10. nóvember 2021

Tilkynning til tónleika­gesta kvöldsins

Gestir á tónleikum Concertgebouw hljómsveitarinnar þurfa að framvísa neikvæðum hraðprófsniðurstöðum.

Samkvæmt núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir þurfa gestir á tónleikum Concertgebouw hljómsveitarinnar, miðvikudagskvöldið 10. nóvember, að framvísa neikvæðu COVID-19 hraðprófi. Niðurstöður hraðprófs mega ekki vera eldri en 48 klst. gamlar.

Gestir í Hörpu eru sem fyrr hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir í hvívetna og gæta að fjarlægðarmörkum í almenningsrými.

Fréttir