12. maí 2023
Lokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins
Dagana 16. og 17. maí mun leiðtogafundur Evrópuráðsins fara fram í Hörpu, sem verður alfarið lokuð vegna fundarins mánudag - miðvikudags, en opnar aftur á fimmtudaginn. Umhverfis Hörpu verður einnig talsvert af lokunum sem taka gildi fyrir viðburðinn.

Nánar um lokanirnar af vef Stjórnarráðsins: Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi. Einnig má gera ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á þessum dögum. Áhrifin verða hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.
Fréttir
1. júní 2023
38 milljónir söfnuðust á neyðartónleikum Vaknaðu!
Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Þau Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína.
23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.
23. maí 2023
Harpa auglýsir eftir grasrótartónlistarfólki
fyrir Upprásina, nýja tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar.