23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.

Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar boðið var í fyrsta skiptið upp á skoðunarferð og sögustund með Maxímús Músíkús á íslensku og íslensku táknmáli. Maxi skaut upp kollinum hér og þar en ætlaði aldeilis ekki að láta ná sér!
Kolbrún Völkudóttir steig í fyrsta sinn í spor sögumanns Maxa og leiddi gesti í gegnum viðburðinn á táknmáli við hlið Steinunnar Arinbjarnardóttur og Björgvins Franz Gíslasonar. Sagan Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina var lesin fyrir stóran hóp barna og fjölskyldna sem heilsuðu upp á Maxa vin sinn að sögustund lokinni.
Viðtökurnar á þessum fyrsta Maxímús viðburði á íslensku táknmáli fóru fram úr okkar björtustu vonum og við hlökkum strax til þess að endurtaka leikinn!












Fréttir
1. júní 2023
38 milljónir söfnuðust á neyðartónleikum Vaknaðu!
Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Þau Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína.
23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.
23. maí 2023
Harpa auglýsir eftir grasrótartónlistarfólki
fyrir Upprásina, nýja tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar.