8. maí 2025, 00:00
Starfsfólk Hörpu plokkar
Starfsfólk Hörpu bretti upp ermar í síðustu viku og fór út að plokka, sópa og snyrta umhverfis húsið. Það var frískandi og veitti ekki af 🍃

Starfsfólk Hörpu bretti upp ermar í síðustu viku og fór út að plokka, sópa og snyrta umhverfis húsið. Það var frískandi og veitti ekki af 🍃
Að plokka saman er ekki eingöngu hluti af því að efla umhverfisvitund starfsfólks heldur einnig skemmtileg samverustund sem gefst ekki oft á annasömum dögum í jafn lifandi húsi og Hörpu.
Plokkdagur starfsfólks var nú haldinn fjórða árið í röð en upphaf hans má leiða til þess er Harpa innleiddi verkefnið 5 Græn skref Umhverfisstofnunar, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsfólks.
Smelltu hér til að skoða umhverfisuppgjör Hörpu í nýútgefinni árs- og sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024.