13. ágúst 2021

Leikhúsbörn í Hörpu

Hópur barna starfsmanna Þjóðleikhússins hefur dvalið í Hörpu undanfarnar tvær vikur og sótt þar bæði dans- og leiklistartíma.

Námskeiðið er tilraunaverkefni hjá Þjóðleikhúsinu og gert til þess að kynna starfsemi leikhússins fyrir börnum.

Þessi glæsilegi hópur sökkti sér í fjölbreyttan heim sviðslista og kynntist ekki bara því hvernig það er að standa á sviði, heldur einnig öllu sem gerist á bakvið tjöldin.

Auk dans- og leiklistatíma heimsóttu þau búningadeild, hljóðmenn, smink, og tæknifólk.

Það verður gaman að fylgjast með þessum flotta hópi leikhúsbarna í framtíðinni, bæði á sviði og baksviðs.

Fréttir

21. september 2021

Miðasala Hörpu flytur í dag

Þriðjudaginn 21. september flytur miðasala Hörpu í nýtt rými á jarðhæð og því verður ekki unnt að afgreiða miða í Hörpu.  

14. september 2021

Tilkynning til tónleikagesta

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum frá og með 15. september.

9. september 2021

Harpa leitar að liðsmanni í hóp þjónustufulltrúa

Hefur þú þjónustulund og vilt starfa í fjölbreyttu og skapandi umhverfi?