9. desember 2022

Skyggnst á bak við tjöldin

við undirbúning á verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Stærsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu, European Film Awards, verður haldin í Hörpu á morgun, laugardaginn 10. desember.

Harpa er stolt af því að halda hátíðina en hún er stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í húsinu frá opnun. Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og stuðlar að öflugri kynningu á Hörpu sem alþjóðlegs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem og landi og borg sem áfanga- og tökustöðum fyrir kvikmyndir.

Kastljós skyggndist á bak við tjöldin við undirbúning hátíðarinnar þar sem m.a. var tekið viðtal við Kristinn Brynjar Pálsson, verkefnastjóra Hörpu sem stýrir framkvæmdinni.

Horfa á innslag

Fréttir