börn og fjölskyldan, leikhús, sýning

Karíus og Baktus

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.450 kr

Tímabil

28. apríl - 16. júní

Salur

Kaldalón

Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn.

Nú má sjá þessa sígildu prakkara í fallegu leikhúsi sem sett hefur verið upp í Kaldalóni í Hörpu en það er miklu skemmtilegra að kíkja á þá þar en að hafa þá í munninum á sér. Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa og er tilvalin fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Sýningin er um 45 mínútur að lengd og án hlés. 

Leikarar: Albert Halldórsson og Snædís Lilja Ingvarsdóttir

Leikstjórn: Sara Marti og Agnes Wild
Leikmynd og búningar: Steinunn Marta Önnudóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson
Myndband: Steinar Júlíusson
Leikmunir: Eva Björg Harðardóttir
Sýningarleyrsla: Óðinn Ragnarsson
Framleiðslustjórn: Jón Þ. Kristjansson

Viðburðahaldari

Karíus og Baktus

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.450 kr.

Dagskrá