9. september 2024
Götulokun vegna malbikunarvinnu í dag
Breytt aðkoma að Hörpu í dag vegna framkvæmda.
Mánudaginn 9. September verða malbikunarframkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar við Hörpu. Af þeim sökum verður innkeyrslan í bílakjallarann okkar lokuð, þ.e. vegurinn frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu að rampinum að bílakjallara Hörpu.
Athugið að bílakjallari Hörpu verður þó opinn og hægt að keyra inn og út úr honum í gegnum innkeyrslur við Hafnartorg og Edition. Hér að neðan má sjá skýringarmynd af því svæði sem verður lokað.
Fréttir
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025
18. október 2024
Harpa leitar að mannauðs- og gæðastjóra
Ef þú hefur brennandi áhuga á að leiða mannauðs- og gæðaverkefnin í Hörpu - viljum við endilega heyra frá þér.