27. september 2022

Upptakturinn tilnefndur til YAM verðlaunanna

-The Young Audiences Music Awards í flokknum Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.

Upptakturinn - mynd

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, hefur verið tilnefndur til evrópsku verðlaunanna YAMawards eða The Young Audiences Music Awards í flokknum Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni. YAM verðlaunin heiðra sköpunargáfu og nýsköpun í tónlistarframleiðslu ungmenna frá öllum heimshornum, allt frá einleikurum, til hljómsveita og þar í milli.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Brugge í Belgíu þann 18. október næstkomandi. [@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` propVið hvetjum ykkur til að skrá ykkur inn og kjósa Upptakinn.

Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV og Listaháskóla Íslands. Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er hið nýja tónverk flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku.

[@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` prop

Fréttir