Börn og Fjölskyldan, Menningarnótt, Smiðjur

Event poster

Tónlist­arsmiðja fjöl­skyld­unnar með Kordu Samfóníu | Harpa á Menn­ing­arnótt

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. ágúst - 14:00

Salur

Flói

Á Menningarnótt býður Korda Samfónía upp á tónlistarsmiðju í Flóa á jarðhæð Hörpu fyrir börn, fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri.

Smiðjurnar eru tvær og hefjast klukkan 14 og klukkan 15:30. Þar semja þátttakendur saman tónlist sem verður flutt á óformlegum tónleikum í smiðjulok.

Þátttakendum er velkomið að taka með sér hljóðfæri en bakgrunnur í tónlist er alls ekki skilyrði.

Ath. Takmarkaður tæknilegur stuðningur verður að smiðjunum og því hvetjum við fólk til þess að koma ekki með rafmögnuð hljóðfæri nema ef viðkomandi komi með allt það sem til þarft sjálf.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að taka þátt. Ekki er þörf á skráningu fyrirfram.

--

Korda Samfónía er án vafa óvenjulegasta hljómsveit landsins, en þar koma saman starfandi tónlistarmenn, nemendur úr Listaháskóla Íslands, sjálfmenntað tónlistarfólk og fólk  á mismunandi stöðum í endurhæfingu eftir lífsbreytandi áföll og heilsubrest. Allra raddir eru jafn réttháar og útkoman er stórkostleg. Korda Samfónía flytur eingöngu frumsamda tónlist en sú tónlist er samin af meðlimum hljómsveitarinnar í sameiningu. Korda Samfónía gengst fyrir árlegum tónleikum í Hörpu sem ávallt vekja mikla hrifningu.

Korda Samfónía var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir debúttónleikana sína 2022 og hlaut hvatningarverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 fyrir að nýta tónlist og miðla henni á skapandi máta til að efla fólk til frekari virkni í samfélaginu

Korda er samstarfsverkefni MetamorPhonics, Listaháskóla Íslands, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, Hörpu og starfsendurhæfingamiðstöðva víðsvegar um landið. Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneyti, Félags og vinnumálaráðuneyti, Mennta og barnamálaráðuneyti og Menningar og atvinnumálaráðuneytum Íslands ásamt Tónlistarborginni Reykjavík og Tónlistarsjóði.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 23. ágúst - 14:00

Flói

Flói er glæsilegt opið rými á fyrstu hæð sem hentar vel fyrir móttökur, veisluhöld, markaði eða sem sýningarsvæði. Fallegt útsýni er úr Flóa yfir Esjuna, höfnina og miðborgina.

a large room filled with tables and chairs set up for a banquet .

Næstu viðburðir í Flóa