Menningarnótt, myndlist, Reykjavík Culture Night

Event poster

Eldborg, Harpa eftir Martin Liebscher | Harpa á Menn­ing­arnótt

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. ágúst - 13:00

Salur

Harpa

Verkið Eldborg, Harpa eftir Martin Liebscher verður sýnt í opnu rými Hörpu á Menningarnótt og áfram eftir hana.

Hvar: Í sýningarými við innganginn á jarðhæð Hörpu
Hvenær: 23. ágúst, frá 13 - 18.

Eldborg, Harpa er ljósmyndaverk frá árinu 2023 og byggir á rúmlega 5000 ljósmyndum af Martin Liebscher inni í Eldborg sem teknar voru af honum ásamt aðstoðarmanni árið 2022.

Ljósmyndaverkið birtir okkur troðfulla Eldborg í Hörpu þar sem setið er í hverju einasta sæti salarins og gott betur. Sums staðar eru áhorfendur standandi við sviðsbrún og á svölum, jafnvel við það að kasta sér fram af þeim. Áhorfendur - eða réttara sagt áhorfandi því strax er ljóst að um einn og sama manninn er að ræða; mörgþúsund ólík augnablik af sama manninum inni í sama tónleikasalnum, tekin frá sama sjónarhorninu, sem skeytt hefur verið saman í eitt. 

Martin Liebscher er fæddur árið 1964 í Þýskalandi og býr og starfar í Berlín og Frankfurt. Hann hefur starfað sem prófessor við Listaháskólann í Offenbach frá árinu 2007. Liebscher nam við Listaháskólann í Frankfurt og við Slade School of Fine Art í London. Hann hefur sýnt verk sín á fjölmörgum einka- og samsýningum og eru verk hans í eigum safna og stofnana svo sem Samtímalistasafnsins í Frankurt, Deutsche Bank, Kunsthalle Bremen, Tampere-borgar í Finnlandi og víðar. 

Nánari upplýsingar um listamanninn. 

Hér má sjá alla dagskrá Hörpu á Menningarnótt 2025.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 23. ágúst - 13:00

Næstu viðburðir í Harpa