Kammertónlist, Rising Stars, Sígild og samtímatónlist, Tónlist

Event poster

Rising Stars | Valérie Fritz - Learn to unlearn

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.000 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 10. maí - 17:00

Salur

Norðurljós

Að læra til að aflæra (Learn to unlearn) er tónleikayfirskrift austurríska sellóleikarans Valérie Fritz á Rising Stars tónlistarhátíðinni í Hörpu. 

Í gegnum litrík og ólík einleiksverk fyrir sellóið verður til þráður eða frásögn sem hverfist um samband sellóleikarans við hljóðfærið sitt. Hreyfingar, lýsing, söngur, myndlist og dans gegna hlutverki í mörgum verkanna og hljóðheimur sellósins er þaninn til hins ýtrasta.

Tónverkin spanna allt frá miðöldum og til okkar tíma en á efnisskrá er meðal annars glænýtt tónverk úr smiðju írska tónskáldsins Jennifer Walshe sem er eitt eftirsóttasta tónskáld samtímans. The Sheer Task of Being Alive (2025) fyrir selló og rödd er samið sérstaklega fyrir Valérie Fritz, þar sem hreyfingar geimfara í þyngdarleysi verða að yrkisefni.

Hreyfingar sellóleikara eru innblástur að baki Æfingu fyrir selló eftir danska tónskáldið Simon Steen Andersen fyrir selló og myndbandsvörpun en myndbandsvörpun kemur einnig við sögu í tónsmíðum hins þýska Michael Beil og hins ítalska Manuel Zwerger. Einnig hljóma sígild einleiksverk fyrir selló úr smiðjum Bachs og Brittens og nýstárleg og áhugaverð verk eftir George Crumb, Peter Eötvos og Georges Aperghis.

Valerie Fritz hefur vakið eftirtekt fyrir frjótt verkefnaval, afar persónulega nálgun við hljóðfærið sitt og framúrskarandi sellóleik. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram á tónleikum á Íslandi.

EFNISSKRÁ

Manuel Zwerger (1992)
VIOLIN TUITION (2023) fyrir sellóleikara með myndbandsvörpun

Georges Aperghis (1945)
II. Récitation Quatre úr Récitations fyrir einleiksselló  (1980)

Johann Sebastian Bach (1685 - 1750)

Prélude + Courante úr Svítu númer 2 BWV 1008 (1717 - 1723) fyrir einleiksselló

Jennifer Walshe (1974)

The Sheer Task of Being Alive (2025) fyrir selló og söngrödd

Simon Steen-Andersen (1976)

Æfing fyrir strengjahljóðfæri #3 fyrir selló með myndbandsvörpun (2011)

Benjamin Britten (1913 - 1976)
Lento (introduzione) úr Sólósvítu nr. 3 (1971)

George Crumb (1929 - 2022)
Toccata úr Sónötu fyrir einleiksselló (1955)

Peter Eötvös (1944 - 2024)
Two poems to Polly (1998) fyrir talandi sellóleikara

Birgitta von Schweden
(1303- 1373)
Latuit, fyrir selló með rafhljóðum

Michael Beil (1963)

String Jane (2016) fyrir selló með lifandi myndbandsvörpun

-


Austurríski sellóleikarinn Valérie Fritz hefur hefur komið fram sem einleikari og með kammerhópum á tónlistarhátíðum svo sem á Musikfest í Berlín, Salzburg Festival og Klangspuren Schwaz og leikið með hljómsveitum svo sem Deutsches Symphonie-Orchester í Berlín. Hún hefur starfað náið með tónskáldum á borð við Georg Friedrich Haas og Jennifer Walshe og hefur hljóðritað sína fyrstu plötu sem hefur að geyma verk eftir York Höller, Claude Debussy og Rebeccu Clarke. Hún stundaði háskólanám við Mozarteum háskólann í Salzburg hjá Clemens Hagen og Giovanni Ghnocchi.

Valérie Fritz er tilnefnd sem Rising Stars listamaður af  Elbphilharmonie í Hamborg, Bozar í Brussel, Casa da Música í Porto, Kölner Philharmonie í Köln, Konzerthaus Dortmund og Musikverein Wien í Vínarborg.


-

Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Rising Stars-verkefnið er margþætt; það veitir ungu og framúrskarandi tónlistarfólki færi á að koma fram í frábærum tónlistarhúsum víðs vegar um Evrópu og veitir jafnframt ferskum straumum inn í tónlistarlíf og dagskrá viðkomandi tónlistarhúsa. Verkefnið styður við nýsköpun en þeir hópar og einstaklingar sem valdir eru til þátttöku í Rising Stars panta tónsmíð sem er flutt er á öllum tónleikum viðkomandi. Samhliða tónleikahaldi tekur unga tónlistarfólkið þátt í samfélagslegum tónlistarverkefnum sem lúta að miðlun, kennslu og/eða viðburðahaldi, gjarnan utan hins hefðbundna tónleikasalar en verkefnin eru ákveðin í samstarfi við viðkomandi tónlistarhús.

Um 110 tónleikar fara árlega fram á vegum Rising Stars. Á meðal tónlistarfólks sem komið hefur fram undir merkjum Rising Stars eru fiðluleikararnir Patricia Kopatchinskaja, Renaud Capuçon og Janine Jansen, píanóleikararnir Khatia Buniatishvili og Igor Levit, sellóleikarinn Kian Soltani og strengjakvartettarnir Quarteto Casals og Belcea Quartet.


ECHO, samtök evrópskra tónleikahúsa, voru stofnuð árið 1991 en í samtökunum eru nú 23 tónleikahús í 14 Evrópulöndum.  Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum, alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið sem og frumsköpun og stuðning við ungt listafólk.

-

RISING STARS TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í HÖRPU
9. - 10. maí 2026 í Norðurljósum

Laugardagur, 9. maí kl. 17
Maat saxófónkvartettinn: Blackbird

Laugardagur, 9. maí kl. 20
Giorgi Gigashvili, píanó

Sunnudagur, 10. maí kl. 17
Valérie Fritz, selló: Learn to unlearn

Sunnudagur, 10. maí kl. 20
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó: Lady Lazarus


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

5.000 kr.

Dagskrá

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

a large auditorium filled with rows of chairs and purple lights .

Næstu viðburðir í Norðurljósum