12. janúar 2022

Harpa þakkar Örnu Schram samfylgdina

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

Arna tók sæti í stjórn Hörpu í september 2017 og hafði þjónað því hlutverki um rúmlega fjögurra ára skeið. Arna var frábær samstarfskona, fagmanneskja og eldhugi sem bar hag Hörpu heilshugar fyrir brjósti. Hún var ekki síst ötull talsmaður þess að húsinu yrði gert kleift að sinna sem best menningarlegu hlutverki sínu.

Harpa þakkar Örnu fyrir samfylgdina - hennar verður sárt saknað.

Stjórn og starfsfólk Hörpu senda ástvinum hennar og aðstandendum öllum innilega hluttekningu.

Fréttir

12. janúar 2022

Harpa þakkar Örnu Schram samfylgdina

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

5. janúar 2022

Breyttur opnunartími í ljósi aðstæðna

Harpa er nú opin alla daga frá kl. 10:00-18:00.

5. janúar 2022

Harpa gefur 1000 tré til Kolviðar

Gjöfin er hluti af grænni vegferð Hörpu