Menningarnótt, Ókeypis viðburður
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 23. ágúst - 17:05
Salur
Kaldalón
Færeyska bluegrass hljómsveitin Blátt Gras leikur eigið efni
á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á Menningarnótt. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega
velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Tónleikarnir eru skipulagðir af Sendiskrifstofu Færeyja á
Íslandi í samstarfi við Hörpu.
Færeyska hljómsveitin Blátt Gras hefur verið starfandi frá árinu 2012, komið fram á fjölda tónleika og sent frá sér breiðskífurnar Ávegis (2014), Framvegis (2018) og Veðurmaðurin (2025) en allar hafa þær hlotið góða dóma.
Hljómsveitina skipa Terje Johannesen, söngur, gítar, mandólín og banjó, Johan Mikkelsen, söngur og gítar, Jarnhold Nattestad, bassi, Bjartur Johannesen, söngur, píanó, harmonikka og þvottabretti og Richard Johansen, trommur. Tónlist og textar eru öll eftir hljómsveitarmeðlimi, innblásin af bandarískri bluegrass tónlist.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 23. ágúst - 17:05
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Næstu viðburðir í Kaldalóni