30. ágúst 2023

Verð­launa­af­hending - Mín Harpa, ljós­mynda­sam­keppni

Við óskum verðlaunahöfum í Mín Harpa - ljósmyndasamkeppni fyrir ungt fólk innilega til hamingju!

Mánudaginn 28. ágúst fór fram afhending verðlauna fyrir sigurmyndirnar í ljósmyndasamkeppninni Mín Harpa. Fyrstu verðlaun hlaut Katla Líf Drífu-Louisdóttir Kotze (13 ára), önnur verðlaun hlaut Kría Kristjónsdóttir (11 ára) og Menningarnæturverðlaunin hlutu Alma Huld Halldórsdóttir (7 ára) og Kaira Hitrova (11 ára).

Dómnefnd valdi tvær ljósmyndir af þeim 88 sem sendar voru inn í samkeppnina og veitti Canon á Íslandi sigurvegurum glæsileg verðlaun. Gestir Hörpu gátu síðan valið sína uppáhalds mynd af sýningunni og hlutu tvær sérstök Menningarnæturverðlaun í boði Pixel prentþjónusta.

Ljósmyndasýningin Mín Harpa verður opin til 6. september á jarðhæð Hörpu og hvetjum við alla til að kíkja við og kynnast ljósmyndurum framtíðarinnar!

Nánari upplýsingar um smiðjurnar og samkeppnina má finna hér.

Fréttir