23. ágúst 2021

La Primavera opnar nýjan veitingastað í Hörpu

La Primavera Restaurant færir út kvíarnar og opnar veitingastað á 4.hæð í Hörpu þar sem Kolabrautin var áður.

Leifur

Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á hinu einstaka rými sem áður hýsti Kolabrautina þar sem La Primavera Restaurant mun nú opna nýjan stað.

Staðurinn verður opinn fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld, þar sem gestir munu geta notið ítalskrar matarhefðar eins og hún gerist best.

Það er virkilega gaman að fá snillingana hjá La Primavera með í hópinn á 10 ára afmælisárinu til að skapa spennandi framtíðarmúsík í Hörpu.

[@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` prop



Fréttir