12. maí 2021

World Geothermal Congress

Stærsta ráðstefna um jarðvarma í heiminum

World Geothermal Congress (WGC) er stærsta ráðstefna um jarðvarma í heiminum og fer fram á fimm ára fresti víðs vegar um heiminn.  Upphaflega átti ráðstefnan að fara fram á Íslandi á síðasta ári en óhefðbundnir tímar kölluðu á nýja nálgun. 

Því var ákveðið að hefja viðburðinn í netheimum núna á vordögum með fimm fundardögum, í fjórum lotum, frá apríl til júlí. Í dag hefst seinni fundarlotan sem stendur yfir í þrjá daga. Á þessum dögum munu 162 klst. af efni verða streymt úr Hörpu til yfir 5000 þátttakenda víðs vegar um heiminn. 

Ráðstefnan sjálf verður haldin í Hörpu í október næstkomandi þar sem fræðsla, viðburðir og kynningar á alþjóðlegum verkefnum í jarðvarma fer fram. Markmið WGC er að leiða saman helstu sérfræðinga, vísindamenn, stjórnvöld og aðra hagaðila til að ræða nýtingu auðlinda á sjálfbæran og vistvænan máta.

Fréttir

29. júní 2021

Hnoss opnar í Hörpu

„Hnoss“ er nafn á nýjum veitingastað sem mun opna á jarðhæð Hörpu rétt fyrir Menningarnótt. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu.

21. júní 2021

Nýr vefur Harpa.is í loftið

Nýr vefur er afrakstur samstarfs við hönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos og ráðgjafafyrirtækið Parallel. Mikill metnaður var lagður í hönnunina með upplifun notenda í forgrunni.

18. júní 2021

Þjóðhátíðarkveðja

Í ár verður ekki sérstök hátíðardagskrá í Hörpu eins og tíðkast hefur á 17. júní þar sem framkvæmdir standa nú yfir húsinu sem bæta munu bæði upplifun og þjónustu við gesti.