4. september 2023
Fjölskyldudagskrá í Hörpu
Aðgengileg öllum börnum, gestum að kostnaðarlausu.

Fjölskyldudagskrá Hörpu á að vera aðgengileg öllum börnum og fjölskyldum; óháð fjárhag, uppruna, tungumáli eða heimili þeirra. Lögð er áhersla á þátttöku, upplifun, fræðslu, fjölbreytni og fjölmenningu við dagskrárgerðina.
Viðburðir eru gestum að kostnaðarlausu og lagt er kapp á að tengjast mismunandi hópum samfélagsins, til dæmis með túlkun á mismunandi tungumálum eða beinni þátttöku barna af ólíkum leik-, grunn- eða tónlistarskólum.Harpa leggur sífellt meiri áherslu á að ná til allra barna til að sýna þeim að þau eigi sér stað í Hörpu og geti notið menningar og lista, auk þess að skapa sjálf. Í dagskrárstefnu Hörpu fyrir börn og fjölskyldur er áhersla sett á að aðlaga viðburði að börnum og fjölskyldum af ólíkum uppruna og með ólíkar þarfir.
Dagskrá starfsársins 2023-2024
Dagskráin er sérstaklega gerð með inngildingu og aðgengi fyrir öll börn og fjölsk að leiðarljósi með smiðjum og tónlistarviðburðum í samstarfi við félaga- og réttindasamtök ólíkra hópa og listafólks. Barnamenningarsjóður styrkir dagskrárgerð barna- og fjölskyldudagskrár Hörpu.






Fréttir
4. september 2023
Fjölskyldudagskrá í Hörpu
Aðgengileg öllum börnum, gestum að kostnaðarlausu.
1. september 2023
Grasrótin blómstrar í Hörpu!
Upprásin, tónleikaröð fyrir grasrót íslensks tónlistarlífs hefst þriðjudaginn 5. september
30. ágúst 2023
Verðlaunaafhending - Mín Harpa, ljósmyndasamkeppni
Við óskum verðlaunahöfum í Mín Harpa - ljósmyndasamkeppni fyrir ungt fólk innilega til hamingju!