23. ágúst 2021

La Primavera opnar nýjan veitingastað í Hörpu

La Primavera Restaurant færir út kvíarnar og opnar veitingastað á 4.hæð í Hörpu þar sem Kolabrautin var áður.

Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á hinu einstaka rými sem áður hýsti Kolabrautina þar sem La Primavera Restaurant mun nú opna nýjan stað.

Staðurinn verður opinn fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld, þar sem gestir munu geta notið ítalskrar matarhefðar eins og hún gerist best.

Það er virkilega gaman að fá snillingana hjá La Primavera með í hópinn á 10 ára afmælisárinu til að skapa spennandi framtíðarmúsík í Hörpu.

BÓKA BORÐ Á LA PRIMAVERA Í HÖRPU

Fréttir

21. september 2021

Miðasala Hörpu flytur í dag

Þriðjudaginn 21. september flytur miðasala Hörpu í nýtt rými á jarðhæð og því verður ekki unnt að afgreiða miða í Hörpu.  

14. september 2021

Tilkynning til tónleikagesta

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum frá og með 15. september.

9. september 2021

Harpa leitar að liðsmanni í hóp þjónustufulltrúa

Hefur þú þjónustulund og vilt starfa í fjölbreyttu og skapandi umhverfi?