22. mars 2023
Harpa vann til Edduverðlauna
fyrir menningarþátt ársins.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin hlutu Edduna fyrir menningarþátt ársins sl. sunnudag. Harpa var eitt af framleiðslufyrirtækjum þáttarins.
Hátíðin var haldin í Eldborg þann 10. desember sl. og var Harpa eitt af framleiðslufyrirtækjum viðburðarins ásamt menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, B28 Produktion og RÚV.
Hátíðin er stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í Hörpu frá opnun og fylgdust tugir milljóna manna með í beinni útsendingu víðs vegar að úr heiminum. Framkvæmdin gekk eins og í sögu og sýndi vel að Harpa er tónlistar- og ráðstefnuhús á heimsmælikvarða!







Fréttir
1. júní 2023
38 milljónir söfnuðust á neyðartónleikum Vaknaðu!
Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Þau Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína.
23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.
23. maí 2023
Harpa auglýsir eftir grasrótartónlistarfólki
fyrir Upprásina, nýja tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar.