5. janúar 2022

Harpa gefur 1000 tré til Kolviðar

Gjöfin er hluti af grænni vegferð Hörpu

Harpa hefur nýtt ár með því að gefa 1000 tré til Kolviðar í nafni viðskiptavina og samstarfsaðila annað árið í röð í stað þess að gefa hefðbundna jólagjöf fyrir hátíðarnar. Hugmyndafræðin að baki Kolviði byggir á bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu með skógrækt og eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnendur verkefnisins.

Gjöfin er hluti af grænni vegferð Hörpu sem frá árinu 2015 hefur unnið ötullega að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og náði þeim mikilvæga áfanga á árinu 2021 að ljúka fjórum af fimm Grænum skrefum Umhverfisstofnunar.

Það er markmið Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Saman munu þessar gjafir Hörpu mynda 2000 trjáa skóg sem á eftir að binda um 200 tonn af kolefni á æviskeiði sínu.

Fréttir