30. nóvember 2021

Listval opnar í Hörpu

Listval er að koma sér fyrir í fallegu rými við aðalinngang á jarðhæð Hörpu.

Ætlunin er að skapa rýminu fallega og fágaða umgjörð í formi myndlistarsýninga og gallerís og veita gestum eftirminnilega upplifun og innsýn í það sem íslensk myndlist hefur uppá að bjóða.

Gestir geta fengið ráðgjöf við val á verkum, fræðst um íslenska myndlist og skoðað bækur um myndlist. Þá ætlum við einnig að vera með viðburðadagskrá með uppákomum þar sem nýjum útgáfum og verkum verður fagnað.

Laugardaginn 4. desember kl 12:00 opnar fyrsta sýning Listvals í Hörpu, Jólasýning Listvals, þar sem yfir 200 verk verða til sýnis og sölu eftir um 70 listamenn.

Fréttir

12. janúar 2022

Harpa þakkar Örnu Schram samfylgdina

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

5. janúar 2022

Breyttur opnunartími í ljósi aðstæðna

Harpa er nú opin alla daga frá kl. 10:00-18:00.

5. janúar 2022

Harpa gefur 1000 tré til Kolviðar

Gjöfin er hluti af grænni vegferð Hörpu