dans, sýning, tónlist

Kala­b­anté fjöll­ista­hóp­urinn sýnir Africa in Circus

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.200 - 14.900 kr

Tímabil

7. september - 8. september

Salur

Eldborg

Daglegt líf í Gíneu er innblástur sýningarinnar Africa in Circus sem er full af lífsgleði, litadýrð, tónlist, dansi og ótrúlegum sirkuslistum. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn og fengið einróma lof gagnrýnanda. Áhorfendur mega búa sig undir að taka andköf af undrun á meðan listafólkið leikur á þyngdarlögmálið og möguleika líkamans.

Tónlistin sem hópurinn flytur er bræðingur af afró, funk og jazz með hljóðfærum frá Vestur-Afríku eins og djembe trommu, balafon og strengjahljóðfærinu kora í bland við kunnulegri hljóðfæri eins og saxófón, bassa og trommusett.

„Makes Cirque du Soleil look tame“ – The Sydney Morning Herald
„A celebration of diversity and dizzying fun“– Parra News
„Impeccably performed slice of family-friendly circus“– Culture Fix

Sýningin er eftir fjöllistamanninn og listræna stjórnandann Yamoussa Bangoura. Áhugi Bangoura á sirkuslistum vaknaði á uppvaxtarárunum í Conakry í Gíneu þar sem hann lærði sirkuslistir í gegnum evrópska sjónvarpsdagskrá. Aðferðirnar þróaði hann síðan enn frekar með Nyamakala-sirkushefðum sem kenndar eru við Fula-þjóðflokkinn í Vestur-Afríku. Í framhaldi gekk hann til liðs við gíneska sirkusinn Circus Baobob sem hann ferðaðist með um Afríku og Evrópu. Árið 2000 gekk Bangoura til liðs við Cirque Eloize í Kanada og á meðan hann dvaldi þar í landi kom hann einnig fram með Cirque du Soleil og Cavalia sirkusnum. Yamoussa Bangoura lét svo draum sinn rætast árið 2007 þegar hann stofnaði Kalabanté Productions og fékk til liðs við sig meðal annars tvíburasystur sína, bróður og frændur.

Kalabanté Productions rekur sitt eigið stúdíó og skóla í Montréal í Kanada auk þess sem fyrirtækið stendur að byggingu Kalabanté-skólans í Conakry, höfuðborg Gíneu. Markmiðið með byggingu skólans er að gefa ungmennum tækifæri á þjálfun í þverfaglegum listum og gera þeim kleift að vinna við listir.

Kalabanté Prodcutions tók þátt í gerð heimildamyndarinnar Circus Without Bordersárið 2010 en myndin er samstarfsverkefni Kalabante og Artcirq-sirkussins. Aðstandendur myndarinnar, Guillaume Saladin og Yamousse Bangoura eru bestu vinir og loftfimleikamenn í heimsklassa sem deila draumi um að veita von og stuðla að umbótum í samfélögum sínum með sirkuslistakennslu. Í myndinni heimsækja sirkusarnir kanadískar norðurslóðir og Gíneu þar sem þeir bjóða ungum inúítum og Gíneubúum að kynnast töfraheimi sirkuslistanna til að sporna gegn sjálfsvígum, fátækt og örvæntingu.

Miðaverð:
Almennt miðaverð er 4.900 – 14.900 kr.
Afsláttapakkar í boði fyrir stærri hópa:
Afsláttamiðar fyrir 3-4, verð pr. miða 4.400 – 12.200 kr.
Afsláttamiðar fyrir 5 eða fleiri, verð pr. miða 4.200 – 11.700 kr.




Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

12.900 kr.

B

10.900 kr.

C

8.900 kr.

D

6.900 kr.

X

14.900 kr.

E

4.900 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.