18. júní 2021

Rammagerðin opnar í Hörpu

Fyrirhugað er að ný verslun Rammagerðarinnar veiti innsýn inn í heim íslenskrar hönnunar þar sem lögð er áhersla á sérstöðu og hlutverk hússins á sviði tónlistar og menningar.

Rammagerðin hefur gert samkomulag við Hörpu um að opna nýtt verslunarrými á jarðhæð hússins. Fyrirhugað er að ný verslun Rammagerðarinnar veiti innsýn inn í heim íslenskrar hönnunar þar sem lögð er áhersla á sérstöðu og hlutverk hússins á sviði tónlistar og menningar.

Basalt Arkitektar munu sjá um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði  sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými. Jafnframt að styðja við gróskuna í hönnun í íslensku samfélagi. Harpa hefur unnið að stefnumörkun í tengslum við uppbygginguna á jarðhæð hússins og samræmist hún vel áherslum Rammagerðarinnar. Markmiðið er opna húsið enn frekar þannig að mannlífið í Hörpu verði samofið mannlífinu í uppbyggingu borgarinnar við höfnina. Gert er ráð fyrir því að hin nýja verslun muni opna í tæka tíð fyrir Menningarnótt síðar í sumar.

,,Harpa er musteri tónlistar og menningar og við viljum endurspegla það í nýju versluninni. Við lítum á Rammagerðina í Hörpu sem glugga inn í heim íslenskrar sköpunar bæði fyrir erlenda gesti og fyrir heimamarkað. Við erum sannfærð um að sá heimur sem við erum að skapa í nýrri verslun Rammagerðarinnar í Hörpu mun einnig kveikja áhuga hjá gestum sem leggja leið sína í Hörpu. Við sjáum mikil tækifæri í að marka okkur sérstöðu með því að hafa í sölu vörulínur eftir okkar þekktustu tónlistarmönnum. Nú þegar er í þróun  sérstök gjafavörulína með vísun til hins einstaka arkitektúrs hússins,” segir Bjarney Harðardóttir eigandi Rammagerðarinnar.

,,Síðastliðið haust auglýsti Harpa eftir hugmyndum frá almenningi og áhugasömum rekstraraðilum sem vildu taka þátt í því að slá nýjan tón í þessu samkomuhúsi þjóðarinnar. Tilefnið var 10 ára afmæli Hörpu, nýtt samhengi við uppbyggingu í nánasta umhverfi og áform um talsverðar breytingar á jarðhæðinni. Rammagerðin sýndi þessu verkefni mikinn áhuga og varð fyrir valinu úr góðum hópi umsækjenda. Það er því verulegt tilhlökkunarefni að fá þau inn í Hörpu með sína miklu reynslu og metnaðarfullar áherslur á íslenska hönnun. Samstarfið mun sannarlega slá nýjan tón því bæði verður verslunin staðsett þannig á jarðhæðinni að hún opnar inn í áður lokuð rými og svo sjáum við mikil tækifæri í því að þau ætla að tengja sterkt við einstaka hönnun hússins og viðburðina í allri sinni fjölbreytni,” segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.

Fréttir

29. júní 2021

Hnoss opnar í Hörpu

„Hnoss“ er nafn á nýjum veitingastað sem mun opna á jarðhæð Hörpu rétt fyrir Menningarnótt. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu.

21. júní 2021

Nýr vefur Harpa.is í loftið

Nýr vefur er afrakstur samstarfs við hönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos og ráðgjafafyrirtækið Parallel. Mikill metnaður var lagður í hönnunina með upplifun notenda í forgrunni.

18. júní 2021

Þjóðhátíðarkveðja

Í ár verður ekki sérstök hátíðardagskrá í Hörpu eins og tíðkast hefur á 17. júní þar sem framkvæmdir standa nú yfir húsinu sem bæta munu bæði upplifun og þjónustu við gesti.