13. nóvember 2021

Undan­þága veitt á fram­vísun hrað­prófs

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita undanþágu á framvísun hraðprófa helgina 13.-14. nóvember.

Gestir Hörpu eru sem fyrr hvattir til að fara í hraðpróf fyrir viðburði helgarinnar og framvísa neikvæðum hraðprófsniðurstöðum en engum verður vísað frá sem ekki hafa slíkt meðferðis.

Ástæðan fyrir undanþágu er álag á hraðprófsstöðvar og að erfitt hefur reynst að bóka og komast að í hraðpróf.

Hörpugestir eru minntir á að grímuskylda er á alla viðburði í húsinu og við hvetjum alla okkar gesti til að sýna ábyrgð og sinna einstaklingsbundnum smitvörnum.

Harpa hefur ávallt lagt áherslu á ábyrgt viðburðarhald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. 

Fréttir

6. desember 2021

Harpa klárar fjórða Græna skrefið

Harpa heldur áfram að vinna í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og hefur nú lokið fjórum af fimm Grænum skrefum.

1. desember 2021

Sóttvarnarráðstafanir

Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum þurfa allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðu hraðprófi, neikvæðu PCR prófi, eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, fyrir alla viðburði í Hörpu.

30. nóvember 2021

Listval opnar í Hörpu

Listval er að koma sér fyrir í fallegu rými við aðalinngang á jarðhæð Hörpu.