25. nóvember 2021

Alþjóð­legur baráttu­dagur gegn kynbundnu ofbeldi

Harpa lýsir hjúp sinn appelsínugulan í dag, 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi.

Liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.

Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Í stað ljósgöngu, hvetur UN Women á Íslandi alla til að kveikja á kerti af virðingu við óþrjótandi baráttu afganskra kvenna fyrir lífi án ofbeldis.

Fréttir

6. desember 2021

Harpa klárar fjórða Græna skrefið

Harpa heldur áfram að vinna í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og hefur nú lokið fjórum af fimm Grænum skrefum.

1. desember 2021

Sóttvarnarráðstafanir

Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum þurfa allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðu hraðprófi, neikvæðu PCR prófi, eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, fyrir alla viðburði í Hörpu.

30. nóvember 2021

Listval opnar í Hörpu

Listval er að koma sér fyrir í fallegu rými við aðalinngang á jarðhæð Hörpu.