29. ágúst 2023

Metfjöldi í Hörpu á Menn­ing­arnótt

Yfir 14.000 gestir

Harpa bauð landsmönnum heim á Menningarnótt með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á grasrót íslensks tónlistarlífs, söng, dans, sirkus, jazz, bátasmíði, geimveruglaðning, klassíska tónlist, harmonikkuball, tónlistarsmiðjur fyrir börn og lúðrasveitarbardaga svo fátt eitt sé nefnt. Dagskránni lauk með samsöng þúsunda gesta af öllum hæðum í alrými Hörpu undir stjórn Guðrúnar Árnýjar og má með sanni segja að Harpa hafa hljómað frábærlega.

Yfir 14.000 gestir sóttu Hörpu heim sem er mesti fjöldi sem mælst hefur á Menningarnótt frá opnun.

Harpa þakkar gestum sínum fyrir komuna og öllu listafólkinu sem tók þátt í að gera daginn ógleymanlegan.

Hér má sjá skemmtilegar myndir frá deginum.

Fréttir