Menningarnótt, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 23. ágúst - 15:00
Salur
Norðurljós
Létt og leikandi söngprógram í flutningi Hallveigar Rúnarsdóttur, sópransöngkonu og Matthildar Önnu Gísladóttur, píanóleikara. Þær stöllur bjóða upp á himinfögur sönglög og ástsælar aríur sem saman spanna allt tilfinningalitrófið.
Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum og vara í um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Aðgengi er gott.
--
Hallveig Rúnarsdóttir hefur komið fram sem einsöngvari vítt og breitt um heim og hefur sungið einsöng í mörgum helstu stórverkum tónbókmenntanna. Hún hefur komið fram með sinfóníuhljómsveitum víða um heim og haldið fjölda einsöngstónleika, bæði á Íslandi og erlendis auk þess að syngja inn á upptökur til útgáfu og útvarpsútsendinga.
?Hallveig hefur í tvígang hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist. Hún hefur þar að auki verið tilnefnd til verðlaunanna þrisvar sinnum og eins hefur hún tvisvar verið tilnefnd til Grímuverðlauna sem Söngvari ársins.
Hallveig er stofnandi og listrænn stjórnandi atvinnusönghópsins Cantoque Ensemble og starfar einnig sem söngkennari og aðstoðarskólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
--
Matthildur Anna Gísladóttir lauk BA-gráðu í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Næst lá leiðin til London þar sem hún lauk mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music. Árið 2014 útskrifaðist hún frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland með meistaragráðu í óperuþjálfun. Þar hlaut hún James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Matthildur hefur komið að óperuuppsetningum, m.a. hjá Íslensku óperunni, Óperudögum í Kópavogi, British Youth Opera, Clonter Opera, Edinburgh Grand Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera, Royal Academy Opera og Co-Opera Co í London. Matthildur gegnir nú stöðu aðjúnkts í hljóðfæraleik við Listaháskóla Íslands auk þess sem hún er meðleikari við Menntaskólann í tónlist.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 23. ágúst - 15:00
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum