27. ágúst 2024
Takk fyrir frábæra Menningarnótt í Hörpu!
Harpa þakkar gestum fyrir komuna í Hörpu á Menningarnótt og einnig öllu því stórkostlega listafólki sem kom fram, saman gerðuð þið daginn ógleymanlegan.
Á Menningarnótt voru haldnir um 50 viðburðir í Hörpu og úti á Hörputorgi. Fjöldi gesta í húsi var hátt í 16.000, sem er metfjöldi, auk þeirra gesta sem nutu dagskrárinnar á Hörputorgi. Þá er einnig gaman að segja frá því að 300 manns komu fram þennan dag. Þar á meðal lúðrasveitir, Sinfóníuhljómsveit Íslands, trúðar, tröll og stærðarinnar flamingóar, fljúgandi hjólaknapar, fjölmargt tónlistarfólk og svo mætti lengi telja.
Ragnhildur Gísladóttir og Halldór Gunnar slógu lokahljóminn í dagskrá Hörpu þegar þau stýrðu samsöng af öllum hæðum. Á meðal þeirra sem sungu með var Frú forseti, Halla Tómasdóttir og forsetagæinn Björn Skúlason.
Haustdagskráin í Hörpu er hafin og fjölbreyttir viðburðir í boði í vetur.
Þú finnur dagskrána hér á harpa.is!
Sjáumst í Hörpu!
Fréttir
3. október 2024
Hagrænt fótspor Hörpu greint í fyrsta sinn
Harpa hefur samið við Rannsóknarsetur skapandi greina um greiningu á hagrænum áhrifum Hörpu.
10. september 2024
Coocoo's Nest „bröns take over“ á Hnoss í Hörpu
Lucas á Coocoo's Nest og Leifur á La Primavera sameina krafta sína!
9. september 2024
Frábær helgi að baki með fjöllistahópnum Kalabanté
Dans og söngur frá Vestur Afríku ásamt mögnuðum sirkuslistum var í aðalhlutverki á sviði Eldborgar um helgina þegar Kalabanté fjöllistahópurinn sýndi tvisvar sýninguna Africa in Circus.