31. mars 2022
Upplýsingar til viðskiptavina Hörpu
vegna umferðatakmarkana um helgina.

Vinsamlega athugið að um helgina verða kvikmyndatökur í miðborginni á vegum framleiðslufyrirtækisins True North. Ráðgert er að umferð um Sæbraut verði takmörkuð frá kl. 7:00-13:00 á laugardag og 07:00-17:00 á sunnudag frá Snorrabraut að Hörpu sem og frá Kalkofnsvegi að Geirsgötu. Gestum er bent á að hægt er að keyra inn í bílakjallarann í Hafnartorgi og yfir í bílakjallara Hörpu.
Aðgangur að plani fyrir framan Hörpu verður að hluta til takmarkaður en opið verður fyrir aðgengi gesta að Hörpu. Þess verður gætt að greið leið verði að Hörpu í gegnum vel merktar hjáleiðir og allir gestir komist leiðar sinnar og geti sótt viðburði þar. Greið leið verður einnig að vörumóttöku Hörpu.
Ítarlegri upplýsingar má sjá á götukortunum.