8. desember 2022

Harpa lokuð föstudag og laug­ardag

vegna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem haldin verða í húsi.

Vinsamlega athugið að Harpa er lokuð föstudaginn 9. desember og laugardaginn 10. desember vegna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Harpa er stolt af því að halda hátíðina en hún er stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í húsinu frá opnun. Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og stuðlar að öflugri kynningu á Hörpu sem alþjóðlegs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem og landi og borg sem áfanga- og tökustöðum fyrir kvikmyndir.

Gott að vita:

  • Bílahús Hörpu er opið allan sólarhringinn sem fyrr en ekki er hægt að ganga þaðan inn í Hörpu.
  • Verslanir og veitingastaðir í Hörpu eru lokaðir þessa daga.

Harpa opnar aftur sunnudaginn 11. desember kl. 11:30 og hefst þá öll starfsemi í húsinu að nýju.

Fréttir