21. ágúst 2024
Tónleikaröðin Upprásin hefst aftur
Grasrótin blómstrar í Hörpu
Upprásin, tónleikaröð fyrir grasrót íslensks tónlistarlífs hefst aftur þriðjudaginn 10. september. Upprásin er samstarf Hörpu, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, Rásar 2 og Landsbankans.
Þetta er annað árið sem tónleikaröðin er haldin en hún er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka fjölbreytni viðburðarhalds í Hörpu. Auk þess að styðja við grasrót í íslensku tónlistarlífi er markmiðið einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta reglulega við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Líkt og í fyrra voru viðtökur góðar og bárust 140 umsóknir um þátttöku í tónleikaröðinni í vetur. Valnefnd stóð frammi fyrir vandasömu verki að velja úr öllu því hæfileikaríka listafólki sem sótti um og 27 atriði voru valin til þátttöku, þó mun fleiri hefðu geta sómað sér vel í tónleikaröðinni. Það er greinilegt að grasrótin blómstrar.
Þess má geta að Upprásin var tilnefnd til Íslensku tónlilstarverðlaunanna 2023 í flokknum tónlistarviðburður ársins, auk þess sem tónleikaröðin var tilnefnd til Shout Out tónlistarverðlauna Grapevine.
Tónleikakvöld Upprásarinnar verða mánaðarlega á þriðjudagskvöldum í Kaldalóni á 1.hæð Hörpu frá september og fram í maí. Þrjú tónlistaratriði koma fram á hverju kvöldi og því samtals 27 atriði sem munu koma fram í Upprásinni veturinn 2024-2025.
Aðgangseyri er stillt í hóf og kostar miðinn 2000 kr. en hægt er að bæta við styrkjum sem renna beint til tónlistarfólksins í miðasöluferlinnu.
Kynntu þér hljómsveitirnar hér.
Sjáumst á Upprásinni í Hörpu í vetur!
Fréttir
3. október 2024
Hagrænt fótspor Hörpu greint í fyrsta sinn
Harpa hefur samið við Rannsóknarsetur skapandi greina um greiningu á hagrænum áhrifum Hörpu.
10. september 2024
Coocoo's Nest „bröns take over“ á Hnoss í Hörpu
Lucas á Coocoo's Nest og Leifur á La Primavera sameina krafta sína!
9. september 2024
Frábær helgi að baki með fjöllistahópnum Kalabanté
Dans og söngur frá Vestur Afríku ásamt mögnuðum sirkuslistum var í aðalhlutverki á sviði Eldborgar um helgina þegar Kalabanté fjöllistahópurinn sýndi tvisvar sýninguna Africa in Circus.