20. maí 2021

Úhlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu

Á árinu 2021

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 30. apríl.

Alls bárust 24 umsóknir. Styrkþegar voru 15 og heildarupphæð styrkja kr. 5.9 milljónir. Þessi hlutu styrk til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu maí til desember 2021.

Af særingu og seið – frumsamin tónlist, íslensk þjóðlög og textar m.a úr Eddukvæðum Tónlistarhópurinn Umbra: Arngerður María Árnadóttir, Alexandra Kjeld, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir.

Bach, Schubert og Spohr – tríótónleikar Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Dimitri Þór Ashkenazy, klarinett, Semion Skigin, píanó

Barokkbandið Brák og Andri Björn Róbertsson, bariton – frönsk barokktónlist eftir Couperin, Clérambault og Rameau. Brák: Elfa Rún Kristinsdóttir,Laufey Jensdóttir, Magnea Árnadóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Brice Sailly.

Blásarakvintettinn Hviða  – verk eftir Milhaud, Reicha og Ligeti Björg Brjánsdóttir, Julia Hantschel, Frank Hammarin, Finn Schofield, Bryndís Þórsdóttir.

Ensemble Promena – sönglög Schumanns, strengjakvartettar Brahms o.fl. Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla, Laufey Jensdóttir, fiðla, Simone Jandl, víóla, Vladimar Waltham, Herdís Anna Jónasdóttir, sópran

Jólaóratorían eftir J. S. Bach Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin, Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Alex Potter, kontratenór, Benedikt Kristjánsson, tenór, Jóhann Kristinsson, bassi Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Kammersveit Reykjavíkur fyrir tónleikadagskrá sína til ársloka 2021 Forsvarsmaður: Rúnar Óskarsson

Kammermúsíkklúbburinn fyrir tónleikadagskrá sína til ársloka 2021. Forsvarsmaður: Helgi Hafliðason

Kornið – kammerópera eftir Birgit Djupedal og Ingunni Láru Kristjánsdóttur Forsvarsmaður: Hlín Pétursdóttir Behrens og tónlistarhópurinn Austuróp

Með þig hjá mér – ljóðaþýðingar Þorsteins Gylfasonar, heimspekings Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran, Oddur Arnþór Jónsson, bariton, Hrönn Þráinsdóttir, píanó. Þorvaldur Gylfason flytur talað mál.

Meistari Mozart – Gran partita Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr ásamt gestum, alls 13 flytjendur. Eydís Franzdóttir og Peter Tompkins, óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson, klarinett, Anna Sigurbjörnsdóttir og Emil Friðfinnsson, horn, Snorri Heimisson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott.

Nostalgíuvélin – kammerjazztónlist Mikaels Mána Mikael Máni Ásmundsson, ásamt hljómsveit: Lilja María Ásmundsdóttir, Sölvi Kolbeinsson, Magnús Tryggvason Elíassen, Ingibjörg Elsa Turchi, og strengjasveit

Tónlistarhátíðin Seigla, 3. – 7. ágúst,  á vegum Íslenska Schumann félagsins Fjölbreytt kammertónlist, íslensk og erlend. Fjölmargir flytjendur ásamt tveim staðartónskáldum. Forsvarsmaður: Ella Vala Árnadóttir, píanóleikari

Schumann söngvar; sönglög, dúettar og Fantasiestücke op. 73 Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran, Jara Hilmarsdóttir, mezzosópran, Símon Karl Sigurðarson Melsteð, klarinetta, Romain Þór Denuit, píanó.

Stefnumót við Rota, Corea, Elenu, Jóhann og Stravinsky Kammertónleikar: Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Sigurður Flosason, saxófónar, Steef van Oosterhout, marimba, Bryndís Pálsdóttir, fiðla, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Sigurður Halldórsson, selló.

Fréttir

29. júní 2021

Hnoss opnar í Hörpu

„Hnoss“ er nafn á nýjum veitingastað sem mun opna á jarðhæð Hörpu rétt fyrir Menningarnótt. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu.

21. júní 2021

Nýr vefur Harpa.is í loftið

Nýr vefur er afrakstur samstarfs við hönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos og ráðgjafafyrirtækið Parallel. Mikill metnaður var lagður í hönnunina með upplifun notenda í forgrunni.

18. júní 2021

Þjóðhátíðarkveðja

Í ár verður ekki sérstök hátíðardagskrá í Hörpu eins og tíðkast hefur á 17. júní þar sem framkvæmdir standa nú yfir húsinu sem bæta munu bæði upplifun og þjónustu við gesti.