7. nóvember 2023
Gullplatan-sendum tónlist út í geim! tilnefnd
til alþjóðlegu YAM awards (The Young Audiences Music Awards) í flokknum Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Tatui i Brasiliíu þann 9. nóvember næstkomandi. Hér má sjá allar tilnefningar og kjósa um besta atriðið. Við hvetjum ykkur til að kjósa Gullplötuna - sendum tónlist út í geim! Meira um Gullplötuna - sendum tónlist út í geim!
Síðastliðinn vetur var Harpa bækistöð fyrir nýtt tónlistarverkefni fyrir börn: Gullplatan - Sendum tónlist út í geim! Á sumardaginn fyrsta blómstraði verkefnið á BIG BANG Festival hér í Hörpu með eftirminnilegum hætti. 120 börn sungu og spiluðu frumsamið tónverk fyrir geimverur ,,Sendum tónlist út í geim” í Norðurljósasalnum, undir styrkri stjórn tónlistarteymisins Siggi&Ingibjörg. Lagið hlýtur nú tilnefningu fyrir besta þátttökuverkefnið þar sem börn eru virkir þátttakendur í sköpunarferlinu. Börnin voru fulltrúar hópa í 18 grunnskólum víða um land sem höfðu tekið þátt í verkefninu í vetur. Space Iceland stýrði því þegar Gullplata barnanna var send frá jörðu við mikinn fögnuð af höfninni fyrir framan Hörpu. Verkefnið var framleitt af ÞYKJÓ í samstarfi við Hörpu, Vísindasmiðjuna, Space Iceland, BIG BANG Festival, Siggi&Ingibjörg, Sóley, Eddu Elisabetu Magnúsdóttur, Dagnýju Arnalds, Halldór Baldursson og Tónmenntakennarafélag Íslands. Verkefnið var styrkt af Barnamenningarsjóði, List fyrir alla, Big Bang Festival og Tónlistarborginni Reykjavík.
Um verðlaunin:
YAM (Young Audiences Music) er opinber dagskrár JM International (JMI), stærsta félagasamtaka í tónlist fyrir ungt fólk í heiminum. Vettvangurinn er tileinkaður því að færa börnum og ungmennum um allan heim lifandi tónlist ( 20.000+ tónleikar haldnir árlega) auk þess að veita fagfólki stuðning í þessu rými. YAM leggur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna* til grundvallar og vinnur að því að tryggja aðgengi allra barna og ungmenna að tónlist og menningu sem grundvallarmannréttindi. Frá því að verðlaunahátíðin var sett á laggirnar árið 2008 hafa aðeins þau bestu í Young Audiences Music hlotið verðlaunin. Handverk, dýpt frásagnar og ástríðan sem einkennir hvern úrslitaþátt og sigurvegara er vitnisburður um hvað þarf til að virkja og vekja áhuga ungra áhorfenda. Og í ár var ekki annað uppi á teningnum.
Um flokkinn
Framkvæmd tónlistarverkefnis fyrir unga áhorfendur þar sem ferlið vegur þyngra en listræna útkoman. Í þessum flokki er áhersla lögð á verkefni sem fela í sér að krakkar taki þátt í eða séu áhugamenn um tónlist, hvort sem um er að ræða flutning, tónsmíðar, samframleiðslu eða einfaldlega að nota tónlist til að vekja áhuga krakka á hugmyndum og hugtökum. Mikilvægast er að ungir áhorfendur taki beinan þátt í sköpunarferlinu.







Fréttir
23. nóvember 2023
Bókahátíð í Hörpu 25.-26. nóvember
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur hátíðina kl. 11.45 á laugardeginum undir hljóðfæraleik Skólahljómsveitar Vesturbæjar, Miðbæjar og Hlíða. Auk kynninga útgefenda og höfunda þá verður boðið upp á veglega upplestrardagskrá fyrir börn og fullorðna þar sem lesið verður upp úr 90 bókum.
17. nóvember 2023
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2024
Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2023. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2023.
7. nóvember 2023
Gullplatan-sendum tónlist út í geim! tilnefnd
til alþjóðlegu YAM awards (The Young Audiences Music Awards) í flokknum Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.