14. mars 2023
Afmælishátíð Hljóðhimna
Boðið verður upp á glæsilega dagskrá. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Hljóðhimnar, upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur, í Hörpu eru 1 árs í mars og verður haldið upp á það með afmælishátíð laugardaginn 18. mars. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá í húsinu, tónlistarleiki og kórónugerð og heiðursgesturinn Maximús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti.
Dagskrá
Vísa/Stemma - 11:00-13:00 Kórónugerð með ÞYKJÓ
Hörpuhorn - 11:30-12:00 Klapp klapp stapp stapp smiðja með Sigga&Ingibjörgu
Opin svæði/Hnoss/Hljóðhimnar - 12:00 Maxímús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti
Hörpuhorn - 13:00-13:30 Klapp, klapp, stapp stapp smiðja með Sigga&Ingibjörgu
Opin svæði/Hnoss/Hljóðhimnar - 13:00 Maxímús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti
Barnabröns á Hnoss
Hnoss restaurant og bar verður með sérstakan barnabröns á meðan á afmælishátíðinni stendur, þar sem m.a. verður súkkulaðibrunnur með ávöxtum. Mælt er með því að bóka borð fyrirfram á dineout.is/hnoss. Börn 0-5 ára borða frítt, 6-12 greiða 2.400 kr og fullorðnir 4.900 kr.
„Við verðum með skemmtilega, litríka og næringarríka rétti fyrir alla fjölskylduna, með sérstakri áherslu á börn. Þá verðum við með súkkulaðibrunn og ávexti til að dýfa í brunninn, sem vakti mikla lukku meðal barna sem komu í jólabrönsinn þegar við buðum upp á súkkulaðibrunninn."
Rammagerðin
Rammagerðin tekur einnig þátt í afmælishátíðinni og býður upp á 20% afslátt af barnabolum og samfellum úr Reykjavíkurlínunni „Ó Reykjavík“.
Kórónugerð
Hönnuðir ÞYKJÓ sem stóðu að hönnun Hljóðhimna aðstoða afmælisgesti við að búa til sína eigin kórónu til að auka hátíðarstemmninguna í Hörpu.
Klapp klapp stapp stapp smiðja Tónlistarteymið Siggi&Ingibjörg leiða afmælisgesti í tónlistarleikjum og einu hljóðfærin sem við þurfum erum við sjálf! Klapp, stapp og söngur í um það bil hálftíma langri smiðju þar sem allir geta tekið þátt.
Hljóðhimnar eru opnir eins og venjulega og býðst afmælisgestum að flæða frjálst á milli staða.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!
Fréttir
1. júní 2023
38 milljónir söfnuðust á neyðartónleikum Vaknaðu!
Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Þau Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína.
23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.
23. maí 2023
Harpa auglýsir eftir grasrótartónlistarfólki
fyrir Upprásina, nýja tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar.