9. nóvember 2021

Nú er hægt að taka hrað­próf í Hörpu

Ný starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum hefur verið opnuð í Hörpu.

Stöðin starfar und­ir merkj­um covidtest.is sem starfrækir aðra slíkar stöðvar, við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík, og á Akureyri.  

Hraðprófsstöðin í Hörpu er staðsett á neðri jarðhæð - K1 gegnt inngangi úr bílastæðakjallara og almennur opnunartími er frá kl. 10:00 - 18:00.

Hægt er að bóka tíma í hraðpróf hér

Harpa leggur áherslu á ábyrgt viðburðarhald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Útfærslur á viðburðahaldi eru ávallt unnar í nánu samstarfi við almannavarnir með fagmennsku og áreiðanleika að leiðarljósi.

Fréttir

6. desember 2021

Harpa klárar fjórða Græna skrefið

Harpa heldur áfram að vinna í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og hefur nú lokið fjórum af fimm Grænum skrefum.

1. desember 2021

Sóttvarnarráðstafanir

Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum þurfa allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðu hraðprófi, neikvæðu PCR prófi, eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, fyrir alla viðburði í Hörpu.

30. nóvember 2021

Listval opnar í Hörpu

Listval er að koma sér fyrir í fallegu rými við aðalinngang á jarðhæð Hörpu.