Viðburðir í Hörpu

 

Kíktu bakvið tjöldin

Skoðunarferðir alla daga.

Vertu vinur Hörpu

Instagram Vildarklúbbur

Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga

Í fyrramálið, 22. maí,  kl 08:30 verður opinn fundur um framtíðaráhrif loftslagsbreytinga haldinn í Silfurbergi. Landsvirkjun stendur fyrir fundinum sem er ókeypis en skráning á fundinn fer fram hér

Peter Grimes æfingar

Æfingar fyrir Peter Grimes hafa staðið yfir undanfarna daga í Eldborg. Óperan verður frumsýnd á föstudag. Lesið meira hér.

Skoðunarferðir í Hörpu

Harpa verður með skoðunarferðir um húsið á hverjum degi í allt sumar. Það eru fjórar skipulagðar ferðir á dag, klukkan: 09:30, 11:00, 13:30 og 15:30.

Kringlurútan fer frá Hörpu

Í sumar fer ókeypis rúta frá Hörpu í Kringluna á klukkutíma fresti, alla daga. Rútan fer síðan frá Kringlunni í Hörpu á hálftíma fresti. 

Norðurljósabræðingur í Hörpu

Borealis Band verður með tónleika í Norðurljósum föstudagskvöldið 8. maí. kl 21:00. Hljómsveitin er samvinnuverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands. Frekar upplýsingar hér. 

Chaplin og Sinfó

Glæsileg tónlist í meðförum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljómar undir kvikmyndasýningu vinsælustu myndar Charlie Chaplin, Modern Times, á tvennum tónleikum 8. og 9. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin leikur undir heila kvikmynd í Eldborg og því um einstakan viðburð að ræða.

Harpa skiptir um miðasölukerfi

Harpa skipti um miðasölukerfi 1. maí síðastliðinn. Gestum Hörpu er nú framvegis bent á að kaupa miða á harpa.is og tix.is. Nánar hér

Alþjóðlegi Jazz dagurinn í hörpu

Alþjóðlegi Jazz dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hörpu fimmtudaginn 30. apríl. Boðið verður upp á fjölmarga viðburði þar sem aðgangur er ókeypis. Dagskrá má sja hér.

Eyþór Árnason gefur út bók

Eyþór Árnason er ekki einungis einn reynslumesti sviðstjóri landsins heldur afbragðs skáld. Norður er ný ljóðabók eftir sviðstjórann okkar og fæst hún í Eymundsson.

Hádegistónleikar með Dísellu

Dísella Lárusdóttir mun flytja valdar aríur og sönglög sem eru henni kær á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í hádeginu 28. apríl. Aðgangur ókeypis. Nánar hér.

Drullumall í Kaldalóni

Tónleikar þar sem unglingar eru hvattir að kynna sér ólíkar tegundir tónlistar og munu hljómsveitir eins og Úlfur Úlfur og Reykjavíkudætur stíga á stokk. Nánar hér. 

Brunaliðið í Eldborg

Brunaliðið kemur saman aftur á laugardaginn í Eldborg eftir 35 ára hlé. Tvær sýningar verða á laugardaginn, uppselt er á fyrri en nokkrir miðar til á seinni. Miðasalan er hér

Tectonics Reykjavík

Fjórða Tectonics-tónlistarhátíðin fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. apríl. Í ár  verður boðið upp fjölbreytta  og spennandi dagskrá tilraunakenndrar tónlistar. Má þar nefna bandarísku tónlistarmennina Robyn Schulkowsky, Alvin Curran, Stephen O'Malley, áströlsku tónlistarmennina Jon Rose, Joel Stern og bresku tilraunadúóin Part Wild Horses Mane On Both Sides og Usurper. Nánar um hátíðina hér

Lúxushótel rís við Hörpu

Í dag var tilkynnt að náðst hafa samningar um kaup bandaríska fasteignafélagsins Carpenter & Company á byggingarétti fyrir hótel á Austurbakka 2 við hlið Hörpu. Carpenter mun reisa 250 herbergja, fimm stjörnu hótel á lóðinni sem verður opnað vorið 2018. Fréttartilkynningu má lesa hér

Harpa fer á árshátið

Við bendum á breyttan opnunartíma miðasölu Hörpu sunnudag 12. apríl og mánudag 13. apríl vegna árshátíðar starfsmanna Hörpu. Miða er alltaf hægt að kaupa á www.harpa.is. Opnunartími hússins helst óbreyttur. Við þökkum veittan skilning.

Ritlistarbúðir á Íslandi

Ritlistabúðirnar Iceland Writers Retreat efndu til smásagnakeppni um mynd úr tónlistarhúsinu Hörpu. Harpa birtir valdar sögur á heimasíðunni sinni en hér má lesa fyrstu smásöguna og nánar um keppnina.

Tónleikarnir Meiri Mozart falla niður 9. apríl

Vegna verkfalls félagsmanna í BHM munu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Meiri Mozart, falla niður. Nánari upplýsingar fyrir miðahafa hér.

Fundur um mótun ferðaþjónustu í Reykjavík

Opinn fundur verður á morgun fyrir alla ferðaþjónustuaðila í Reykjavík þar sem farið verður yfir vinnu við endurskoðun á aðgerðaráætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Höfuðborgarstofa stendur fyrir fundinum og er nauðsynlegt að skrá sig hér.

Jesus Christ Superstar á morgun

Annaðkvöld flytur margt  af öflugasta tónlistarfólki landsins vinsælustu rokkóperu allra tíma þegar tónleikaútgáfa Jesus Christ Superstar verður færð upp í heild á sviði Eldborgar í Hörpu. Miðasala hér

Skoðunarferðir um páskana

Skoðunarferðir verða með hefðbundnu sniði um páskana nema á Föstudaginn langa og páskadag en þá eru engar ferðir. Á helgidögum er boðið upp á tvær ferðir daglega. Sjá nánari tímasetningar hér.

Björk með tónleika í Hörpu

Björk mun í samstarfi við Iceland Airwaves halda tvenna tónleika í Hörpu samhliða tónlistarhátíðinni í nóvember 2015. Hún er að fylgja eftir nýrri plötu sinni Vulnicura og er á tónleikarferðalagi í dag. Miðasala hefst í dag kl 12 hér.

Bein útsending í kvöld frá Sinfó

Í kvöld verður í fyrsta skipti bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í samstarfi við sjónvarp Símans. Útsendinginn verður í opinni dagskrá en tónleikar hefjast klukkan 19:30 á rásum 50 (SD) og 250 (HD). 

Aukatónleikar á Of Monsters and Men

Uppselt er á fyrstu tónleika Of Monsters and Men í Hörpu og er búið að bæta við auka tónleikum fimmtudaginn 20. ágúst.  Miðasalan er hafin hér.

Músiktilraunir hafnar í Hörpu

Sunnudaginn 22. mars var fyrsta undanúrslitakvöldið í Músiktilraunum 2015. Í ár munu 39 hljómsveitir keppast um titilinn en keppnin fer fram í Norðurljósum næstu þrjú kvöld. Nánari upplýsingar má finna hér. 

Björk á Airwaves 2015

Björk mun flytja lög af plötu sinni, Vulnicura og önnur þekkt lög. Almenn miðasala hefst föstudaginn 27. mars kl 12:00. Miðaeigendur Iceland Airwaves eiga kost á að kaupa sér miða í sérstakri forsölu 26. mars kl 12:00. Nánar um tónleika Bjarkar hér.

FANFEST 2015 í Hörpu

Í dag bjóðum við spilara og aðra áhugamenn EVE Online velkomin í hús á hið árlega FANFEST 2015. Húsið verður undirlagt tölvum og geimskipum fram á laugardag. Upplýsingar hér.

Skoðunarferðir falla niður 19.- 21. mars!

Dagana 19.- 21. mars stendur yfir ráðstefnan Eve Online Fanfest í Hörpu. Skoðunarferðir falla því niður þessa daga. Næstu ferðir verða á sunnudag kl. 11:00 og 15:30. 

Uppskeruhátíð samstarfsverkefnis Sinfóníunnar og SÁB

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í morgun tónleika með Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Hljómsveitirnar hafa átt í sérstöku samstarfi sem náði hámarki í dag þegar allar sveitirnar þrjár innan SÁB komu fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Nánar hér

Opnunartími Hörpu um páska 2015

Í dag skín sól og stormurinn er yfirstaðinn. Rúmar tvær vikur eru í páska en hér má sjá opnunartíma Hörpu um páskana. Í dag bjóða Denison Chamber Singers og Hljómeyki upp á ókeypis tónleika í Kaldalóni kl. 20:00. Múlinn verður á sínum stað annað kvöld kl. 21:00 og Eve Online hefst á fimmtudag.  

Design Talks 2015 í Hörpu

Fyrirlestradagur HönnunarMars hófst í morgun. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi undir yfirskriftinni Play Away. Þetta er einstakur viðburður sem enginn áhugamaður um arkitektúr eða hönnun ætti að láta framhjá sér fara.

Reykjavíkurskákmótið hófst í dag

Leikið verður til 18. mars í opnu rými Hörpu á fyrstu hæð. Fjölmargir keppendur eru mættir til leiks frá mörgum löndum. Á mynd má sjá Friðrik Ólafsson og Kirsan Ilyumzhinov forseta FIDE. Dagskrá má lesa hér.

Heimspíanisti í Norðurljósum í kvöld

Einn virtasti Beethoven túlkandi samtímans og Grammy-verðlaunahafi, Richard Goode, leikur Beethoven í Norðurljósum kl. 20:00 í kvöld. Miðar fáanlegir hér

Skákmaraþon UNICEF hófst í morgun

Skákmaraþon til styrktar neyðarsöfnun UNICEF hófst í morgun. Forsætisráðherra átti fyrsta leik en mótið verður í allan dag í opna rými Hörpu. Allir velkomnir.

Miðasala á The King´s Singers hefst á morgun!

Hinn heimsfrægi breski sönghópur og Grammy verðlaunahafar The King´s Singers kemur fram í  Eldborgarsal Hörpu þann 16. september næstkomandi. Miðasala hefst föstudag kl. 12:00. Nánar hér

Áframhaldandi samstarf Hörpu og CenterHotels

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík og CenterHotels endurnýjuðu samstarfssamning sinn í dag fyrir viðburðaárið 2015. Sjá fréttatilkynningu hér

Harpa og Lexus gera samstarfssamning

Harpa og Lexus á Íslandi undirrituðu eins árs samstarfssamning í gær þess efnis að Lexus styðji við þrjá fyrirhugaða tónlistarviðburði á starfsárinu. Markmiðið með samningnum er að styðja við menningar- og tónlistarstarf í Hörpu og þá alþjóðlegu listviðburði sem Harpa mun færa til landsins. Sjá fréttatilkynningu hér.

Food and Fun 2015 hófst í dag!

Veitingastaðir Hörpu, Kolabrautin og Smurstöðin taka Food and Fun hátíðina mjög hátíðlega og kynna gestakokkana sína með stolti. Hér má skoða matseðil Smurstöðvarinnar og Kolabrautarinnar á hátíðinni. Eftir góða máltíð er tilvalið að skella sér á tónleika Eivarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

ANNES á tónleikum Múlans á morgun

Efnisskráin er frumsamin af meðlimum sveitarinnar og blandast þar saman leikandi laglínur, rótsterkir ryþmar og rymjandi rómantík í kosmískt flæði þar sem rafmagn og akústík fallast í faðma. Kaupa miða á Múlann.

Aukatónleikar með Eivøru 26. feb.

Eivør, hljómsveit hennar og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína í Norðurljósasal Hörpu. Fyrstu tveir tónleikarnir seldust upp. Kaupa miða á Eivøru. Við minnum einnig á Hádegistónleika Sinfóníunnar á morgun í Flóa kl. 12:10.

Hátt í 50 þúsund heimsóttu Hörpu

Síðastliðna viku heimsóttu Hörpu hátt í 50 þúsund manns. Það hefur varla farið framhjá neinum að Sónar hátíðin fór fram í Reykjavík um helgina. Sinfóníuhljómsveitin stóð einnig fyrir reglubundnum fjölskyldutónleikum, barnastund og skólatónleikum en fjölmargir mættu og dönsuðu í Silfurbergi gegn kynbundu ofbeldi. 

Milljarður rís í dag!

Landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu í dag í Hörpu klukkan 12:00. Milljarður kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi. Skráðu þig hér.

Harpa í höndum tónlistarmanna og borgarbúa

Borgarbúum býðst að nýju að spila hinn fornfræga tölvuleik PONG á Hörpu á meðan á Sónar hátíðinni stendur 12.-14. febrúar. Milli leikja stýrir tónlistin í Silfurbergi ljósunum utan á húsinu. Sjá fréttatilkynningu hér.

Óperan Peter Grimes komin í sölu

Umfangsmikil tónleikauppfærsla á óperunni Peter Grimes eftir Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi 22. maí á Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Íslensku óperuna, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kaupa miða á Peter Grimes

Vetrarhátíð 2015

Glerhjúpur Hörpu verður lýstur upp með Vetrarhátíðarverki sem Ólafur Elíasson hannaði sérstaklega fyrir Vetrarhátíð 2014. Verkið heitir Holding hands with Reykjavik en meira um Vetrarhátíð hér

Pekka á tvennum tónleikum í Hörpu

Pekka Kuusisto leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Santtu-Matias Rouvali þann 19. febrúar en þann 17. febrúar spinna perluvinirnir Pekka og Davíð Þór saman í Norðurljósum.

Kvenlegur bragur í ár yfir einni elstu hátíð landsins

Myrkir músíkdagar 2015 hefjast í Hörpu á fimmtudag, 29. janúar til 1. febrúar en hér má lesa umfjöllun um hátíðina í ár. Kaupa hátíðapassa hér

Fjöldi stórra ráðstefna á Íslandi nífaldast

Með tilkomu Hörpu hefur árlegur fjöldi ráðstefna með yfir 1000 þátttakendum nífaldast frá árinu 1977. Erlendum ráðstefnugestum hefur jafnframt fjölgað um 39% frá árinu 2011-2013. Nánar má lesa um fjölgun ráðstefnugesta hér

Febrúar dagskrá hjá Múlanum

Vikulegir tónleikar Múlans í febrúar eru komnir í sölu. Á opnunartónleikunum verður leikin tónlist eftir Lennie Tristano en síðar í mánuðinum leikur meðal annars Tríó Kjarr, Kvartett Snorra Sigurðarsonar og ANNES. 

Málþing um heilsuspillandi áhrif streitu

Læknafélag Íslands og Fræðslustofnun lækna stendur fyrir fyrirlestrum miðvikudaginn 21. janúar kl. 20:00-21:30 í Norðurljósum Hörpu. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Dagskrá málþings hér

Sibeliusar-þríleikurinn hefst á fimmtudag

Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Sibeliusar gerir Sinfónían tónskáldinu hátt undir höfði. Veittur er 20% afsláttur í miðasölu Hörpu ef keypt er á alla þrenna tónleika: 22. janúar: Machbeth og Kullervo, 5. febrúar: Sinfóníur nr. 3 með Osmo og 12. mars: Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 

Uppskeruhátíð ungra tónskálda

Fernir Ómkvarnar tónleikar fara fram í Kaldalóni á morgun og laugardag. Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk eru frumflutt. Aðgangur ókeypis. Sjá dagskrá

Ungir einleikarar

Einleikararnir Baldvin Oddsson, Erna Vala Arnardóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Steiney Sigurðardóttir koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Torodd Wigum á morgun. Kaupa miða og hlýða á atvinnumenn framtíðar hér

Tónleikar Jorge Luis Prats eru komnir í sölu

Prats kemur hingað til lands í annað sinn og heldur einleikstónleika í Hörpu þann 7. febrúar 2015 á Heimspíanistatónleikaröð hússins. Á tónleikunum í Hörpu mun hann flytja eldheita efnisskrá spænskra og kúbverskra tónskálda. Kaupa miða á Prats hér.

Fyrsti í Vínartónleikum Sinfóníunnar

Á morgun verða fyrstu Vínartónleikar Sinfóníunnar af fjórum árið 2015. Í kvöld er tímabært að taka fram dressið, setja Johann Strauss á fóninn og valsa um stofuna eða bara skoða þetta. Kaupa miða á Vínartónleika.

Valdís Gregory sópran er tónsnillingur morgundagsins

Valdís flytur lagaflokk eftir Argento en ljóð eru meðal annars eftir Shakespeare. Hér má lesa um tónleikana sem fara fram í Kaldalóni í kvöld kl. 20:00.

Áramótakveðja Hörpu

Við þökkum gestum Hörpu fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju ári. Áramótakveðja Hörpu hér

Perlur íslenskra sönglaga. Jóla- og áramótatónleikar.

Íslenskar dægurperlur verða fluttar í Kaldalóni á morgun kl. 17:00 á tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Songs en um er að ræða sérstaka hátíðartónleika. Tónleikarnir eru sniðnir að erlendum ferðamönnun en nánar má lesa um þá hér. 

Opnunartími yfir hátíðarnar

Opið er í Hörpu um hátíðarnar og munu sýningar í Expo skálanum og skoðunarferðir ganga samkvæmt áætlun nema á allra helgustu dögum. Allt um opnunartíma Hörpu hér.

Jólaró Íslensku óperunnar 2014

Við minnum á hina árlegu Jólaró Íslensku óperunnar á Þorláksmessu kl. 17:00 í anddyri Hörpu. Aðgangur er ókeypis. Nánar um dagskrá Jólaróar

Miðasala lokuð í hádeginu föstudag

Miðasala verður lokuð milli 12:00-14:00, föstudaginn 19. desember, vegna jólagleði starfsmanna. Starfsfólk Hörpu þakkar fyrir veittan skilning.

Leif Ove Andsnes áritar hljómdiska

Hljómdiskar Leif Ove Andsnes verða til sölu á tónleikum London Philharmonic Orchestra í kvöld og á morgun. Andsnes býður upp á áritun eftir tónleika. Hér má lesa um tónleika LPO

London Philharmonic Orchestra til Íslands í dag

London Philharmonic Orchestra leikur í Eldborgarsal í fyrsta sinn á morgun en einleikari er enginn annar en Leif Ove Andsnes. Hér má lesa um tónleikana.

Tjón minna en óttast var

Talið er að element hafi gefið sig í loftræstiklefa á fjórðu hæð svo leki myndaðist sem kom niður í Silfurbergi. Tjónið hefur ekki verið fyllilega metið. Nánar er sagt frá lekanum hér.  

Verslunar- og þjónusturými í Hörpu

Harpa ohf. óskar eftir útfærðum tillögum um rekstur sem fellur að starfsemi hússins og eykur fjölbreytni hennar. Nánari upplýsingar hér.

Íslenskir hönnuðir taka yfir 12 Tóna

Í samstarfi við Epal munu íslenskir hönnuðir sýna nýjustu hönnun sem kom á markað á þessu ári. Nánar um sýninguna í Hörpu hér.

Opið fyrir umsóknir í Ýli

Auglýst er eftir umsóknum í Ýli – tónlistarsjóð Hörpu fyrir ungt fólk fyrir tónleika og verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu 2015. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Nánar um Ýli hér

Lifandi tónlist og Maxasprell

Alla laugardaga fram að jólum milli kl. 11:00 og 13:00 verður lifandi tónlist á jarðhæð Hörpu eða í Hörpuhorni. Hér má sjá nánari dagskrá

Jólakaffi Hringsins í fyrsta sinn í Hörpu

Í Hörpu ríkir því mikil tilhlökkun en í boði verður girnilegt kaffihlaðborð, happdrætti og góð skemmtiatriði. Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára en frítt fyrir þau yngstu. 

Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin í jólaskap en hátíðlegasta tónlist J. S. Bachs verður á dagskrá á fimmtudagskvöld kl. 19:30. Enn eru fáanlegir miðar hér.

Viðburðir helgarinnar

Ylja heldur útgáfutónleika í Kaldalóni í kvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Commotion. Á laugardag verður verður How to become Icelandic in 60 minutes á dagskrá en á sunnudag hitar Stórsveit Reykjavíkur upp fyrir aðventuna með Jólaswingi í Silfurbergi

Tónsnillingur morgundagsins er:

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari en hún leikur í Kaldalóni í kvöld kl. 20:00 ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Kaupa miða á Tónsnillinga hér

Fullt var á fimm sýningar af Hnotubrjótnum um helgina

Glatt var yfir Hörpugestum á Hnotubrjótnum um helgina eins og sjá má á myndum í Smartlandi. Hér má sjá myndir af mjög litríkri sýningu Hátíðarballetts St. Pétursborgar á Eldborgarsviði þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands lék með af mikilli snilld. 

4. Jólatónleikar Sinfóníunnar komnir í sölu

Vegna mikillar sölu hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands bætt 4. jólatónleikum sínum á dagskrá, sunnudaginn 14. desember kl. 16. Trúðurinn Barbara kynnir og tónleikar verða túlkaðir á táknmáli. Kaupa miða á Jólatónleika Sinfóníunnar hér.

Streitustúdíó - Glasið bakvið brauðristina

Annar fyrirlestur Streituskólans fer fram á morgun í Vísu. Fyrirlesari er Sigurður Hólmar Karlsson, fíkniráðgjafi. Kaupa miða.

20 þúsund manns heimsóttu Hörpu um helgina

Margt var um manninn í Hörpu um helgina. Matarmarkaðurinn var haldinn í Flóa þar sem hægt var að kaupa kanínur og ostrusveppi. Degi íslenskrar tungu var fagnað og óperuáhugafólk fylgdist með síðustu sýningunni á Don Carlo og frumflutningi á Töfraflautunni fyrir börn. 

Norrænt samstarf um Biophilia

Í ár fer Ísland með for­mennsku í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni og í því felst m.a. að leiða ýmis nor­ræn sam­vinnu­verk­efni og er Bi­ophilia kennslu­verk­efnið eitt af þeim. Nánar má lesa um ráðstefnuna hér en hún stendur yfir í Hörpu um þessar mundir. 

Harpa fallegust

Harpa er fallegasta hús landsins að mati álitsgjafa Lífsins á Vísi. Harpa hlaut yfirburðakosningu í könnun Lífsins. Álitsgjafarnir, sem voru tæplega 40 talsins, voru spurðir: „Hver er fallegasta bygging landsins? Nánar á Visir.is

Undiraldan í dag - Ambátt á Kolabraut

Ambátt er nýtt samstarf tónlistar- mannanna Pans Thorarensen og Þorkels Atlasonar. Tónleikarnir verða kl. 17.30 á bar Kolabrautarinnar á fjórðu hæð. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Iceland Airwaves hefst kl. 19:10 í Hörpu

Ambátt er fyrsta hljómsveitin á svið í Kaldalóni í kvöld. Dagskrána í heild má sjá hér.

Russian.girls off-venue í dag

Russian.girls er hljómsveit sem erfitt er að "gúggla" en hún spilar á bar Kolabrautarinnar á 4. hæð í Hörpu kl. 17:30. Allt um hugarfóstur Guðlaugs Halldórs Einarssonar hér

Brot af mistökum í nýsköpun

Örfyrirlestramaraþon, Festival of failure, fer fram í Hörpu kl. 20:30 í kvöld þar sem skapandi einstaklingar úr ýmsum áttum segja frá og sýna brot af mistökum. Aðgangur ókeypis. Nánar um Festival of failure.

Forseti Íslands ávarpaði Arctic Circle í dag

Flutt voru myndbönd af ávarpi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD. Nánar um þingið hér.

Tilkynning: Skoðunarferðir

Ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu nú um helgina 30. október - 2. nóvember. Skoðunarferðir falla því niður þessa daga. Afsakið möguleg óþægindi sem kunna að skapast sökum þessa. 

Jólahlaðborð í Hörpu

Raggi Bjarna, Guðrún Gunnars og Þorgeir Ástvalds koma gestum í hátíðarskap í Hörpu um jólin en boðið verður upp á girnilega jólaveislu með norrænu yfirbragði. Nánar um jólahlaðborð Hörpu.

Tónleikar falla niður sunnudaginn 26. október

Af óviðráðanlegum orskökum, falla tónleikar Kammermúsíkklúbbsins niður sem vera áttu í Norðurljósum sunnudaginn 26. október.

Miðaeigendur vinsamlega hafið samband við miðasölu Hörpu í síma 528 5050.

Fyrri hádegistónleikar SÍ á föstudag

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna opna hádegistónleika í Flóa í vetur. Þeir fyrri verða nú á föstudag kl. 12:10 en þá verður leikin tónlist eftir Shostakovitsj undir stjórn Pascal Rophé. Nánar um hádegistónleikana hér. 

Stórsveit Reykjavíkur og Bob Mintzer

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu plötutónleika í kvöld kl. 21:00 en þeir fara fram í klúbbstemningu í Björtuloftum. Nánar um Stórsveitina og Bob Mintzer hér.

Nelson Goerner er næsti heimspíanisti í Hörpu

Nelson er þekktur Chopin túlkandi en Chopin verður meðal annars á dagskrá tónleikanna í Norðurljósum þann 2. nóvember kl. 20:00. Miðasala hafin á Nelson Goerner hér. 

Hnotubrjóturinn í sölu á hádegi í dag

Á aðventunni mun St. Petersburg Festival Ballet sýna Hnotubrjótinn, við tónlist Tchaikovskys sem leikin er af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sýningardagarnir verða frá 21. - 23. nóvember í Eldborg. Kaupa miða á Hnotubrjótinn.

LPO fagnar afmæli sínu

London Philharmonic Orchestra fagnaði 82 ára afmæli sínu í gær en hljómsveitin kom fyrst fram 7. október 1932. Hér má lesa um sögu LPO og hér má fylgjast með spjalli hljóðfæraleikaranna.

Jólatónleikar Siggu Beinteins komnir í sölu

Hinir árlegu jólatónleikar Siggu verða í Eldborg þann 6. desember. Sérstakir gestir Siggu í ár verða Diddú, Garðar Thor Cortes og Guðrún Gunnarsdóttir. Nánar um jólatónleikana hér. 

Annasamt hjá Sinfóníuhljómsveitinni

Í kvöld, 2. október verða aðrir tónleikar SÍ þar sem Kissin og Ashkenazy flytja Brahms og Rakhmanínov. Á laugardag munu Guðni Franzson og Egill Ólafsson ferðast með fjölskyldur inn í heim íslenskra trölla í ævintýri Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsaga úr fjöllunum. Á sunnudag 5. október mun svo Petri Sakari stjórna Ungsveit SÍ.

Múlinn á miðvikudagskvöldum

Múlinn-Jazzklúbbur stendur fyrir tónleikum í Björtuloftum á miðvikudagskvöldum í vetur. Á Heimstónlistarkvöldi, þann 1. október leikur Tríó Ife Tolentino og Óskars Guðjónssonar. Nánar um tónleikana hér.

Ungur íslenskur einleikari kemur fram í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands, fimmtudag 25. sept.

Eva Þórarinsdóttir hefur lært við Menuhin-skólann og hlaut 3. verðlaun og áheyrendaverðlaun í Carl Nielsen fiðlukeppninni árið 2012. Nánar um tónleikana.

Miðasala hefst á London Philharmonic Orchestra þriðjudaginn, 23. september kl. 12:00.

Þau stórtíðindi verða í íslensku tónlistarlífi að London Philharmonic Orchestra mun koma fram á tónleikum í Hörpu 18. og 19. desember næstkomandi. Meira um LPO.

Styrktartónleikar Krafts á morgun 17. sept. í Norðurljósum.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Nánar um málefni tónleikanna. 

Opnar æfingar í Hörpuhorni

alla virka daga um kl. 13:00 frá 12. september til 10. október mun Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld, æfa fyrir Myrka músíkdaga 2015. Nánar um opnar æfingar. 

Alþjóðleg ráðstefna um plast í hafi

haldin í Silfurbergi, Hörpu þann 24. september 2014 næstkomandi. Nánar hér.

Nú styttist í Haustráðstefnu Advania

sem verður haldin í tuttugasta sinn föstudaginn 12. september í Hörpu. Fjöldi vandaðra fyrirlestra og glæsileg dagskrá liggur nú fyrir. Ítarleg dagskrá og skráning. 

Meet in Reykjavík leitar að sendiherrum!

Hátíð í Hörpu 25. september nk. kl. 15:00-17:30. Meet in Reykjavík leitar að Íslendingum með sterkt alþjóðlegt tengslanet og getu til að kynna Reykjavík sem áfangastað fyrir ráðstefnur, hvataferðir og viðburði. Allt um hátíðina hér. 

Sviðsstjórinn yrkir

Okkar ástsæli sviðsstjóri Eyþór Árnason gerði sér lítið fyrir og samdi ljóð í tilefni af flutningi listaverks Ólafar Pálsdóttur Tónlistarmaðurinn frá torgi Háskólabíós yfir á Hörputorg. Dásemdina hans Eyþórs má lesa í heild sinni hérna.

HÚN ELSKAÐI MIG ALDREI

Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari og Jóhanna Héðinsdóttir mezzósópran, mætast á fyrstu hádegistónleikum vetrarins hjá Íslensku óperunni sem verða haldnir þriðjudaginn, 9. september kl. 12:15. Aðgangur ókeypis. Um efnisskrá hér.

Smurstöðin opnaði í dag

Í dag opnaði nýr og glæsilegur staður á jarðhæð Hörpu. Hér má sjá myndir frá opnuninni.

Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar að hefjast

SÍ hefur starfsár sitt með Upphafstónleikum með Litton. Einsöngvari er suður-afríska sópransöngkonan Golda Schultz. Örfá sæti laus. Kaupa miða hér. 

101 Klassísk tónlist

Mánudagskvöldið 1. september kl. 20 stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar, „101 Klassísk tónlist“

Pong enn spilað á glerhjúpi Hörpu

Nú fer hver að verða síðastur til að prófa að spila tölvuleikinn Pong á glerhjúpi Hörpu. Hægt verður að spila Pong á Hörpu fram á sunnudagskvöld, 31. ágúst. Nánar um Pong á Hörpu. 

Saman gegn matarsóun

Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi bjóða til fjölskylduhátíðar í Hörpu þann 6. september frá 13-18. Yfirskrift hátíðarinnar er Saman gegn matarsóun. Fyrirlestrar, tónlist og leiklestur. Kolabraut býður uppá súpu.

Hér má finna frétt um viðburðinn.

Tónleikum hljómsveitarinnar The Aristocrats sem fara áttu fram 3.sept hefur verið aflýst.

Miðaeigendur eru beðnir um að hafa samband við miðasölu í sima 5285050 eða senda póst á midasala@harpa.is til að fá endurgreitt.

Tilkynning: Skoðunarferðir

Miðvikudaginn, 27. ágúst og fimmtudaginn, 28. ágúst fer leiðsögn um húsið kl. 11:00. Aðrar ferðir falla niður þessa daga. Föstudaginn, 29. ágúst fer leiðsögn kl. 9:00 og 11:00 en aðrar falla niður. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Nýr veitingastaður í Hörpu

Rekstri Munnhörpunnar lauk um helgina. Nýr staður opnar 3. september undir nafninu Smurstöðin. Meira um Smurstöðina.

Menningarnótt í Hörpu 2014

Framundan er mikil hátíð í Hörpu. Menningarnótt verður sett af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni í Munnhörpunni kl. 13:00 á laugardag og uppfrá því er stanslaus gleði og eitthvað við allra hæfi í Hörpu. Hér má sjá ítarlega dagskrá.

Toronto Symphony Orchestra

Margrét Júlíana fjallar hér um Toronto Symphony Orchestra í Tónlistarklúbbnum á RÚV. Hljómsveitin kemur til landsins á Menningarnótt og munu einleikarar hljómsveitarinnar leika í Norðurljósum um kvöldið. Toronto Symphony Orchestra flytur rússneska rómantík í Eldborg á sunnudaginn, 24. ágúst kl. 19:30. Kaupa miða hér

Upphitun SÍ fyrir Proms í kvöld - Allir miðar búnir

Sinfóníuhljómsveitin hitar upp fyrir Proms í Eldborg í kvöld. Miðar á tónleikana eru allir búnir en áhugamenn geta glaðst yfir því að miðasala á alla tónleika hljómsveitarinnar hefst á morgun, 19. ágúst kl. 12. 

Don Carlo í fyrsta sinn á Íslandi

Á komandi haustmisseri verður ráðist í metnaðarfullt verkefni hjá Íslensku óperunni –  sviðssetningu á einni af umfangsmestu óperum Verdis, Don Carlo, sem aldrei hefur verið sviðssett á Íslandi áður. Miðasala hefst 18. ágúst. Meira um haustmisseri Íslensku óperunnar 2014.

Anders Fogh Rasmussen með Sigmundi Davíð í Hörpu

Nöppuðum þessari ágætu mynd frá Facebook síðu Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdarstjóra NATO, en hann heimsótti Hörpu með forsætisráðherranum  Sigmundi Davíð í vikunni. Ekki amalegt útsýnið úr Björtuloftum.

Nýtt starfsár að hefjast hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í tilefni af ferð hljómsveitarinnar á Proms verða haldnir opnir tónleikar í Eldborg mánudaginn 18. ágúst. Þar býðst gestum að hlýða á sömu efnisskrá og hljómsveitin flytur í Royal Albert Hall í London. Einleikari á tónleikunum er bandaríski píanóleikarinn Jonathan Biss. Þann 19. ágúst hefst miðasala á staka tónleika hljómsveitarinnar. Nánar um opna tónleika SÍ 

Jazzhátíð Reykjavíkur í 25 ár!

Reykjavíkurjazzinn rís jafnan hæst með hinni árlegu Jazzhátíð Reykjavíkur sem fyrst var haldin 1990. Setning hátíðarinnar er 14. ágúst kl. 19:00 í Hörpuhorni. Kynnið ykkur fjölbreytta dagskráKaupa hátíðarpassa hér.

Perlur íslenskra sönglaga

Tónleikaröðin Perlur íslenskra sönglaga verður á dagskrá í sumar. Gestir sem vilja fara í Skoðunarferð um húsið og á tónleika í kjölfarið fá 20% afslátt af tónleikunum í miðasölu. 

Aukatónleikar á Stuðmenn Tívolí

Fyrirhugaðir aukatónleikar á Stuðmenn Tívolí verða haldnir í Eldborg 6. september kl 22:30. Tímalausir tímamótatónleikar byggðir á hinni goðsagnakenndu hljómplötu Tívolí. Miðar á Stuðmenn Tívolí. 

Hreindýrin komin í Hörpu

Í Flóa á jarðhæð hefur nú verið sett upp hreindýrasýning sem blandar menningu, náttúru og tækninýjungum. Gagnvirk og fræðandi sýning fyrir alla. Miða má nálgast hér.

UB40 í Eldborg 19. september

Ein vinsælasta reggae-sveit sögunnar sem hefur selt yfir 70 milljónir platna. Hver kannast ekki við Red Red Wine, I Got You Babe, og Can't Help Falling in Love? Nánar hér.

Maxine Hagan kennir Hatha jóga í Hörpu í sumar

Tímarnir eru opnir fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Kennt verður á þriðjudagsmorgnum kl. 08:00. Mætið í þægilegum fatnaði og grípið með vatnsflösku og jógadýnu. Fræðast meira hér. Sjáumst! 

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences í Hörpu í haust

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október næstkomandi á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vonir standa til að hún veiti erlendum gestum innsýn í íslenskt lista- og menningarlíf.

Wynton Marsalis í Eldborg í kvöld

Hér má sjá viðtal við jazz­goðsögn­ina Wynt­on Marsal­is sem kemur fram ásamt sveit sinni í kvöld, 4. júlí á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Tónleikar Bryn Terfel færast til 2015

Vegna ófyrirsjáanlegra kringumstæðna færast einsöngstónleikar Bryn Terfel sem tilkynntir höfðu verið 10. júlí næstkomandi, til Listahátíðar 2015. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Listahátíð.