Viðburðir í Hörpu

 

Vertu vinur Hörpu

Instagram Vildarklúbbur

Elvis í Eldborg

Næstu kvöld mun Elvis Presley standa ljóslifandi á Eldborgarsviði Hörpu.  Um er að ræða sýningu frá Graceland þar sem nútímatækni er notuð við að varpa Elvis á sérstakt tjald og stór hópur hljóðfæraleikara spilar undir rödd Elvis.  Er hljómsveitin eins skipuð og hún var í Las Vegas þar sem Elvis lék um árabil.  Nokkrir miðar eru lausir á aukasýninguna 23. apríl kl. 21

Hjaltalín með stórtónleika í Eldborg - UPPSELT

Hljómsveitin Hjaltalín blæs til veislu og heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 16. apríl, sem er dagurinn fyrir skírdag. Með þessum tónleikum verður Hjaltalín fyrsta hljómsveitin af yngri kynslóðinni til að halda sína eigin tónleika í Eldborg. 

Tectonics hátíðin hefst á fimmtudaginn

Þriggja daga hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands með nýrri tónlist undir listrænni stjórn Ilans Volkov. Sérstök áhersla á hátíðinni í ár verður lögð á íslenska tónlist í forgrunni þar sem samstarf tónlistarmanna úr ýmsum geirum kristallast. Á hátíðinni hljóma meðal annars verk eftir, Valgeir Sigurðsson, Skúla Sverrisson, Maríu Huld Markan , Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Aðalgestur hátíarinnar er bandarríska tónskáldið Alvin Lucier.

Spirit of Humanity Forum 10-12 apríl

Spirit of Humanity Forum er ráðstefna sem á sér stað í Hörpu 10-12 apríl í Hörpu en hún fjallar um að reyna að breyta ákveðnum gildum hvarvetna í heiminum og hjálpa leiðtogum heimsins að uppgötva nýjar leiðir til að færa okkur til framtíðar.

Hestadagar í Rvk settir í Hörpu

Í kvöld voru Hestadagar í Reykjavík 2014 settir með viðhöfn í Norðurljósasal Hörpu. Ungir hestamenn stóðu heiðursvörð sem gladdi gesti og gangandi. Hátíðin hófst með skemmtidagskrá sem bar yfirskriftina "Hestaat í Hörpu- er hundur í hestunum en þar leiddu saman
hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum.

Harpa er blá til styrktar einhverfum börnum

Á alþjóðadeginum verða ýmsir viðburðir, bæði á Íslandi og víðar um heim. Deginum er ætlað að vekja athygli og efla skilning á málefnum einhverfu og þeim vandamálum sem einhverfir einstaklingar og aðstandendur þeirra glíma við. Harpa mun skarta bláum ljósum þar til 6.apríl.

Sinfó býður upp á ókeypis hádegistónleika!

Sinfóníuhjómsveit allra landsmanna býður gestum og gangandi á opna hádegistónleika í Flóa í Hörpu.Hljómsveitin byrjar á þjóðlegu nótunum og spilar sprellfjöruga rímnadansa, m.a. síunga smellinn um Hana, krumma, hund og svín, sem er ómótstæðilegt danslag þrátt fyrir sérkennilega ójafnan taktinn. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í rúman hálftíma. Aðalhljómsveitarstjóri SÍ, Ilan Volkov, heldur um tónsprotann. Komið og nærist á fallegri og fjörlegri tónlist í hádeginu - þið finnið Flóa auðveldlega, rennið bara á hljóðið!

Stórkostleg tískuhátíð

Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardaginn en þar sýndu fjölmargir íslenskir hönnuðir tískulínur sínar fyrir haust/vetur 2014. Hér má sjá myndir frá sýningunum. 

Hönnunarmars hefst í dag og RFF á næsta leiti

Hönnunarmars hefst í dag og DesignTalks, fyrirlestadagur HönnunarMars í Hörpu markar upphaf hátíðarinnar.  Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi á fyrirlestadeginum.Þar verða ný hlutverk hönnuða og arkitekta í brennidepli og hönnun skoðuð sem leiðandi afl á tímum breytinga, í óvæntu samhengi og samstarfi. Reykjavik Fashion Festival er hafinn en í kvöld verður sýning 2.árs fatahönnunarnema við Listaháskóla Íslands í Norðurljósum. Á laugardaginn verða svo aðalsýningarnar á RFF sem standa yfir allan daginn.

Fullt hús á Led Zeppelin heiðurstónleikum

Mikil stemmning var á tvennum tónleikum í Eldborg á föstudaginn þegar góður hópur íslenskra rokk söngvara og hljóðfæraleikara heiðruðu eina merkustu hljómsveit rokksögunnar, Led Zeppelin.  Fullt var á tvenna tónleika og skemmtu áhorfendur sér vel.

Calvin Klein með fyrirlestur í Hörpu

Bandaríski fatahönnuðurinn, Calvin Klein mun flytja erindi á “DesignTalks” fyrirlestrardegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars þann 27. mars næstkomandi. Meira um viðburðinn hér. 

Nýr verkefnastjóri tónlistar ráðinn í Hörpu.

Melkorka Ólafsdóttir hefur verið ráðin nýr verkefnastjóri tónlistar í Hörpu. Melkorka hefur lengst af starfað sem flautuleikari en hefur mjög víðtækan og fjölbreyttan tónlistarferlil að baki og er að ljúka námi í viðskiptafræði frá Edinburgh Business School nú í vor. Melkorka hefur störf þann 1. apríl í Hörpu.

Magnaðir tónleikar til styrktar náttúrunni.

Fullt var út úr dyrum á tónleikunum Stopp - gætum garðsins! sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu á þriðjudagskvöld. Björk Guðmundsdóttir og Patti Smith voru meðal þeirra sem stigu á svið við góðar undirtektir. Markmið tónleikanna er að vekja athygli á náttúruvernd og hvetja stjórnvöld til að sjá til þess að ný lög um náttúruvernd taki gildi hinn 1. apríl.Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar tilkynnti í dag 24 milljóna króna styrk til söfnunarinnar. Með því framlagi náðist alls að safna 35 milljónum króna með þessu framtaki náttúruverndarsinna.

Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 - 20 ára afmælishátíð

Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða því haldin með einstaklega glæsilegu sniði í Eldborg í Hörpu föstudaginn 14. mars. Margt af okkar helsta tónlistarfólki mun koma fram, það besta á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verðlaunanna skoðuð allt til ársins 1993. Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna gefst almenningi nú færi á að taka þátt í gleðinni með því að kaupa miða á hátíðina.

SJÖUNDA SÝNING Á RAGNHEIÐI KOMIN Í SÖLU

Tekist hefur að bæta við sýningu á óperunni Ragnheiði, sunnudaginn 6. apríl klukkan 20. Miðasala er hafin í miðasölu Hörpu í síma 528-5050 og á harpa.is. Ragnheiður hefur slegið öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni og hefur fengið afar lofsamlega dóma.

Börn frá Kolumbíu halda tónleika í Hörpu á þriðjudag

Hópur barna frá Kolumbíu munu leika tónlist sem kallast "gaita" á annarri hæð Hörpu á morgun, þriðjudag kl. 19 ásamt þjóðlagahópi Eydísar Franz. Börnin, sem eru átta talsins og á aldrinum 8 - 14 ára og eru frá átakasvæðum í Kolumbíu. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.

Kasparov heilsar upp á keppendur á Reykjavíkurskákmóti

Fjölmennasta Reykjavíkurskákmótið frá upphafi fer fram í Hörpu um þessar mundir en mótinu lýkur á þriðjudag.Mótið hefur vaxið ört síðustu ár og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Í ár eru þeir 254, þar af margir erlendir stórmeistarar. Garry Kasparov fyrrverandi heimsmeistari heilsaði upp á keppendur á mótinu en hann mun veita eiginhandaráritanir í dag, mánudag á milli 16- 17 á jarðhæð Hörpu. 

Midori 6. og 7. mars

Fiðlusnillingurinn Midori leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 6. og 7. mars. Ferill Midoris spannar rúm 30 ár en hún vakti heimsathygli þegar hún kom fram með Fílharmóníusveit New York aðeins ellefu ára gömul. Síðan þá hefur hún verið einn af eftirsóttustu fiðluleikurum veraldar og því sérstakt gleðiefni að heyra þessa stórkostlegu listakonu leika fiðlukonsert Mendelssohns. Fjórða sinfónía Tsjajkovskíjs og nýtt verk eftir Oliver Kentish fullkomnar spennandi efnisskrá. Hljómsveitarstjóri er Eivind Aadland. Bætt hefur verið við aukatónleikum föstudaginn 7. mars.

Harpa valin eitt af 15 fallegustu tónlistarhúsum heims

Harpa hefur verið valið eitt af 15 fallegustu tónlistarhúsum heims af byggingarfyrirtækinu Emporis í  Hamborg en það sérhæfir sig í söfnun gagna og upplýsinga um byggingar og byggingaverkefni víðs vegar um heiminn.  CNN birti þessa frétt á fréttavef sínum í gær. Athygli vekur að óperuhúsið í Sydney nær ekki á listann. Meira um fréttina HÉR. 

Björk og Darren Aronofsky tilkynna stórtónleika í Eldborg 18.mars á blaðamannafundi í Hörpu

Kvikmyndin Noah verður frumsýnd í Egilsbíó þriðjudaginn 18. mars nk. Frumsýningin er liður í viðburðinum Stopp - Gætum garðsins! sem er samvinnuverkefni Darren Aronofsky, Bjarkar, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands. Auk frumsýningarinnar verður blásið til stórtónleika í Hörpu að kvöldi sama dags.Þeir tónlistamenn sem fram koma á hljómleikunum eru: Highlands, Patti Smith, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li. Miðasala hefst á morgun, þriðjudaginn 4.mars.

Yfir 35 þúsund manns i Hörpu um helgina

Helgin var sannarlega viðburðarík í Hörpu en yfir 35 þúsund manns komu í húsið. Meðal þeirra fjölbreyttu viðburða sem áttu sér stað var matarmarkaður Búrsins, matarhátíð Food and fun, Búnaðarþing, frumsýning óperunnar Ragnheiður og stórtónleikar KÍTÓN. Meðfylgjandi mynd sýnir stemninguna á matarmarkaðinum sem sló aldeilis í gegn hjá borgarbúum. 

Óperan Ragnheiður frumsýnd um helgina- fjórða sýning komin í sölu.

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarsson og Friðrik Erlingsson verður frumsýnd í Eldborg á laugardagskvöldið. Áhorfendur hafa tekið Ragnheiði opnum örmum og hátt í fjögur þúsund miðar eru nú seldir á óperuna, sem frumsýnd er 1. mars. Íslenska óperan hefur því bætt við nýrri sýningu laugardaginn 22.mars. Við viljum einnig vekja athygli á sérstökum þriggja rétta óperumatseðli Munnhörpunnar til að fullkomna kvöldið.

Matarmarkaður, dráttarvélar og Food and Fun!

Það verður líf og fjörá laugardaginn þegar sannkölluð matarveisla verður haldin í Hörpu. 

Allir eru velkomnir á setningarathöfn Búnaðarþings þar sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, landbúnaðarverðlaunin verða veitt og Magni Ásgeirsson tekur lagið.
Ljúfmetisverslunin Búrið heldur stærsta matarmarkað landsins milli kl. 11.00-17.00, bæði laugardag og sunnudag.Vélasalar sýna dráttarvélar og annan búnað, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir og Samtök ungra bænda kynna sína starfsemi, hamborgarabíllinn Tuddinn verður ekki langt undan og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mætir með grillvagn sauðfjárbænda kl. 14 á laugardag. Meira um hátíðina HÉR. 

Ítalskur gestakokkur á Kolabrautinni á Food & Fun

Matarhátíðin Food and Fun, sem haldin verður í 13. sinn í ár, hefst þann 26.febrúar og stendur til 2. mars. Að venju sækja hátíðina fjölmargir þekktir erlendir matreiðslumenn til að sýna hæfileika sína fyrir íslenskum matgæðingum á helstu veitingahúsum Reykjavíkur, en hátíðinni lýkur síðan með keppni um Food & Fun Chef Of The Year í Hörpu laugardaginn 1. mars. Gestakokkur á Kolabrautinni á meðan hátíðinni stendur er Alessandro Gavagna frá La Subida á Ítalíu.

ASA tríó á Múlanum á Björtuloftum á miðvikudagskvöld.

Næstu tónleikar vortónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir miðvikudaginn 26. febrúar, fram kemur ASA tríó. Tónleikar Múlans fara fram í Björtuloftum í Hörpu. ASA tríó er skipað þeim Agnari Má Magnússyni hammond orgelleikara, gítarleikaranum Andrési Þór Gunnlaugssyni og Scott McLemore sem leikur á trommur.

Norðurljósaferðir um Sundin Blá

Þar sem Norðurljósin hafa leikið við Ísland að undanförnu og vegna þess að senn lýkur vetrardvöl skonnortunnar Opal í Reykjavík, býður Norðursigling upp á þrjár einstaklingsferðir í Norðurljósaveiðar um Sundin Blá nú í vikunni, 27.mars, 28.mars og 1.mars kl. 21.00. Brottför er frá bryggjunni fyrir aftan Hörpu og boðið verður upp á kakó og kanilsnúða. Unnt er að fá hlýja samfestinga fyrir alla farþega. Miðar eru fáanlegir HÉR.

Matarhátíð í Hörpu næstu helgi

Ljúfmetisverslunin Búrið heldur matarmarkað í Hörpu helgina 1. og 2. mars,  á sama tíma og Búnaðarþing verður sett í húsinu og kokkakeppnin Food & Fun.

Jólamarkaður Búrsins sló í gegn og 16 þúsund gestir streymdu í húsið til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum. Markaðurinn verður opinn bæði á laugardag og sunnudag.

Eddan á laugardaginn

Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 22. febrúar í Silfurbergi í Hörpu.

Skoðunarferðir falla niður 24. febrúar.

Undiraldan í dag: Kælan mikla + Russian.girls

Russian.girls er hugarfóstur Guðlaugs Halldórs Einarssonar og eins konar hliðarverkefni hans við hljómsveitina Captain Fufanu. Um er að ræða mun esóterískara efni en Fufanu og er útkoman áhugaverð blanda af raftónlist, lounge ogballöðum. Kælan mikla er melankólíkst ljóðapönk og samanstendur af þeim Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur, Margréti Rósa Dóru- Harrysdóttur og LaufeyjuSoffíu Þórsdóttur.Undiraldan hefst í Kaldalóni kl. 17.30 og aðgangur er ókeypis.

Verk eftir Högna Egilsson frumflutt á sunnudag

Blásarakvintett Reykjavíkur frumflytur nýtt verk eftir Högna Egilsson á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn.Um verk sitt, Andartak Tetiönu Chornovo, segir Högni eftirfarandi: "Tetiana Chornovol var úkraínskur aktivisti og blaðakona sem lést um jólin síðastliðin af völdum barsmíða í Kænugarði. Hún hafði þá nýlokið grein um spillingu innan stjórnsýslunnar. Atvikið vakti sterk viðbrögð, bæði í Kænugarði og annarsstaðar í heiminum. Borgarastyrjöld geisar nú í Kænugarði." Miðar fást HÉR 

Ímark dagurinn og Lúðurinn

Lúðurinn 2013, Íslensku auglýsingaverðlaunin verður haldinn hátíðlegur í Hörpu í kvöld, föstudaginn 21. febrúar 2014. Verðlaunahátíðin hefst kl.20 í Eldborg.ÍMARK dagurinn, Íslenski markaðsdagurinn, er jafnframt haldinn með veglegri ráðstefnu í Silfurbergi í dag.

Doctor Atomic í kvöld

Óperan Doctor Atomic eftir bandaríska tónskáldið John Adams var frumflutt í San Francisco óperunni árið 2005. Síðar útfærði Adams hluta verksins fyrir sinfóníuhljómsveit án söngvara og nefndi Doctor Atomic Symphony. Adams er handhafi Pulitzer-verðlaunanna.Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur um árabil verið gestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Brönnimann starfar með mörgum þekktum hljómsveitum m.a. fílharmóníuhljómsveitunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki og BBC Sinfóníuhljómsveitinni í Lundúnum. Miðar eru fáanlegir HÉR.

Vinafélag Íslensku óperunnar býður til óperukynningar í Kaldalóni, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20.

Þar munu höfundar óperunnar Ragnheiðar, Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson, leiða áhorfendur í gegnum söguna og verkið í tali og tónum. Einsöngvararnir í sýningunni syngja sýnishorn úr óperunni við píanóundirleik Antoniu Hevesi.

Múlinn Jazzklúbbur í Björtuloftum á miðvikudagskvöld

Fyrstu tónleikar vortónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir miðvikudaginn 19. febrúar. Alls verða 11 tónleikar í tónleikaröðinni. Múlinn verður með tónleika sína á miðvikudagskvöldum í Björtuloftum á 7.hæð Hörpu.Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.Meira HÉR.

GLEYMDIR ÞÚ EINHVERJU?

Við viljum minna fólk á að það er ógrynni af óskilamunum í Hörpu. Endilega hafið samband við miðasölu Hörpu.

Milljarður rís í Hörpu

Þann 14. febrúar ætla mannréttindasamtökin UN Women í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og Lunchbeat að dansa fyrir réttlæti í Hörpu. Þetta er hluti af alþjóðlegu átaki sem nefnist Milljarður rís og mun DJ Margeir sjá um tónlistina og UN Women hvetja alla til þess að taka þátt og láta að sér kveða. Samtökin skora jafnframt á fyrirtæki, stofnanir og skóla til að hvetja starfsfólk sitt að mæta í Hörpu og sýna samstöðu.

Sónar Reykjavík 2014

Alþjóðlega tónlistarhátíðin Sónar hefst á fimmtudaginn en þetta er í annað sinn sem hún er haldin í Hörpu. Meðal listamanna sem koma fram eru Starwalker,Major Lazer, Paul Kalbrenner,Trentemøller, GusGus, Bonobo, Ryuichi Sakamoto & Taylor Deupree, James Holden, Diplo, Jon Hopkins, FM Belfast, Hjaltalín,Daphni, Evian Christ, Kölsch, Sísý Ey, Ojba Rasta, Kiasmos, When Saints Go Machine, Gluteus Maximus, Vök, Eloq, Moses Hightower og margir fleiri. Enn er hægt að kaupa passa á hátíðina.

UTmessan er öllum opin laugardaginn 8.febrúar

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Tilgangurinn er ekki síst að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. UTmessan á sér stað í Hörpu föstudag og laugardag en á laugardaginn er sýningin opin almenningi og er aðgangur ókeypis.

Nýtt ljósaverk eftir Ólaf Elíasson í glerhjúp Hörpu tendrað á Vetrarhátíð í dag kl. 19.30

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur skapað nýtt ljósaverk fyrir glerhjúp Hörpu sem hann titlar  Hönd í hönd við Reykjavík. Þetta nýja ljósaverk verður tendrað þann 6.febrúar kl. 19.30 á Vetrarhátíð 2014 og verður hægt að sjá það á kvöldin og að næturlagi þar til 15.febrúar. Meira um verkið HÉR. 

Fundarpakkar - hér erum við að tala saman!

Hefur þú eða fyrirtæki þitt kynnt þér fundarpakka Hörpu? Harpa býður upp á fundarpakka sem sniðnir eru að ólíkum þörfum gesta. Tíu prósent afsláttur af fundarpökkum í febrúar. Meira HÉR.

3. sinfónía Mahlers á Listahátíð í vor

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sinfóníu nr. 3 eftir Gustav Mahler undir stjórn Osmo Vänskä í Hörpu föstudaginn 23. maí kl. 19:30.  Bandaríska söngkonan Jamie Barton, Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur taka einnig þátt í þessum viðamikla flutningi á einu helsta meistaraverki Mahlers. Miðasala hefst mánudaginn 3. febrúar kl. 12 á hádegi.

Punto y Raya hátíð hefst í dag

Sjónræna tónlistarhátíðin Reykjavík Visual Music – Punto y Raya Festival verður haldin í fyrsta sinn hér á landi í Hörpu frá 30. janúar - 2. febrúar. Hátíðin er stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi á sjónrænni tónlist og abstrakt kvikmyndum. Meðal dagskrárliða hátíðarinnar eru sjónrænir tónleikar með heimsþekktum listamönnum á borð við Ryoji Ikeda og Ryoichi Kurokawa. Hátíðin er samstarfsverkefni RCVM (Reykjavík Center for Visual Music) og Punto y Raya  sem er spænsk hátíð abstrakt kvikmynda. Hátíðin er að hluta til í samstarfi við Myrka músíkdaga.

Myrkir músíkdagar hefjast

Á tónleikum Sinfóníunnar á Myrkum músíkdögum fimmtudaginn 30. janúar er ný íslensk tónlist í forgrunni. Frumflutt verður verk eftir Þuríði Jónsdóttur auk þess sem tvö nýleg íslensk tónverk hljóma; Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson og The Isle is full of noises eftir Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóra tónleikanna. Hamrahlíðarkórarnir munu taka þátt í flutningi verksins sem hljómar hér á landi í fyrsta sinn. Efnisskrána fullkomnar Three Movements eftir Steve Reich.

Æfing og tónleikar Philip Glass

Myndir frá æfingu og tónleikum 28.janúar má sjá HÉR. 

Víkingur Heiðar: Upphefð að fá að spila með Philip Glass

"Það er auðvitað afstætt hvað er hár aldur en mér finnst skrítið að þessi New York-töffari sé kominn hátt á áttræðisaldur. Rífandi listamaður í fullu fjöri og ótrúlega afkastamikill enda þekktur fyrir að vinna látlaust." Víkingur Heiðar Ólafsson er í viðtali í Fréttablaðinu í dag um tónleikana annað kvöld. Greinina má lesa HÉR.

Wynton Marsalis ásamt Jazz at the Lincoln Centre Orchestra í Hörpu þann 4.júlí.

Harpa kynnir með stolti jazztrompetleikarann ástsæla, Wynton Marsalis, sem mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu þann 4. júlí næstkomandi ásamt hljómsveit sinni Jazz at the Lincoln Centre Orchestra. Tónleikarnir eru á vegum Hörpu í samvinnu við Jazzhátíð Reykjavíkur. Miðasala hefst 15.febrúar . Nánari frétt um tónleikana HÉR.  

Mataræði og lífsstílssjúkdómar - ókeypis málþing í Hörpu

Opið málþing verður á vegum Læknafélags Íslands og Fræðslustofnunar lækna í Hörpu miðvikudagskvöldið 22. janúar kl. 20.00. Meðal umræðuefna eru kolvetni, offita barna, hjartasjúkdómar og fleira. Allir eru velkomir og aðgangur er ókeypis.

Kvöldstund með Víkingi -fyrirlestur 20. janúar

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir fræðandi og skemmtilegri kvöldstund með Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara í Norðurljósasal Hörpu mánudaginn 20. janúar kl. 20.00. Aðgangur ókeypis.

Calvin Klein með fyrirlestur í Hörpu

Bandaríski fatahönnuðurinn, Calvin Klein mun flytja erindi á “DesignTalks” fyrirlestrardegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars þann 27. mars næstkomandi. Miðar á viðburðinn fara í sölu á hádegi í dag. Meira um viðburðinn hér. 

"Ég hlakka mikið til að heimsækja fallega landið ykkar."

Philip Glass er eitt áhrifamesta tónskáld síðustu hálfrar aldar. Þau Glass, Víkingur Heiðar og Maki Namekawa munu flytja hinar tuttugu Etýður hans í Hörpu 28. janúar og píanóið stendur hinu fjölhæfa tónskáldi nærri. Einar Falur Ingólfsson tók viðtal við Glass fyrir Morgublaðið sem má lesa hér

Skóflustunga - Málþing um Hörpu 16.janúar kl. 15

Á málþinginu Skóflustunga verður rætt um áhrif Hörpu og Mies van der Rohe verðlaunanna, á byggingarlist og mannlífið í Reykjavík. Þátttakendur í málþinginu eru valinn hópur fólks sem hefur fjölbreytta tenginu og aðkomu að Hörpu. Dagskráin hefst með stuttum innleggum frummælenda og kjölfarið verður efnt til hringborðumræðna sem verður stjórnað af Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa og fyrrum útvarpsmanni. Allir eru velkomnir. 

Glæsilegir Vínartónleikar í kvöld

Glæsileiki og glaðværð ríkir ávallt á árlegum Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem mörgum þykir ómissandi upphaf á nýju ári. Tónleikarnir verða 9., 10. og 11. janúar og einsöngvarar eru Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson.

Philip Glass í Eldborg - stórviðburður í íslensku tónlistarlífi

Philip Glass heldur tónleika í Eldborg þann 28.janúar sem hluti af tónleikaröð Hörpu "Heimspíanistar í Hörpu". Tónleikarnir verða einstakt tækifæri til að sjá og heyra hann flytja sínar eigin tónsmíðar ásamt píanistunum Maki Namekawa og Víkingi Heiðari Ólafssyni.  Miðar eru fáanlegir hér

Myrkir músíkdagar framundan

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður haldin dagana 30. janúar til 2. febrúar í Hörpu. Í ár er hægt að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla hátíðina en einnig verður mögulegt að>kaupa sig inn á staka tónleika.

Gamlárshlaup ÍR

Hið árlega Gamlárshlaup ÍR var haldið í 38. sinn á Gamlársdag kl. 12 á hádegi en hlaupið er fastur liður í lífi margra hlaupara og hlaupahópa. Það ríkir ávallt mikil gleði og stemning í Gamlárshlaupi ÍR, en skapast hefur sú hefð að hlauparar mæta í búningum sem setja  svip á hlaupið. Rásmarkið og skráning var í Hörpu.

Aðventustund barna á morgun - aðgangur ókeypis

Síðasta aðventustund barna fyrir jól í Hörpu verður á morgun, laugardag kl. 11 - 12.30. Á þessari notalegu morgunstund fá börnin Maximús og ævagamlan gest í heimsókn, taka þátt í dansi og söng og læra hljóðfæranöfninForeldrar geta fengið sér kaffibolla á veitingastöðum Hörpu eða skoðað vöruúrval verslana á meðan.

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru í hugum margra ómissandi þáttur í aðdraganda jóla en þeir verða í Hörpu á sunnudaginn kl. 17.   Á jólatónleikunum í ár hljómar tónlist eftir meistarana Händel og Telemann,  Konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir en einleikari á trompet hinn ungi og margverðlaunaði Jóhann Már Nardeau, sem fyrr á þessu ári hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokkinum Bjartasta vonin.

Fyrsta Stomp sýningin fær frábærar viðtökur

Fyrsta sýningin á STOMP í Eldborg átti sér stað  í gærkvöldi og viðtökurnar voru vægast sagt frábærar. STOMP leikarnir hrifu salinn með sér og gestir tóku virkan þátt í sýningunni sem var uppfull af kímnigáfu, spennu og danstilþrifum sem heilluðu unga sem aldna.Leikararnir í Stomp eru yfir sig hrifnir af Hörpu og Íslandi. Þeir eru búnir að fara í jöklaferð, borða á Grillmarkaðinum og kaupa jólagjafir á Laugaveginum.

Philip Glass í Hörpu í janúar — miðasala hefst á þriðjudag

Philip Glass frumflytur eigin verk, Píanóetýðurnar í Eldborgarsal Hörpu þann 28.janúar ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekawa.  Tónleikarnir verða mikill viðburður í  tónlistarlífi Íslands og einstakt tækifæri til að sjá og heyra Philip Glass flytja sínar eigin tónsmíðar. Miðasala á viðburðinn hefst á þriðjudaginn 17.desember kl. 12.

Jólatónleikar Sinfóníunnar fyrir alla fjölskylduna um helgina

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár, sem endranær, verður hátíðleikinn í fyrirrúmi þar sem sígild jólalög og klassísk balletttónlist er í forgrunni. Kynnir er Gói. Sýningar eru bæði á laugardag og sunnudag. Meira hér

Jólatré Hörpu 2013 - afhjúpað laugardaginn 14. desember

Harpa hefur ákveðið að fá íslenska listamenn til að skapa „Jólatré“ Hörpu á hverju ári. Tréð er því túlkun listamanns á viðfangsefnininu í hvert sinn og verður verkið til sýnis á annarri hæð við glerhjúp Ólafs Elíassonar. Í ár varð myndlistarmaðurinn Helgi Þórsson fyrir valinu. Verkið verður afhjúpað laugardaginn 14.desember kl. 14.15 og allir eru velkomnir. 

Jólamatarmarkaður á laugardaginn

Ljúfmetisverslunin Búrið mun halda sinn sívaxandi  jólamatarmarkað í Hörpu í ár. Tilvalið tækifæri til að krækja sér í allt fyrir jólamatinn – forrétt, aðalrétt og eftirrétt; sem og jólagjafir eða aðventusnakk!

Góðar fréttir fyrir Hörpu: ESA samþykkir fjármögnun á rekstri Hörpu

„Með hliðsjón af framangreindu komst ESA að þeirri niðurstöðu að fjármögnun á starfsemi Hörpu samræmdist ríkisstyrkjareglum EES samningsins.“ Meira um ákvörðun ESA hér

Örfáir miðar eftir á Russel Brand

Russel Brand er að ljúka hálfs árs ferð sinni um heiminn með uppistandi í Eldborg 9. og 10. desember. Örfáir miðar eftir.

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skálmöld sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg 28. 29. og 30. nóvember. Hér má sjá skemmtilegt myndskeið Mbl.is frá æfingu þar sem grunnskólabörn fengu að hlýða á. 

Ljúka hringferð í Hörpu

100 daga hringferð Morgunblaðsins lýkur á fullveldisdaginn, sunnudaginn 1. desember nk., með því að Haraldur Johannessen ritstjóri blaðsins, ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu á mbl.is fyrir framan áhorfendur í sal í Hörpu.

Jóla Pop-Up Verzlun

PopUp verzlun heldur sína árlegu jólamarkaði í Hörpu í samstarfi við Epal helgarnar 30. nóv - 1. desember og 7. - 8. desember. Opnunartími verður frá 12:00 til 18:00 báðar helgar.

Vildarklúbbur Hörpu

Smelltu og skráðu þig í Hörpusveitina, vildarklúbb Hörpu

Reykjavík Visual Music – Punto y Raya Festival

Sjónræna tónlistarhátíðin Reykjavík Visual Music - Punto y Raya Festival verður haldin í fyrsta sinn dagana 30. janúar – 2. febrúar nk. í Hörpu.  Stefnt er að því að hátíðin verði stærsti viðburður í sögu sjónrænnar tónlistar og abstrakt kvikmynda hér á landi og þó víðar væri leitað. Meira hér

Paul Lewis - Heimspíanistar í Hörpu

Paul Lewis telst til fremstu píanóleikara sinnar kynslóðar en hann kemur fram í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld, þann 26.nóvember. Það er Harpa sem stendur fyrir viðburðinum en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Heimspíanistar í Hörpu. Sjá viðtal við Paul Lewis hér.

Að móta Evrópu: Byggingarlist í 25 ár. Verðlaun Evrópusambandsins fyrir samtíma byggingarlist – Mies van der Rohe verðlaunin 1988 – 2013

Á sýningunni verður hægt að skoða úrslit verðlaunanna 2013 en þá hlaut Harpa fyrstu verðlaun. Einnig verða til sýnis líkön af þeim byggingum sem hafa hlotið verðlaunin í gegnum árin sem sýnir þróun Evrópskrar byggingarlistar á síðasta aldarfjórðungi. Sýningin opnar laugardaginn 16.nóvember og stendur þar til 18. janúar.

Danadrottning heimsækir Hörpu

Margrét Danadrottning er um þessar mundir í Íslandsheimsókn og óskaði sérstaklega eftir því að fá að skoða Hörpu. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu og Karitas Kjartansdóttir ráðstefnustjóri Hörpu tóku á móti drottningu og sýndu henni húsið. Hennar hátign var mjög hrifin af hönnun hússins og hljómburði þess sem hún fékk að njóta þegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri og Hanna Dóra Sturludóttir fluttu henni Gígjuna eftir Sigfús Einarsson.

Svanavatnið sýnt í dag kl. 17 og kl. 20

Önnur og þriðja (síðasta) sýning á Svanavatninu eru í dag, miðvikudag, kl. 17 og kl. 20. Hér má sjá dansara hátíðarballetts St.Pétursborgar á æfingu í Eldborg. 

Hver er framtíð íslenskrar orku?

Haustfundur Landsvirkjunar í Hörpu verður miðvikudaginn 13. nóvember kl. 14-16.

Meira hér

Svanavatnið frumsýnt á þriðjudag

Uppselt á sýninguna 12.nóvember kl. 20 og sýninguna 13.nóvember kl. 20. Aukasýning vegna mikillar eftirspurnar verður þann 13.nóvember kl. 17.

Sjóræningjaskip við Hörpu

Nú í vetur mun „sjóræninga“seglskipið Opal hafa vetrarlegu hér við Hörpu bryggjuna og er skipið væntanlegt til hafnar um helgina.

Ráðstefnudeildin mun vera í samstarfi við Norðursiglingu, eiganda skipsins, enda er skipið frábær viðbót við glæsirými Hörpu.

Fullt hús á Undiröldu

Margmenni var á off-venue dagskrá Hörpu, Undiröldunni, á Iceland Airwaves. Hér má sjá fleiri myndir af tónleikunum. 

Lakkrísveisla á Kolabrautinni

Um helgina verður Lakkrísfest á Kolabrautinni. Þar hafa matreiðslumeistarar sett saman matseðil með 6 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur af "gourmet" lakkrísnum frá Johan Bülow.

Ástarsögur með Sinfó í kvöld

Í kvöld flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands "Astarsögur af hvíta tjaldinu"  undir stjórn Frank Strobel. Flutt verður tónlist m.a eftir Henry Mancini, Jerry Goldsmith, Ennio Morricone, John Williams, Nico Rota og John Barry.

Kraftwerk í Hörpu

Þýska hljómsveitin Kraftwerk kom fram í gær og lauk þar með Iceland Airwaves hátiðinni. Tónleikar Kraftwerk eru stórkostlegt sjónarspil tónlistar og sjónlistar og gestir voru með 3D gleraugu. Aukatónleikar Kraftwerk eru í kvöld, mánudag en uppselt er á tónleikana. 

Emílíana í Silfurbergi

Emílíana Torrini hélt stórkostlega tónleika á Iceland Airwaves hátíðinni í Silfurbergi á miðvikudagskvöld. 

Undiraldan á Airwaves - Off-venue dagskrá í Hörpu

Iceland Airwaves stendur yfir 30.okt- 2.nóv. Uppselt er á  hátíðina. Undiraldan, tónleikaröð Hörpu í samstarfi við 12tóna er með umfangsmikla off-venue dagskrá þessa sömu daga á tveimur sviðum í Hörpu, Kolabrautinni og við 12tóna auk þess sem sérstakur Undiröldubátur verður við smábátahöfnina við Hörpu á föstudag og laugardag. Meira hér

Tónleikakynning Sinfóníunnar 24.október kl. 18

Við minnum á kynninguna fyrir tónleikana "Fiðlukonsert og hirðdansar" á fimmtudaginn. Hörpuhornið opnar kl. 18 og gefst gestum tækifæri til að kaupa súpu og brauð. Sjálf kynningin hefst kl. 18:20 og stendur í hálftíma. Hjördís Ástráðsdóttur, fræðslustjóri SÍ,kynnir verkin á tónleikum kvöldsins en sérstakur gestur er Andrew Manze hjómsveitarstjóri. Allir eru velkomir og aðgangur ókeypis.

Sinfóníuhljómsveit Færeyja í Eldborg- aðgangur ókeypis.

Sinfóníuhljómsveit Færeyja fagnar 30 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni leggur sveitin land undir fót og heldur tónleika í Norræna húsinu í Þórshöfn, Hofi á Akureyri og Hörpu. Bernharður Wilkinson stjórnar sveitinni, en með í för verður margverðlaunaður píanóleikari, Pavel Raykerus. Aðgangur er ókeypis, miða má nálgast í miðasölu Hörpu eða hér á vefnum

Carmen frumsýnd í kvöld

Íslenska óperan frumsýnir Carmen eftir Bizet í kvöld, laugardag. Uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar en enn er hægt að tryggja sér miða á sýningarnar 10. 16. og 23. nóvember. Óhætt er að segja að mikil stemning ríki í Hörpu enda mannmörg sýning með framúrskarandi listamönnum í bígerð. Myndin var tekin á lokaæfingu.

Úthlutað úr styrktarsjóði SUT/Ruthar Hermanns

Í dag var úthlutað í þriðja sinn úr styrktarsjóði SUT/RH í Hörpu. Styrktarþegar eru Tónlist án landamæra – tónleikar tileinkaðir minningu Karls Sighvatssonar tónlistarmanns, Reykjavík Midsummer Music – alþjóðleg tónlistarhátíð haldin árlega í Hörpu undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar, Jazzhátíð í Reykjavík- undir stjórn Péturs Grétarssonar, Stórsveit Reykjavíkur – tónleikaröð sveitarinnar í Hörpu og Podium festival 2014- kammertónlistarhátíð haldin í þriðja sinn árið 2014. Meira hér. 

Danskar stúlkur marsera um Hörpu

Vedbæk Garden stúlknasveitin frá Danmörku kom í heimsókn í Hörpu síðdegis í gær og marseraði um húsið með  miklum lúðraþyt.

Ný bók um Hörpu eftir Þórunni Sigurðardóttur komin út

Á þeim tveimur árum sem liðið hafa frá því að Harpa opnaði hafa rúmlega tvær milljónir gesta sótt hana heim, Harpa orðið táknmynd upprisu og bata í stað minnisvarða um efnahagshrunið og hún hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun og arkítektúr. Harpa er draumur sem varð að veruleika og í þessari nýútkomnu bók Þórunnar Sigurðardóttur er saga og tilurð hússins rekin auk þess sem hana prýða fjöldinn allur af ljósmyndum af mismunandi stigum ferlisins. ´Bókin er gefin út af Forlaginu. Meira hér

Eflum ungar raddir - ný tónleikaröð í Hörpu

Kristín Sveinsdóttir er fyrst þeirra ungu söngvara sem koma fram á nýrri tónleikaröð í Hörpu í vetur og ber nafnið Eflum ungar raddir. Tónleikar Kristínar hefjast kl. 1600 sunnudaginn 20. október í Kaldalóni og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Það er verkfræðistofan EFLA sem stendur að baki þessum tónleikum í samstarfi við Hörpu. Meira hér. 

Harpa verður bleik til að sýna samstöðu með Bleiku slaufunni

Ljósin í glerhjúp Hörpu verða bleik frá 11.október til 17.október til að styðja Krabbameinsfélag Íslands í átakinu Bleiku slaufinni í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Harpa vill með táknrænumhætti sýna samstöðu með bleika átakinu með bleiku lýsingunni í glerhjúpnum í samráði við Studio Ólafs Elíassonar.

Alþjóðaþing um Norðurslóðir í Hörpu, Arctic Circle

Nýr alþjóðlegur vettvangur, Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða, heldur fyrsta þing sitt í Hörpu dagana 12.-14. október. Þingið munu sækja yfir 900 þátttakendur, m.a. fjölmargir forystumenn í þjóðmálum, alþjóðastofnunum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum frá um 40 löndum. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur ásamt hópi forystufólks í málefnum Norðurslóða haft frumkvæði að stofnun Arctic Circle. Meðal ræðumanna eru Eric Schmidt stjórnarformaður Google og fyrrum forsætisráðherra Frakklands Michel Rocard.  Meira um ráðstefnuna hér.

Gennady Rozhdestvenskíj er goðsögn í lifanda lífi

Gennady Rozhdestvenskíj er nú staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni Viktoríu Postnikovu. Rozhdestvenskíj er  goðsögn í lifanda lífi og einn kunnasti hljómsveitarstjóri samtímans. Nú á fimmtudagskvöldið flytur Sinfónían Rússneska páska eftir Rimsky-Korsakov og 10.sinfóníu Sjostakovitsj undir hans stjórn.  Á tónleikadegi stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir tónleikakynningu sem hefst kl. 18. 

Major Lazer kemur fram á Sónar

Hljómsveitin Major Lazer, með tónlistarmanninn Diplo í broddi fylkingar,hefur staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Hátíðin Sónar Reykjavík fer fram í annað skiptið daga 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu.  Alls mun dagskráin samanstanda af rúmlega 60 hljómsveitum, listamönnum og plötusnúðum.

Rúmenskir tónleikar

Rómaðir virtúósar, Remus Azoitei and Eduard Stan, hefja rúmenska menningardaga í Reykjavík með tónleikum til heiðurs Enescu og Fauré í Kaldalóni, 9. október kl. 19:30 Miðar fáanlegir hér 

Hacker ráðstefna í Hörpu

Ráðstefnan Hacker Halted er virt alþjóðleg ráðstefna um upplýsingaöryggi fyrirtækja og stofnana sem fjölmargir sérfræðingar í netöryggismálum sækja hvaðanæva að úr heiminum. Hacker Halted er nú í fyrsta sinn haldin í Evrópu í haust, en ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 7 - 8. október næstkomandi. 

Angel Gurría heimsækir Hörpu

Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), var í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 26-28. september  en hann var aðalfyrirlesara á ráðstefnunni „The Future Ain´t What it Used to Be“ – 20 years of Competition Law and the Challenges Ahead“. Gurría kom í óformlega heimsókn í Hörpu á föstudaginn og skoðaði húsið ásamt Halldóri Guðmundssyni forstjóra. Angel Gurría hefur stýrt OECD frá árinu 2006. Hann gegndi áður embættum fjármálaráðherra og utanríkisráðherra í Mexíkó.

Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á sunnudag

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfsár sitt á sunnudaginn kemur, með tónleikum í Norðurljósum kl. 19:30.  Á tónleikunum verða fluttir strengjakvartettar eftir Beethoven, Brahms og spænska tónskáldið Juan Crisóstomo Arriaga. Flytjendur eru úr framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna: Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik fiðluleikarar, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Miðar fáanlegir hér

Hörpu falla enn ein verðlaunin í skaut

Harpa tónlistar- og  ráðstefnuhúsið í Reykjavík hlýtur í ár hin virtu LEAF verðlaun í ár sem besta menningarhús opið  almenningi. (Best Public Building of the Year – Culture). Meira hér. 

Miðasala á STOMP hefst á fimmtudag

STOMP sýningin sem hefur farið sigurför um heiminn er á leiðinni til Hörpu, ferskari, hraðara og fyndnara en nokkru sinni fyrr! Tryggðu þér miða en miðasalan hefst kl. 12á fimmtudaginn.  STOMP sameinar leikhús, dans og hryntónlist en átta flytjendur notast við stígvél, ruslafötur, sópa , vaska og margt fleira til að búa til stórkostlegan takt sem hrifið hefur áhorfendur um heim allan. Meira hér

Ársfundur Alþjóðahafrannsóknaráðsins

Dagana 23.‒27. september verður haldinn í Hörpu ársfundur Alþjóðahafrannsóknaráðsins (InternationalCouncil for the Exploration of the Sea, ICES). Hafrannsóknastofnun er íslenskur gestgjafi ráðstefnunnar. Um 700 manns sækja ráðstefnuna.

Gandelsman leikur á fiðlu ásamt Sinfóníunni

Jonathan Gandelsman er einleikari á næstu tónleikum Sinfóníunnar sem verða á fimmtudaginn og nefnast "Bach og Beethoven." Hann er verðlaunahafi Kreisler-fiðlukeppninnar og Menuhin-keppninnar og er einn eftirtektarverðasti fiðluleikari yngri kynslóðarinnar. Miðar fáanlegir hér.

Framúrskarandi söngfólk í Eldborg

Finnsk-sænski "a cappella" sönghópurinn Leveleleven sem samanstendur af hópunum Rajaton og The Real Group byrjar Norðurlandaferð sína í kvöld með tónleikum í Eldborg. Hér má sjá dæmi um dagskrána í vændum. 

Moskvu Virtúósar væntanlegir til landsins

Tónleikar Moskvu Virtúósanna er mikill viðburður í íslensku tónlistarlífi og er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til landsins. Stjórnandi hennar er Vladimir Spivakov og einleikari á píanó hinn 13 ára gamli Daniel Kharitonov. Daniel hóf píanónám þegar hann var 5 ára gamall og þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram á Íslandi. Meira um tónleikana hér.

Árangur íslenskrar ferðaþjónustu og markaðsstarf erlendis

Íslandsstofa gengst fyrir opnum fundi í Hörpu 11. september kl. 15-16.30. Kynntar verða áherslur í markaðsstarfi Ísland - allt árið á vetri komandi og rýnt í árangur ferðaþjónustunnar með hliðsjón af þeim markmiðum sem sett hafa verið. Allir eru velkomnir.

Átakið á allra vörum hefst í Hörpu á fimmtudag

Söfnunarátakið Á allra vörum hefst í Hörpu fimmtudaginn 12. september en í ár verður safnið fyrir nýrri geðgjörgæsludeild Landspítalans. Hófið hefst klukkan 17 í Norðurljósasal Hörpu en þá verður ný auglýsing átaksins frumsýnd. Veitingar eru í boði Kolabrautarinnar og Vífilfells og allir eru velkomnir. Söfnunarsími átaksins er 903 5000.

Heimsþing PEN International

Heimsþing PEN International, alþjóðasamtaka rithöfunda, ritstjóra, þýðenda og blaðamanna, hefst í Hörpu í dag og stendur til 12. september. Von á fjölda gesta á þingið, frá öllum heimshornum.  Þingið er haldið í náinni samvinnu við Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík, sem hefst 11. september, Frekari upplýsingar er að finna hér:  

Harpa kynnir með stolti: Stomp á svið í Eldborg

Harpa kynnir bresku sýninguna STOMP með stolti en um er að ræða sýningu sem hefur farið sigurför um heim allan. Dans, tónlist og leikrænni tjáningu er blandað saman í mögnuðum hrynjanda. Þrjár sýningar í boði í desember - frábær fjölskylduskemmtun í Hörpu. Meira um sýninguna hér.

Komdu í heimsókn!

Við bjóðum skoðunarferðir um Hörpu virka daga kl. 15:30 og um helgar kl. 11:00 og 15:30.


Auk þess bjóðum við upp á spennandi sérferðir fyrir hópa.


Nánar

I, Culture hjómsveitin

I, Culture orchestra er er afar eftirtektarvert menningarframtak frá austur Evrópu, en hljómsveitin heldur tónleika þann 29. ágúst í Eldborg í Hörpu. Miða á tónleikana er hægt að nálgast á miðasöluvef Hörpu. Meira

100sta sýningin af HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES

Sýningin How to become Icelandic in 60 minutes hefur nú verið sýnd 100 sinnum í Hörpu. Af því tilfefni eru miðar seldir á 3 sýningar með 50% afslætti dagana 28. 30. og 31. ágúst.
Nánar

Carmen á svið í fyrsta skipti í 30 ár!

Næsta frumsýning hjá Íslensku óperunni verður um miðjan október en þá fer á svið ein vinsælasta ópera allra tíma „Carmen“ eftir Georges Bizet. Í titilhlutverkinu verður Hanna Dóra Sturludóttir, en Sesselja Kristjánsdóttir, mun einnig syngja hlutverkið á nokkrum sýningum. Þeir Kolbeinn Jón Ketilsson og Garðar Thór Cortes skiptast á að syngja Don José. Nánar um sýninguna og hlutverkaskipan hér

Evrópusamtök tannréttingasérfræðinga halda ráðstefnu í Hörpu

Dagana 26. – 30. júní verður haldin ráðstefna Evrópusamtaka tannréttingasérfræðinga -  European Orthodontic Society (EOS) í Hörpu. Ráðstefnan, sem jafnframt er ársþing samtakanna, er stærsta ráðstefnan sem haldin hefur verið í Hörpu frá opnun.  Það er sérstaklega ánægjulegt að geta boðið alþjóðlegum gestum upp á fjölbreytta opnunarhátíð og stærstu fyrirlesarana í hinni glæsilegu Eldborg.  Samhliða þinginu er haldin vörusýning í Silfurbergi, Norðurljósum og Hörpuhorninu. Auk lengri og skemmri fyrirlestra er sýning á tæplega 500 veggspjöldum og verða þau hengd upp í Flóa og Norðurbryggju. Sjá meira um ráðstefnuna hér.

Draggkeppni Íslands 7.ágúst

Draggkeppni Íslands fer fram í Hörpu þann 7. ágúst. Dragg er trúlega eitt elsta form leiklistar sem þekkist í heiminum og er sprottið upp frá þeim tímum er konum var meinaður aðgangur að því að koma fram á sviði í leiksýningum. Keppnin er tveggja tíma löng og um verður að ræða mikið sjónarspil og frábæra skemmtun.

I,Culture hljómsveitin með tónleika í Eldborg

I, Culture hljómsveitin er skipuð framúrskarandi ungum tónlistarmönnum á aldrinum 18-28 ára frá Armeníu, Azerbaijan, Hvíta Rússlandi, Georgíu, Moldavíu, Póllandi og Úkraínu. Skoðið frétt RÚV um hljómsveitina hér.

Nýtt aðsóknarmet sett í Hörpu á Menningarnótt

Menningarnótt tókst mjög vel í Hörpu á  laugardag en fjöldi viðburða var a dagskrá hússins frá hádegi fram á kvöld. Mikill mannfjöldi kom til að sækja viðburði í Hörpu en á dagskrá voru meðal annars tvennir tónleikar Sinfóníunnar, óperutónleikar, kvikmyndasýningar, rokktónleikar og ýmiskonar dagskrá fyrir börn.

Nýtt aðsóknarmet var sett en 25.042 manns komu í húsið á laugardaginn. Fyrra metið, frá menningarnótt 2012 var 23.762.

Bang on a Can á Listahátíð

Bang on a Can All Stars kemur fram á Listahátíð í Reykjavík á opnunartónleikum hátíðarinnar 17. maí nk. en tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu. Meðal tónskálda eru Laurie Anderson, Mira Calix, Jóhann Jóhannsson og Christian Marclay. Nánar

Sunnudagsleiðsögn 18. ágúst kl. 15:00 í fylgd Rósu Gísladóttur og Ólafs Gíslasonar listfræðings um sýninguna Tilfærsla–Róm/Reykjavík í Hörpu.

Rósa hélt stóra einkasýningu á Ítalíu síðasta sumar sem hét Come lacqua come l'Oro (Eins og vatn eins og gull) í rústum hins forna Trajanusarmarkaðar í Róm. Þessi sýning er nú sett upp í Hörpu og verður þar til 25.ágúst.

Stútfull dagskrá á Menningarnótt fyrir alla aldurshópa

Á Menningarnótt, á laugardaginn kemur, verður fjölbreytt dagskrá í Hörpu. Meðal atriða á dagskrá eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, töfrandi dans frá Indlandi, tónlist frá Færeyjum, Undiraldan á útisviði þar sem m.a. Samaris og Himnalaya koma fram, kvikmyndasýningar í Kaldalóni, hljóðfærasmiðja fyrir krakka, Maxímús Músíkús fer á stjá, spennandi sýndarhvalaskoðun fyrir börn, sérstök Airwaves kynningardagskrá, ljóðasiglingar um sundin blá, hópsöngur í Eldborg undir stjórn Garðars Cortes og margt, margt fleira. Nánari dagskrá má finna hér.

Tvö þúsund miðar seldust á Carmen á fyrsta degi

Miðasala á Carmen hófst í gær, 12.ágúst. Mikill áhugi er greinilega á sýningunni. Tvö þúsund miðar seldust strax á þessum fyrsta degi. Leikstjóri er Jamie Hayes og leikmynd gerir Will Bowen en þeir stóðu síðast að hinni geysivinsælu sýningu Óperunnar á La Boheme. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

. Miðar eru fáanlegir hér

Upptakturinn: Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.

Atvinnutónlistarmenn fluttu 13 tónverk eftir börn og unglinga úr reykvískum grunnskólum á opnunartónleikum Barnamenningarhátíðar í Hörpu. Tónverkin voru valin í Upptaktinn af dómnefnd og fullunnin með aðstoð tónskálda.

Benedetto Lupo leikur verk eftir Schumann og Brahms

Ítalski píanóleikarinn Benedetto Lupo vakti fyrst heimsathygli þegar hann hlaut bronsverðlaun í alþjóðlegu Van Cliburn píanókeppninni árið 1989. Lupo kemur fram á tónleikaröðinni Heimspíanistar í  Hörpu þann 11.september næstkomandi í Norðurljósum. meira um viðburðinn hér.

Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu

Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu. Þann 10. september næstkomandi mun fyrirtækið kynna skýrslu sína í Hörpu. 
Verkefnið er kostað af fjórum íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum: Icelandair, Isavia, Höldur/Bílaleigu Akureyrar og Bláa lóninu. Kynningin fer fram í Hörpu kl. 9-12 og er öllum opin. Skráningargjald er 2.000 krónur. 

Endurnýjun áskrifta hafin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Endurnýjun áskrifta og Regnbogakorta er hafin í miðasölu Hörpu. Sala áskriftakorta á tónleikaraðir er einnig hafin en sala nýrra Regnbogakorta hefst 26. júní.  Áskrifendur eru hvattir til að endurnýja fyrir sumarfrí en hægt er að ganga frá óbreyttri áskrift á vef Sinfóníunnar www.sinfonia.is. Almenn lausamiðasala hefst 23. ágúst.

Thinking Outside the Box... and Inside

Magnað verk sem Magnús Logi Kristinsson sýndi á Sequences í Hörpu.

Opnunartónleikar Listahátíðar í Reykjavík

Bang on a Can All-Stars: Field Recordings

„Ofsafenginn og áleitinn hópur, sem samtvinnar kraft og höggþunga rokksveitar hinni tæru nákvæmni kammersveitar.“
— The New York Times

Nánar

Opnunarhátíð Hinsegindaga

Opnunarhátíð Hinsegin daga hefur lengi verið einn vinsælasti viðburður hátíðarinnar. Þar er ekki aðeins um að ræða glæsilega skemmtun þar sem snjallir skemmtikraftar koma fram, heldur er opnunarhátíðin einnig sannkallað ættarmót hinsegin fólks, fjölskyldna þeirra og vina.

Nánar>

Annar milljónasti gesturinn í Hörpu

Í gær kom annar milljónasti gesturinn í Hörpu, frá því húsið opnaði fyrir rúmum 2 árum. Sú heppna reyndist veraSjöfn Friðriksdóttir sem kom í miðasöluna til að sækja miðana sína á Draggkeppnina 2013. Nánar

Litríkt sumar framundan í Hörpu

Í dag, sumardaginn fyrsta, fyrsta degi Hörpumánaðar, viljum við nota tækifærið til að kynna litríka og skemmtilega menningardagskrá sumarsins með góðri aðstoð Sigtryggs Baldurssonar sem syngur fyrir okkur dagskrána. 


Horfið á myndbandið á YouTube hér

Húsfyllir á ráðstefnu tannréttingasérfræðinga

EOS er stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið í Hörpu frá upphafi, með um 2.300 alþjóðlega gesti. Ráðstefnan verður fram á sunnudag.

RAX sýnir ljósmyndir í Hörpu

Ragnar Axelsson sýnir ljósmyndir sínar úr bókinni Fjallaland í Hörpu til 19. september. Nánar

Maxi skemmtir yngstu gestum Sinfóníunnar

Það var fjölmenni á barnastund með Sinfóníunni og Maxímús Músíkús á laugardagsmorgun. Tónlistin og lengd Barnastundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum og aðgangur er ókeypis.

Yoga soundscape: Iceland

"Markmiðið er að ná fram einstakri stemningu með því að fá fólk til þess að iðka jóga við lifandi tónlist. Ég vil að þátttakendur taki þessa einstöku upplifun með sér út í lífið sem eitthvað jákvætt og fallegt," segir Aarona Pichinson, jógakennari og frumkvöðull verksins Yoga Sound Escape-Energy In Motion, sem verður haldið í Hörpu í kvöld. Um er að ræða klukkustundarlangan jógatíma og í kjölfarið verður hugleiðsla undir handleiðslu Pilchinson undir ljúfum tónum Duo Harpwork, Ragnhildar Gísladóttur, Laufeyjar Sigrúnar Haraldsdóttur, Völu Gestsdóttur og Óttar Sæmundssonar. Fólki er bent á að koma með eigin jógadýnu og að ekkert fatahengi er í Hörpuhorni og því best að geyma yfirhafnir og skó í fatahengi á jarðhæð og verðmæti í bílnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Ráðstefna Esperantista í Hörpu

Dagana 20. – 27.júlí verður ráðstefna Alþjóðasambands esperantista, UEA (Universala Esperanto-Asocio) haldin í Hörpu. Rúmlega 1000 manns koma á ráðstefnuna og margir gesta koma til Íslands ásamt fjölskyldum sínum og framlengja dvöl sína hér á landi eftir ráðstefnuna.

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð opnaði með pompi og pragt í Hörpu þriðjudaginn 23. apríl. Hátíðin stendur yfir til 28. apríl.

Nánar.

Ban Ki-moon hrifinn af Hörpu

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Hörpu síðdegis í gær (þriðjudaginn 2. júlí), ásamt fylgdarliði sínu. Halldór Guðmundsson, forstjóri, sagði honum frá sögu hússins og kynnti helstu kosti þess.  Meira um heimsóknina hér.

Húsfylli af kátum krökkum

Barnamenningarhátíð opnaði í Hörpu þriðjudaginn 23.apríl með pompi og pragt.  

Myndir á Facebook síðu Hörpu.

Opnun á sýningu Rósu Gísladóttur í dag

Síðasta sumar var listakonan Rósa Gísladóttir með stóra einkasýningu í 2000 ára gömlum rómverskum rústum Trajanusarmarkaðar í Róm og var sýningin titluð, „Come l’acqua come l’oro…“ („Eins og vatn eins og gull…“). Verkin eru nú sýnd í Hörpu. Sýningin er opin til 26. ágúst. Meira hér

Harpa hlýtur ein virtustu byggingarlistaverðlaun heims – Mies van der Rohe verðlaunin.

Mies van der Rohe verðlaunin voru afhent föstudaginn 7.júní  í Mies van der Rohe Pavilion í Barcelona. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, fulltrúar frá Henning Larsen Architects, Batteríinu Arkitektum og Studio Ólafs Elíassonar tóku við verðlaununum. Verðlaunin eru virtustu byggingarlistaverðlaun sem Íslandi hefur hlotnast. Nánar

Kraftwerk í Hörpu

Hin goðsagnakennda þýska krautrokk/rafsveit Kraftwerk verður með tvenna tónleika í Hörpu í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina 3. og 4.nóvember.  Miðasala á aukatónleikana hefst í dag en hægt er að kaupa miða á þá án þess að vera með Iceland Airwaves armband.

Hátíð hafsins- hátíðardagskrá í Hörpu alla helgina.

Það verður hátíðleg stemmning alla helgina í Hörpu í kringum Hátíð hafsins. Dagskráin höfðar til allrar fjölskyldunnar og aðgangur er ókeypis. Kynnið ykkur dagskrána hér.

Spennandi hjólakeppni fer frá Hörpu fimmtudagskvöld

Sæbrautin breytist í hringleikahús hraðans fimmtudagskvöldið 4. júlí nk þegar hraðskreiðasta hjólreiðafólk landsins hertekur brautina og keppir um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður landsins 2013.  Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki. Alvogen er styrktaraðili mótsins og hefur ákveðið að láta UNICEF og Rauða krossinn njóta góðs af en skráningargjöld keppenda renna óskipt til samtakanna. Meira um mótið hér

Íslenska óperan heldur upp á Evrópska óperudaginn

Handhafar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 syngja í anddyri Hörpu

Óperusöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson, sem fyrr á árinu hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona og söngvari ársins í sígildri tónlist, syngja aríur og dúetta í tilefni Evrópska óperudagsins á morgun, laugardag kl.17

Tónleikarnir verða í anddyri Hörpu við veitingastaðinn Munnhörpuna. Þau munu syngja frægar aríur og dúetta, ma. úr La Traviata og La Boheme auk annars efnis.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Slakað á í sýndarveruleika

Gestur á tölvuleikjaráðstefnunni Eve Online Fanfest slakar á meðan hún bíður eftir að fá sér tattú á sérstakri tattústofu sem Reykjavik Ink er búin að setja upp í Hörpu. Yfir 3000  manns sækja ráðstefnuna í Hörpu en lokadagur hennar er á laugardag.

Harpa kynnir Reykjavík Midsummer Music 2013 - Anachronism

RMM 2013 - Anachronism
Níu viðburðir á þremur dögum dagana 19.-21. júní í Hörpu. Hátíðin var verðlaunuð sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum 2012. Listrænn stjórnandi er Víkingur Heiðar Ólafsson. Kynnið ykkur hátíðina nánar hér

Leikið með myrkur

Hinn ungi bandaríski strengjakvartett JACK hefur vakið mikla athygli fyrir framsækna efnisskrá sína sem á köflum er svo óhefðbundin að hún er leikin í niðamyrkri. Spennandi verk á dagskrá Listahátíðar í Hörpu á miðvikudagskvöld.

Dionne Warwick komin til landsins

Poppstjarnan Dionne Warwick er komin til landsins, en söngkonan heldur tónleika í Hörpu miðvikudaginn 10.júlí. Samkvæmt Fréttablaðinu segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari að söngkonan hafi mætt fyrr en áætlað til að njóta hvíldar fyrir tónleikana og skoða sig um. Aðeins örfáir miðar eru enn eftir á tónleikana.

17. júní haldinn hátíðlegur í Hörpu

Það verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Hörpu á lýðveldisdaginn fyrir stóra sem smáa. Meðal þeirra atriða sem verða á boðstólnum eru Samúel J. Samúelsson Big Band, fjöldasöngur á þjóðsöng Íslendinga í Eldborg með Garðari Cortes og Óperukórnum, tónlistarhúsamúsin Maxímús Músíkús gefur blöðrur, Háskóladansinn, teygjustökk á Hörputorgi á kynningarverði og margt, margt fleira.