18. janúar 2024
Upprásin tilefnd
til árlegu tónlistarverðlauna The Reykjavik Grapevine.
Nýjasta tónleikaröðin í Hörpu, Upprásin, er tilnefnd til árlegu tónlistarverðlauna The Reykjavik Grapevine í flokknum “Shout Out”, en verðlaunin eru veitt þeim sem eru talin hafa bætt tónlistarheiminn á síðastliðnu ári.
Við þökkum fyrir tilnefninguna og frábærar viðtökur um leið og við minnum á að næsta tónleikar í Upprásinni fara fram þann 23. janúar þar sem Sjálfshatur, Emma og Krassoff munu stíga á svið. Nánari upplýsingar má finna hér.
Upprásin er á vegum Hörpu í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2. Verkefnið er liður í dagskrárstefnu Hörpu um að styðja við og bæta aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum að Hörpu og auka við fjölbreytni og aðgengi tónlistaráhugafólks að nýrri íslenskri tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Fréttir
4. desember 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025