20. september 2022

Gullplatan - Sendum tónlist út í geim

Barnamenning í Hörpu

Laugardaginn 10. september hófst ferðalag um óravíddir tónlistar og vísinda sem Harpa mun taka þátt í vetur ásamt fjölda góðra samstarfsaðila. Gullplatan - Sendum tónlist út í geim, er þátttökuverkefni fyrir börn sem hönnunarteymið ÞYKJÓ leiðir. Ferðalagið hófst með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá á jarðhæð Hörpu laugardaginn 10. september sl.

Hér má sjá brot af því sem var í boði; geimleiðsögn með Stjörnu-Sævari, geimverugrímusmiðja með ÞYKJÓ, tónlistarsmiðja með Ingibjörgu & Sigga, hljóðinnsetning með sóleyju og margt fleira.

Það verður hægt að fylgjast með verkefninu fram á vor á vefsíðunni www.gullplatan.is.

Ljósmyndir eftir Sigga Ella.

Fréttir