sem einhverfir einstaklingar og aðstandendur þeirra glíma við. Harpa mun skarta bláum ljósum þar til 6.apríl.

Sinfó býður upp á ókeypis hádegistónleika!

Sinfóníuhjómsveit allra landsmanna býður gestum og gangandi á opna hádegistónleika í Flóa í Hörpu.Hljómsveitin byrjar á þjóðlegu nótunum og spilar sprellfjöruga rímnadansa, m.a. síunga smellinn um Hana, krumma, hund og svín, sem er ómótstæðilegt danslag þrátt fyrir sérkennilega ójafnan taktinn. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í rúman hálftíma. Aðalhljómsveitarstjóri SÍ, Ilan Volkov, heldur um tónsprotann. Komið og nærist á fallegri og fjörlegri tónlist í hádeginu - þið finnið Flóa auðveldlega, rennið bara á hljóðið!

Stórkostleg tískuhátíð

Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardaginn en þar sýndu fjölmargir íslenskir hönnuðir tískulínur sínar fyrir haust/vetur 2014. Hér má sjá myndir frá sýningunum.